Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2025 11:00 Gísli Þorgeir Kristjánsson gagnrýndi landsliðsþjálfarann eftir síðasta leik Íslands á HM í handbolta en Snorri Steinn Guðjónsson segir að þeir hafi rætt málin eftir viðtalið og að málið sé úr sögunni. Vísir/Vilhelm Eitt af stóru fréttamálunum eftir að íslenska handboltalandsliðið datt úr leik á heimsmeistaramótinu á dögunum var viðtal við landsliðsmanninn Gísla Þorgeir Kristjánsson. Gísli var auðvitað mjög svekktur með úrslitin en vildi kenna landsliðsþjálfaranum Snorra Steini Guðjónssyni um hvernig fór í tapleiknum á móti Króatíu. Vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum. Þeir komu okkur á óvart með þessari 5-1 vörn og við áttum að vera með miklu betri svör í þeim leik. Það er alveg hægt að segja fullt um að þeir hafi verið með einhverja geðveiki og slíkt, en við þurfum líka að horfa á okkur sjálfa. Við erum helvíti góðir handboltalega og skulum taka þá einu sinni á gæðum, ekki bara á einhverri geðveiki. Mér fannst við detta á sama „level“ og á móti Ungverjum í fyrra. Leikplanið fór út um gluggann eftir tvær mínútur. Við þurfum að skoða þetta. Maður lifir og lærir í þessum bransa,“ sagði Gísli í viðtalinu við Vísi. Klippa: Snorri Steinn um viðtalið fræga við Gísla Þorgeir Aron Guðmundsson fór yfir mótið með Snorra Stein Guðjónssyni og spurði landsliðsþjálfarann meðal annars út í viðtalið við Gísla. Aron spurði hvort Snorri væri vonsvikinn með að Gísli hafi stigið fram með þessum hætti. „Já, já, Það er það alveg. Auðvitað ertu vonsvikinn. Hans meining var örugglega ekki að kasta mér fyrir rútuna og ég tek því ekki þannig,“ sagði Snorri Steinn. Áttu gott spjall „Hann kom bara til mín og útskýrði sitt mál,“ sagði Snorri „Auðvitað eru það vonbrigði þegar þú lest eitthvað svoleiðis. Þetta er líka bara fínn skóli og partur af því að vera þjálfari að díla við eitthvað svona,“ sagði Snorri. „Við áttum bara gott spjall út í Króatíu og fyrir mína parta er málinu lokið,“ sagði Snorri en það má sjá þetta brot úr viðtalinu hér fyrir ofan. Allt viðtalið við Snorra Stein má síðan finna í Besta sætinu sem er aðgengilegt á hlaðvarpsveitum en einnig hér fyrir neðan. HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Besta deild karla Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Fótbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Sjá meira
Gísli var auðvitað mjög svekktur með úrslitin en vildi kenna landsliðsþjálfaranum Snorra Steini Guðjónssyni um hvernig fór í tapleiknum á móti Króatíu. Vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum. Þeir komu okkur á óvart með þessari 5-1 vörn og við áttum að vera með miklu betri svör í þeim leik. Það er alveg hægt að segja fullt um að þeir hafi verið með einhverja geðveiki og slíkt, en við þurfum líka að horfa á okkur sjálfa. Við erum helvíti góðir handboltalega og skulum taka þá einu sinni á gæðum, ekki bara á einhverri geðveiki. Mér fannst við detta á sama „level“ og á móti Ungverjum í fyrra. Leikplanið fór út um gluggann eftir tvær mínútur. Við þurfum að skoða þetta. Maður lifir og lærir í þessum bransa,“ sagði Gísli í viðtalinu við Vísi. Klippa: Snorri Steinn um viðtalið fræga við Gísla Þorgeir Aron Guðmundsson fór yfir mótið með Snorra Stein Guðjónssyni og spurði landsliðsþjálfarann meðal annars út í viðtalið við Gísla. Aron spurði hvort Snorri væri vonsvikinn með að Gísli hafi stigið fram með þessum hætti. „Já, já, Það er það alveg. Auðvitað ertu vonsvikinn. Hans meining var örugglega ekki að kasta mér fyrir rútuna og ég tek því ekki þannig,“ sagði Snorri Steinn. Áttu gott spjall „Hann kom bara til mín og útskýrði sitt mál,“ sagði Snorri „Auðvitað eru það vonbrigði þegar þú lest eitthvað svoleiðis. Þetta er líka bara fínn skóli og partur af því að vera þjálfari að díla við eitthvað svona,“ sagði Snorri. „Við áttum bara gott spjall út í Króatíu og fyrir mína parta er málinu lokið,“ sagði Snorri en það má sjá þetta brot úr viðtalinu hér fyrir ofan. Allt viðtalið við Snorra Stein má síðan finna í Besta sætinu sem er aðgengilegt á hlaðvarpsveitum en einnig hér fyrir neðan.
HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Besta deild karla Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Fótbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Sjá meira