100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 2. febrúar 2025 20:04 Fulltrúar Bláskógabyggðar, Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri, Kristófer A. Tómasson, sviðsstjóri framkvæmda- og veitusviðis og Helgi Kjartansson, oddviti. Með þeim eru bormenn Ræktunarsambands Flóa og Skeiða en þeir heita frá vinstri, Ármann Magnús Ármannsson, Ívar Jensson og Guðmundur Loftsson, sem er borstjóri. Magnús Hlynur Hreiðarsson Íbúar og fulltrúar í sveitarstjórn Bláskógabyggðar ráða sér ekki yfir kæti þessa dagana því í þorpinu í Reykholti voru að finnast tuttugu sekúndu lítrar af hundrað gráðu heitu vatni í fyrstu tilraun með jarðbornum Trölla. Reykholt er byggðakjarni í Bláskógabyggð þar sem íbúum fjölgar stöðugt enda mikið byggt á staðnum. Þar eru líka öflugar garðyrkjustöðvar og því stór lottóvinningur að finna allt þetta heita vatn í ört stækkandi samfélagi. Það voru starfsmenn Ræktunarsambands Flóa og Skeiða á Selfossi, sem fundu allt þetta heita vatn með bornum Trölla. „Við vorum afskaplega heppin, fengum vatn í fyrstu tilraun, 15 til 20 sekúndu lítra af hundrað gráðu heitu vatni, þannig að við erum gríðarlega ánægð með árangurinn,” segir Helgi Kjartansson, oddviti Bláskógabyggðar. „Við erum náttúrulega búin að vera að vinna í þessu með Ísor núna í tvö ár að staðsetja svona vinnsluholur, tókum prufuholur,” segir Helgi. Helgi Kjartansson, oddviti Bláskógabyggðar (t.v.) og Guðmundur Ármann Böðvarsson, framkvæmdastjóri Ræktunarsambands Flóa og Skeiða, sem eru að sjálfsögðu hæstánægðir með að hafa fundið allt þetta heita vatn í Reykholti í Bláskógabyggð.Magnús Hlynur Hreiðarsson Oddvitinn segir að heita vatnið eigi eftir að nýtast mjög vel. „Já, já, það mun náttúrulega nýtast í Reykholti í íbúðabyggðina og garðyrkjuna. Okkur hefur fjölgað svo mikið að við þurfum á þessu vatni að halda og við sjáum fram á enn meiri stækkun en okkur hefur fjölgað um 56% í Reykholti frá 2020. Og frá 2020 höfum við líka úthlutað lóðum fyrir um 100 íbúðir,” bætir Helgi við. Ármann Magnús hefur staðið vaktina í Reykholti með sínum mönnum, sem fundu heita vatnið en brosið fer ekki af þeim síðan, sem eðlilegt er.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heita vatnið fannst á 392 metra dýpi. En Bláskógabyggð ætlar að láta bora meira eftir heitu vatni og nú á að fara með borinn Trölla á Laugarvatn og freista þess að finna líka vatn þar á planinu við Menntaskólann að Laugarvatni. Vatnið er 100 gráðu heitt og mun nýtast vel í allri uppbyggingu í Reykholti.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bláskógabyggð Vatn Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Erlent Fleiri fréttir Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Sjá meira
Reykholt er byggðakjarni í Bláskógabyggð þar sem íbúum fjölgar stöðugt enda mikið byggt á staðnum. Þar eru líka öflugar garðyrkjustöðvar og því stór lottóvinningur að finna allt þetta heita vatn í ört stækkandi samfélagi. Það voru starfsmenn Ræktunarsambands Flóa og Skeiða á Selfossi, sem fundu allt þetta heita vatn með bornum Trölla. „Við vorum afskaplega heppin, fengum vatn í fyrstu tilraun, 15 til 20 sekúndu lítra af hundrað gráðu heitu vatni, þannig að við erum gríðarlega ánægð með árangurinn,” segir Helgi Kjartansson, oddviti Bláskógabyggðar. „Við erum náttúrulega búin að vera að vinna í þessu með Ísor núna í tvö ár að staðsetja svona vinnsluholur, tókum prufuholur,” segir Helgi. Helgi Kjartansson, oddviti Bláskógabyggðar (t.v.) og Guðmundur Ármann Böðvarsson, framkvæmdastjóri Ræktunarsambands Flóa og Skeiða, sem eru að sjálfsögðu hæstánægðir með að hafa fundið allt þetta heita vatn í Reykholti í Bláskógabyggð.Magnús Hlynur Hreiðarsson Oddvitinn segir að heita vatnið eigi eftir að nýtast mjög vel. „Já, já, það mun náttúrulega nýtast í Reykholti í íbúðabyggðina og garðyrkjuna. Okkur hefur fjölgað svo mikið að við þurfum á þessu vatni að halda og við sjáum fram á enn meiri stækkun en okkur hefur fjölgað um 56% í Reykholti frá 2020. Og frá 2020 höfum við líka úthlutað lóðum fyrir um 100 íbúðir,” bætir Helgi við. Ármann Magnús hefur staðið vaktina í Reykholti með sínum mönnum, sem fundu heita vatnið en brosið fer ekki af þeim síðan, sem eðlilegt er.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heita vatnið fannst á 392 metra dýpi. En Bláskógabyggð ætlar að láta bora meira eftir heitu vatni og nú á að fara með borinn Trölla á Laugarvatn og freista þess að finna líka vatn þar á planinu við Menntaskólann að Laugarvatni. Vatnið er 100 gráðu heitt og mun nýtast vel í allri uppbyggingu í Reykholti.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Bláskógabyggð Vatn Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Erlent Fleiri fréttir Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Sjá meira