Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. febrúar 2025 09:00 Dagur Sigurðsson og Snorri Steinn Guðjónsson þekkjast vel en þeir eru miklir Valsarar. Vísir/Vilhelm Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari hefur ekki getað horft á HM eftir að Ísland datt úr keppni en íslenski landsliðsþjálfarinn segist ætla horfa á úrslitaleikinn á HM í dag og heldur með stórvini sínum Degi Sigurðssyni. Dagur Sigurðsson henti íslenska landsliðinu út úr heimsmeistaramótinu í handbolta þegar Króatía vann sex marka sigur á Íslandi í milliriðlinum. Það var eina tap Íslands á mótinu en var það afdrifaríkt að það kom í veg fyrir að íslenska liðið komst í átta liða úrslitin. Dagur og strákarnir hans í króatíska landsliðinu fylgdu því svo eftir með því að slá Ungverja og Frakka út í útsláttarkeppninni. Þeir mæta Danmörku í úrslitaleik HM í dag. Aron Guðmundsson ræddi við Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfara og þar barst talið meðal annars að afreki Dags. Snorri hefur mikla trú á Degi. „Ég þekki vel til Dags og hans fjölskyldu. Ég vona innilega að hann vinni,“ sagði Snorri Steinn. Það er mikil pressa á þjálfara króatíska landsliðsins en liðið er að koma upp eftir að hafa verið í lægð. Hvernig metur Snorri hans vegferð með þessu liði? „Hún er glæsileg. Ef maður kíkir aðeins aftur í tímann þá hefur þetta verið kaflaskipt. Hann tekur óvænt við þeim og kemur þeim á Ólympíuleikana. Þar eru þeir bara slappir og komust ekki upp úr riðlinum þar,“ sagði Snorri. „Þar af leiðandi er hann undir mikilli pressu. Króatarnir eru þarna að spila á heimavelli og þeir eru þekktir fyrir að vera ekki mjög þolinmóðir alla vega ekki gagnvart þjálfurum,“ sagði Snorri. „Hann hittir bara vel á þá. Hann er bara góður þjálfari og góður karakter. Ég held að það henti honum vel að vera í þessu umhverfi. Hann hefur bara tæklað þetta vel. Meira segja þegar þeir lenda í mótlæti á mótinu sjálfu og tapa fyrir Egyptum,“ sagði Snorri. „Hann vinnur sig bara út úr því. Svo má alveg ræða það að þeir eru á heimavelli og það er ekkert grín að spila við þá þar. Við upplifðum það og við sáum það á tölunum á móti Frökkum að þegar þeir fá mót á heimavelli þá eru þeir erfiðir við að eiga,“ sagði Snorri. „Það verður fróðlegt að sjá þá í Noregi,“ sagði Snorri. Það má sjá þetta spjall hér fyrir ofan en eins má hlusta á allt viðtalið við Snorra Stein í hlaðvarpsþætti í Besta sætinu en hann er aðgengilegur hér fyrir neðan. HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Mest lesið Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Fleiri fréttir Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Sjá meira
Dagur Sigurðsson henti íslenska landsliðinu út úr heimsmeistaramótinu í handbolta þegar Króatía vann sex marka sigur á Íslandi í milliriðlinum. Það var eina tap Íslands á mótinu en var það afdrifaríkt að það kom í veg fyrir að íslenska liðið komst í átta liða úrslitin. Dagur og strákarnir hans í króatíska landsliðinu fylgdu því svo eftir með því að slá Ungverja og Frakka út í útsláttarkeppninni. Þeir mæta Danmörku í úrslitaleik HM í dag. Aron Guðmundsson ræddi við Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfara og þar barst talið meðal annars að afreki Dags. Snorri hefur mikla trú á Degi. „Ég þekki vel til Dags og hans fjölskyldu. Ég vona innilega að hann vinni,“ sagði Snorri Steinn. Það er mikil pressa á þjálfara króatíska landsliðsins en liðið er að koma upp eftir að hafa verið í lægð. Hvernig metur Snorri hans vegferð með þessu liði? „Hún er glæsileg. Ef maður kíkir aðeins aftur í tímann þá hefur þetta verið kaflaskipt. Hann tekur óvænt við þeim og kemur þeim á Ólympíuleikana. Þar eru þeir bara slappir og komust ekki upp úr riðlinum þar,“ sagði Snorri. „Þar af leiðandi er hann undir mikilli pressu. Króatarnir eru þarna að spila á heimavelli og þeir eru þekktir fyrir að vera ekki mjög þolinmóðir alla vega ekki gagnvart þjálfurum,“ sagði Snorri. „Hann hittir bara vel á þá. Hann er bara góður þjálfari og góður karakter. Ég held að það henti honum vel að vera í þessu umhverfi. Hann hefur bara tæklað þetta vel. Meira segja þegar þeir lenda í mótlæti á mótinu sjálfu og tapa fyrir Egyptum,“ sagði Snorri. „Hann vinnur sig bara út úr því. Svo má alveg ræða það að þeir eru á heimavelli og það er ekkert grín að spila við þá þar. Við upplifðum það og við sáum það á tölunum á móti Frökkum að þegar þeir fá mót á heimavelli þá eru þeir erfiðir við að eiga,“ sagði Snorri. „Það verður fróðlegt að sjá þá í Noregi,“ sagði Snorri. Það má sjá þetta spjall hér fyrir ofan en eins má hlusta á allt viðtalið við Snorra Stein í hlaðvarpsþætti í Besta sætinu en hann er aðgengilegur hér fyrir neðan.
HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Mest lesið Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Fleiri fréttir Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita