Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Sindri Sverrisson skrifar 30. janúar 2025 16:32 Alfreð Gíslason og hans menn eru úr leik á HM. Getty/Soeren Stache Alfreð Gíslason og lærisveinar hans í þýska landsliðinu eru úr leik á HM í handbolta, eftir tap gegn Portúgal í framlengdum spennutrylli í gær. Fyrrverandi landsliðsmenn Þýskalands eru algjörlega ósammála Alfreð um hvað þýði að hafa fallið úr leik í 8-liða úrslitum. Alfreð stýrði Þjóðverjum til silfurverðlauna á Ólympíuleikunum í París síðasta sumar og þeir voru óhemju nálægt því að spila einnig um verðlaun á HM. Þýskaland hefur ekki náð verðlaunasæti á HM síðan liðið vann gull á heimavelli árið 2007, en fyrrverandi landsliðsmennirnir Stefan Kretzschmar, Michael Kraus og Pascal Hens eru sammála um að 6. sætið í ár sé hrein og klár vonbrigði. Um þetta ræddu þeir í þættinum Harzblut og virtust ein ummæli Alfreðs sérstaklega fara fyrir brjóstið hjá þeim. Samkvæmt þýska miðlinum Kicker sagði Alfreð: „Þetta er ekki bakslag,“ eftir tapið sára gegn Portúgal í gær. „Kjaftæði. Auðvitað er þetta bakslag,“ sagði Kraus sem varð heimsmeistari árið 2007. Hann var einnig ósáttur við að Alfreð, sem sagði þýska liðið ekki eins ferskt nú og á Ólympíuleikunum, hefði sagt erfitt að glíma við það álag sem var á Renars Uscins í stöðu hægri skyttu. „Spilaði Uscins of mikið? Hvað þá með [Mathias] Gidsel [hægri skyttu Danmerkur]? Spilar hann ekki of mikið. Manni líður eins og hann spili 70 mínútur í hverjum leik,“ sagði Kraus. Kretzschmar var sammála Kraus: „Auðvitað er þetta bakslag fyrir þýskan handbolta. Það er óhætt að segja það.“ Alfreð ætlar að starfa áfram Alfreð, sem er 65 ára, var spurður út í framtíð sína með þýska landsliðinu og hvort að hann hefði enn krafta til að standa við samning sinn sem gildir til ársins 2027. „Af hverju ekki?“ spurði Alfreð. „Ég sinni þessu starfi því ég elska handbolta, og af því að ég er stoltur afa að starfa fyrir Þýskaland og með þessu liði,“ sagði Alfreð. HM karla í handbolta 2025 Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Sjá meira
Alfreð stýrði Þjóðverjum til silfurverðlauna á Ólympíuleikunum í París síðasta sumar og þeir voru óhemju nálægt því að spila einnig um verðlaun á HM. Þýskaland hefur ekki náð verðlaunasæti á HM síðan liðið vann gull á heimavelli árið 2007, en fyrrverandi landsliðsmennirnir Stefan Kretzschmar, Michael Kraus og Pascal Hens eru sammála um að 6. sætið í ár sé hrein og klár vonbrigði. Um þetta ræddu þeir í þættinum Harzblut og virtust ein ummæli Alfreðs sérstaklega fara fyrir brjóstið hjá þeim. Samkvæmt þýska miðlinum Kicker sagði Alfreð: „Þetta er ekki bakslag,“ eftir tapið sára gegn Portúgal í gær. „Kjaftæði. Auðvitað er þetta bakslag,“ sagði Kraus sem varð heimsmeistari árið 2007. Hann var einnig ósáttur við að Alfreð, sem sagði þýska liðið ekki eins ferskt nú og á Ólympíuleikunum, hefði sagt erfitt að glíma við það álag sem var á Renars Uscins í stöðu hægri skyttu. „Spilaði Uscins of mikið? Hvað þá með [Mathias] Gidsel [hægri skyttu Danmerkur]? Spilar hann ekki of mikið. Manni líður eins og hann spili 70 mínútur í hverjum leik,“ sagði Kraus. Kretzschmar var sammála Kraus: „Auðvitað er þetta bakslag fyrir þýskan handbolta. Það er óhætt að segja það.“ Alfreð ætlar að starfa áfram Alfreð, sem er 65 ára, var spurður út í framtíð sína með þýska landsliðinu og hvort að hann hefði enn krafta til að standa við samning sinn sem gildir til ársins 2027. „Af hverju ekki?“ spurði Alfreð. „Ég sinni þessu starfi því ég elska handbolta, og af því að ég er stoltur afa að starfa fyrir Þýskaland og með þessu liði,“ sagði Alfreð.
HM karla í handbolta 2025 Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita