Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar 31. janúar 2025 08:00 Ljóst er orðið að tveir vinstri flokkar ásamt félagasamtökum mynda vinstristjórn þá sem tók við stjórnartaumunum fyrir rétt rúmum mánuði síðan. Þótt þing hafi ekki enn komið saman hefur margt drifið á daga ríkisstjórnarinnar. Öll ófrávíkjanlegu kosningaloforð félagasamtakanna, sem nærtækast er að líkja við Lionsklúbbinn Kidda, hafa til dæmis reynst sérlega frávíkjanleg. Fyrir ráðherrastólana þrjá fengu samtökin 48 strandveiðidaga að launum. Hvernig tryggja á að strandveiðiflotinn, sem klárar venjulega 48 daga kvóta á rúmlega þrjátíu dögum, fái að veiða fulla 48 daga er enn á huldu. Kætir þessi málamiðlun vart fjármála- og efnahagsráðherra sem, í rannsóknum sínum, hefur komist að þeirri niðurstöðu að strandveiðar séu einfaldlega efnahagsleg sóun. Þá hafa félagasamtökin í gegnum tíðina lýst yfir algjörri andstöðu við aðild Íslands að ESB. Þrátt fyrir það þræddi samráðherra þeirra í nýju ríkisstjórninni ganga sambandsins endilanga í leit að svörum um það hvort aðildarumsókn Íslands sé enn „virk“. Lengi lifir í gömlum ESB-glæðum, það er alveg ljóst. Kannski að félagasamtökin komi til með að kyngja ESB aðild, rétt eins og Bókun 35, Borgarlínu, brúnni yfir Fossvog og sölunni á Íslandsbanka, svo fátt eitt sé nefnt. Stærsta kosningamál samtakanna; lágmarks örorku- og ellilífeyrisbætur upp á 450 þúsund krónur, án allra skerðinga, var þegar öllu er á botninn hvolft, loforð án innistæðu. Greinilegt er að aldrei átti að standa við gefin fyrirheit fyrst formaðurinn segir nú að forsenda fyrir efndum sé yfir 50% fylgi í kosningum. Þegar formaður félagasamtakanna er innt eftir svörum um meint svik við kjósendur er þess utan svarað með útúrsnúningum og skætingi við spyrjendur. Það stendur heldur ekki á svörum hjá formanninum orðvara þegar sjónum er beint að þeim kvart milljarð sem samtökin hafa fengið frá skattgreiðendum, án þess að uppfylla skilyrði laga. Er svar formannsins á þá leið að um samantekin ráð og samsæri Sjálfstæðisflokksins og auðvaldsins í landinu sé að ræða. Samstarfsflokkarnir í ríkisstjórn þegja þunnu hljóði og tala um misbrest í framkvæmd. Reynt er að drepa málinu á dreif og Sjálfstæðisflokknum blandað í málið. Rétt er að benda áhugasömum á að Sjálfstæðisflokkurinn kláraði allar sínar skráningar árið 2022, árið sem lögin tóku gildi. Nú er árið 2025. En þar með var ekki öll sagan sögð. Einhverjum kann þó að þykja nóg um, svona á fyrstu dögum nýrrar ríkisstjórnar. Skópar týndist nýlega í menntaskóla hér í borg og þótti formanni félagasamtakanna upplagt að hringja í skólameistarann, lesa honum pistilinn og vísa í sambönd sín hjá lögreglunni. Svo virðist sem að gleymst hafi að senda umræddum formanni minnisblað um að hún væri orðin félags – og húsnæðismálaráðherra og að svona hagi maður sér ekki, hvort sem þú ert ráðherra, með sambönd í lögreglunni, eða ekki. Það er ljóst að af nógu verður að taka fyrir Sjálfstæðisflokkinn þegar að þing kemur loksins saman. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Norðausturkjördæmi Jens Garðar Helgason Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Skoðun Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Ljóst er orðið að tveir vinstri flokkar ásamt félagasamtökum mynda vinstristjórn þá sem tók við stjórnartaumunum fyrir rétt rúmum mánuði síðan. Þótt þing hafi ekki enn komið saman hefur margt drifið á daga ríkisstjórnarinnar. Öll ófrávíkjanlegu kosningaloforð félagasamtakanna, sem nærtækast er að líkja við Lionsklúbbinn Kidda, hafa til dæmis reynst sérlega frávíkjanleg. Fyrir ráðherrastólana þrjá fengu samtökin 48 strandveiðidaga að launum. Hvernig tryggja á að strandveiðiflotinn, sem klárar venjulega 48 daga kvóta á rúmlega þrjátíu dögum, fái að veiða fulla 48 daga er enn á huldu. Kætir þessi málamiðlun vart fjármála- og efnahagsráðherra sem, í rannsóknum sínum, hefur komist að þeirri niðurstöðu að strandveiðar séu einfaldlega efnahagsleg sóun. Þá hafa félagasamtökin í gegnum tíðina lýst yfir algjörri andstöðu við aðild Íslands að ESB. Þrátt fyrir það þræddi samráðherra þeirra í nýju ríkisstjórninni ganga sambandsins endilanga í leit að svörum um það hvort aðildarumsókn Íslands sé enn „virk“. Lengi lifir í gömlum ESB-glæðum, það er alveg ljóst. Kannski að félagasamtökin komi til með að kyngja ESB aðild, rétt eins og Bókun 35, Borgarlínu, brúnni yfir Fossvog og sölunni á Íslandsbanka, svo fátt eitt sé nefnt. Stærsta kosningamál samtakanna; lágmarks örorku- og ellilífeyrisbætur upp á 450 þúsund krónur, án allra skerðinga, var þegar öllu er á botninn hvolft, loforð án innistæðu. Greinilegt er að aldrei átti að standa við gefin fyrirheit fyrst formaðurinn segir nú að forsenda fyrir efndum sé yfir 50% fylgi í kosningum. Þegar formaður félagasamtakanna er innt eftir svörum um meint svik við kjósendur er þess utan svarað með útúrsnúningum og skætingi við spyrjendur. Það stendur heldur ekki á svörum hjá formanninum orðvara þegar sjónum er beint að þeim kvart milljarð sem samtökin hafa fengið frá skattgreiðendum, án þess að uppfylla skilyrði laga. Er svar formannsins á þá leið að um samantekin ráð og samsæri Sjálfstæðisflokksins og auðvaldsins í landinu sé að ræða. Samstarfsflokkarnir í ríkisstjórn þegja þunnu hljóði og tala um misbrest í framkvæmd. Reynt er að drepa málinu á dreif og Sjálfstæðisflokknum blandað í málið. Rétt er að benda áhugasömum á að Sjálfstæðisflokkurinn kláraði allar sínar skráningar árið 2022, árið sem lögin tóku gildi. Nú er árið 2025. En þar með var ekki öll sagan sögð. Einhverjum kann þó að þykja nóg um, svona á fyrstu dögum nýrrar ríkisstjórnar. Skópar týndist nýlega í menntaskóla hér í borg og þótti formanni félagasamtakanna upplagt að hringja í skólameistarann, lesa honum pistilinn og vísa í sambönd sín hjá lögreglunni. Svo virðist sem að gleymst hafi að senda umræddum formanni minnisblað um að hún væri orðin félags – og húsnæðismálaráðherra og að svona hagi maður sér ekki, hvort sem þú ert ráðherra, með sambönd í lögreglunni, eða ekki. Það er ljóst að af nógu verður að taka fyrir Sjálfstæðisflokkinn þegar að þing kemur loksins saman. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun