Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. febrúar 2025 12:20 Í gærkvöldi féllu tvö snjóflóð við Ólafsvíkurenni, meðal annars yfir veg. aðsend Fjórtán íbúar á Patreksfirði, sem þurftu að yfirgefa heimili sín í gær vegna snjóflóðahættu, hafa nú mátt snúa heim eftir á hættustigi var aflétt. Óvissustig vegna snjóflóðahættu er enn víða í gildi en Veðurstofunni er kunnugt um nokkur krapaflóð sem hafa fallið frá því í gær, meðal annars yfir vegi á Vesturlandi og á Austfjörðum. Varðskip Landhelgisgæslunnar er í viðbragðsstöðu fyrir vestan og almenningur er hvattur til að fylgjast vel með færð enda geti vegir lokast vegna ofanflóða. Í kjölfar hlýinda og rigninga hafa krapaflóð fallið á Austfjörðum í nótt, meðal annars í Berufirði, við Stöðvarfjörð og í sunnanverðum Fáskrúðsfirði. Óvissustig vegna ofanflóða er enn í gildi á Sunnan verðum Vestfjörðum, Vesturlandi og á Austfjörðum. Heiður Þórisdóttir, sérfræðingur á snjóflóðavakt veðurstofunnar, segir Veðurstofunni hafa borist tilkynningar um nokkur krapaflóð sem fallið hafa frá því í gær. „Það hafa nokkur krapaflóð á sunnanverðum Austfjörðum yfir vegi. Í sunnan verðum Fáskrúðsfirði, og sunnar en það, Stöðvarfirði, Berufirði og fleira. Svo í gærkvöldi féllu tvö snjóflóð í Ólafsvíkurenni fyrir vestan. Það eru helstu tilkynningarnar um flóð sem við höfum fengið,” segir Heiður. Vegfarendur og ferðamenn eru sem fyrr hvattir til að sýna aðgæslu á stöðum þar sem grjót getur fallið og nærri vatnsfarvegum þar sem krapaspýjur geta borist niður. Engar formlegar rýmingar eru lengur í gildi en þó mikilvægt að gera varúðarráðstafanir á ákveðnum svæðum að sögn Heiðar. „Bæði í húsum á Patreksfirði og á Stöðvarfirði næst krapaflóðafarvegum, og í Ólafsvík þá er atvinnuhúsareitur undir Ólafsvíkurenni og þau hús eru öll mannlaus,“ segir Heiður. „Nú er þessi varúð sem tekur við sem felst í því að íbúar sem búa næst þessum farvegum fari varlega í kringum farvegina og séu ekki að dvelja í herbergjum sem eru með glugga sem vísa í átt að fjallshlíðinni,“ segir Heiður. Áfram er mælst til þess að vegfarendur og aðrir fari varlega í grennd við vatnsfarvegi þar sem aukin hætta er á krapaflóðum og eins undir bröttum hlíðum þar sem aur- og grjótskriður gætu fallið. Rýming gekk vel á Patreksfirði Í gærkvöldi voru sex hús rýmd á Patreksfirði vegna snjóflóðahættu og gekk rýming vel að sögn Hlyns Hafberg Snorrasonar yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Vestfjörðum. „Það var ákveðið að rýma sex hús plús bæjarskrifstofu Vesturbyggðar og það þurftu fjórtán manns að yfirgefa heimili sín. Níu af þeim fóru í gistingu á vegum sveitarfélagsins en hinir fóru til vina og vandamanna. Þetta gekk allt mjög vel fyrir sig,“ segir Hlynur. Hættustigi var aflýst skömmu fyrir hádegi í dag og hefur fólkið því færi á að snúa aftur heim. „Það mátti alveg búast við því að það yrði rof á samgöngum í þessum aðstæðum. Landhelgisgæslan, sem fyrr, bregst alltaf vel við og sendi varðskipið Þór til okkar í gærkvöldi og það skip er nú úti á flóanum okkur til halds og trausts ef einhver veikindi eða slys eða eitthvað annað kæmi uppá og fjallvegir eða vegir á milli byggðalaga eru lokaðir. Annað hvort vegna óveðurs eða ofanflóðahættu,“ segir Hlynur. Hlynur og Heiður hvetja bæði alla sem eru á ferð milli byggðalaga til að fylgjast vel með færð á vef Vegagerðarinnar enda geta vegir lokast ef flóð falla yfir vegi eða hætta talin mikil á ofanflóðum. Vesturbyggð Fjallabyggð Snjóflóð á Íslandi Veður Almannavarnir Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Í kjölfar hlýinda og rigninga hafa krapaflóð fallið á Austfjörðum í nótt, meðal annars í Berufirði, við Stöðvarfjörð og í sunnanverðum Fáskrúðsfirði. Óvissustig vegna ofanflóða er enn í gildi á Sunnan verðum Vestfjörðum, Vesturlandi og á Austfjörðum. Heiður Þórisdóttir, sérfræðingur á snjóflóðavakt veðurstofunnar, segir Veðurstofunni hafa borist tilkynningar um nokkur krapaflóð sem fallið hafa frá því í gær. „Það hafa nokkur krapaflóð á sunnanverðum Austfjörðum yfir vegi. Í sunnan verðum Fáskrúðsfirði, og sunnar en það, Stöðvarfirði, Berufirði og fleira. Svo í gærkvöldi féllu tvö snjóflóð í Ólafsvíkurenni fyrir vestan. Það eru helstu tilkynningarnar um flóð sem við höfum fengið,” segir Heiður. Vegfarendur og ferðamenn eru sem fyrr hvattir til að sýna aðgæslu á stöðum þar sem grjót getur fallið og nærri vatnsfarvegum þar sem krapaspýjur geta borist niður. Engar formlegar rýmingar eru lengur í gildi en þó mikilvægt að gera varúðarráðstafanir á ákveðnum svæðum að sögn Heiðar. „Bæði í húsum á Patreksfirði og á Stöðvarfirði næst krapaflóðafarvegum, og í Ólafsvík þá er atvinnuhúsareitur undir Ólafsvíkurenni og þau hús eru öll mannlaus,“ segir Heiður. „Nú er þessi varúð sem tekur við sem felst í því að íbúar sem búa næst þessum farvegum fari varlega í kringum farvegina og séu ekki að dvelja í herbergjum sem eru með glugga sem vísa í átt að fjallshlíðinni,“ segir Heiður. Áfram er mælst til þess að vegfarendur og aðrir fari varlega í grennd við vatnsfarvegi þar sem aukin hætta er á krapaflóðum og eins undir bröttum hlíðum þar sem aur- og grjótskriður gætu fallið. Rýming gekk vel á Patreksfirði Í gærkvöldi voru sex hús rýmd á Patreksfirði vegna snjóflóðahættu og gekk rýming vel að sögn Hlyns Hafberg Snorrasonar yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Vestfjörðum. „Það var ákveðið að rýma sex hús plús bæjarskrifstofu Vesturbyggðar og það þurftu fjórtán manns að yfirgefa heimili sín. Níu af þeim fóru í gistingu á vegum sveitarfélagsins en hinir fóru til vina og vandamanna. Þetta gekk allt mjög vel fyrir sig,“ segir Hlynur. Hættustigi var aflýst skömmu fyrir hádegi í dag og hefur fólkið því færi á að snúa aftur heim. „Það mátti alveg búast við því að það yrði rof á samgöngum í þessum aðstæðum. Landhelgisgæslan, sem fyrr, bregst alltaf vel við og sendi varðskipið Þór til okkar í gærkvöldi og það skip er nú úti á flóanum okkur til halds og trausts ef einhver veikindi eða slys eða eitthvað annað kæmi uppá og fjallvegir eða vegir á milli byggðalaga eru lokaðir. Annað hvort vegna óveðurs eða ofanflóðahættu,“ segir Hlynur. Hlynur og Heiður hvetja bæði alla sem eru á ferð milli byggðalaga til að fylgjast vel með færð á vef Vegagerðarinnar enda geta vegir lokast ef flóð falla yfir vegi eða hætta talin mikil á ofanflóðum.
Vesturbyggð Fjallabyggð Snjóflóð á Íslandi Veður Almannavarnir Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira