Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. febrúar 2025 16:11 Frá vettvangi í Örebro í dag. AP/Kicki Nilsson Svanfríður Birgisdóttir, einn af skólastjórum Campus Risbergska-skólans í Örebro í Svíþjóð, segir alla í áfalli eftir að skotárás var gerð á skólann um hádegisbil í dag. Um það bil tíu manns eru taldir látnir. Einn þeirra látnu er talinn vera árásarmaðurinn. Um er að ræða stærsta fullorðinsskóla bæjarins þar sem sjö þúsund eru í námi og tvö til þrjú þúsund sækja nám á degi hverjum. „Við erum rosalega sjokkeruð öll. Maður trúir þessu eiginlega ekki,“ segir Svanfríður sem var meðal þeirra sem flúðu skólann þegar skotárásin hófst. Hún var stödd á krísufundi í ráðhúsinu með öðrum skólastjórum skólans þegar Vísir náði af henni tali. „Ég á eiginlega engin orð. Þetta er óraunverulegt,“ segir Svanfríður og leggur áherslu á að margt sé enn á huldu. Til dæmis hvort árásarmaðurinn hafi verið einn eða fleiri. Á blaðamannafundi sænsku lögreglunnar eftir hádegið kom fram að lögregla hefði grun um að einn þeirra sem fannst særður kunni að vera árásarmaðurinn í málinu. Þá kom fram að lögregla í Örebro hefði ákveðið að rýma sex skóla og einn veitingastað í nágrenninu. Að minnsta kosti sex hafa verið fluttir á sjúkrahús vegna sára sinna og greindi lögregla að einhver hafi þegar gengist undir aðgerð. Samkvæmt umfjöllun sænska miðilsins SVT létust um tíu manns. Lögreglan á svæðinu telur að árásarmaðurinn sé meðal þeirra látnu. Svanfríður var meðal mikils fjölda fólks sem flúði úr húsi á meðan einhverjir læstu sig inni í skólastofum þegar skothvellirnir heyrðust. Hasarinn hafi verið mikill. Blóðug föt og kroppar á gólfinu „Þú getur ímyndað þér þegar þessi massi fer af stað þegar það er skotið. Það voru þyrlur, sjúkrabílar, lögreglubílar, öskrandi fólk, blóðug föt og kroppar á gólfinu,“ segir Svanfríður um ástandið. Svanfríður segir skothvellina enn óma í höfðinu á sér. „Þetta var bara skotárás, eins og í bíómynd,“ segir Svanfríður og lýsir ástandinu þegar árásin hófst. Þúsundir nemenda og kennara ýmist flúðu út úr húsi eða læstu sig inn í skólastofum og fylgdu þar til gerðum rýmingaráætlunum sem taka bæði til möguleikans að flýja úr húsi eða komast í skjól innanhúss. „Það eru til rútínur og plön fyrir allt. Það eru tvö ár síðan við gerðum ofboðslega stóra æfingu með öllum. Það kunna þetta allir hérna núna.“ Ekkert lengur eins og þruma úr heiðskíru Aðspurð hvort skotárásin hafi komið eins og þruma úr heiðskíru lofti svarar hún fyrst játandi en hugsar sig svo um. „Samt, það kemur ekkert eins og þruma úr heiðskíru lofti lengur.“ Vísar hún til endurtekinna sprenginga í Stokkhólmi í því samhengi. Þá segir hún skjót viðbrögð lögreglu til marks um að lögregla sé við öllu búin. „Lögregla var rosalega fljót á staðinn. Ég hef aldrei á ævi minni séð neitt þessu líkt.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Íslendingar erlendis Svíþjóð Skotárás í Örebro Mest lesið Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Sjá meira
Um er að ræða stærsta fullorðinsskóla bæjarins þar sem sjö þúsund eru í námi og tvö til þrjú þúsund sækja nám á degi hverjum. „Við erum rosalega sjokkeruð öll. Maður trúir þessu eiginlega ekki,“ segir Svanfríður sem var meðal þeirra sem flúðu skólann þegar skotárásin hófst. Hún var stödd á krísufundi í ráðhúsinu með öðrum skólastjórum skólans þegar Vísir náði af henni tali. „Ég á eiginlega engin orð. Þetta er óraunverulegt,“ segir Svanfríður og leggur áherslu á að margt sé enn á huldu. Til dæmis hvort árásarmaðurinn hafi verið einn eða fleiri. Á blaðamannafundi sænsku lögreglunnar eftir hádegið kom fram að lögregla hefði grun um að einn þeirra sem fannst særður kunni að vera árásarmaðurinn í málinu. Þá kom fram að lögregla í Örebro hefði ákveðið að rýma sex skóla og einn veitingastað í nágrenninu. Að minnsta kosti sex hafa verið fluttir á sjúkrahús vegna sára sinna og greindi lögregla að einhver hafi þegar gengist undir aðgerð. Samkvæmt umfjöllun sænska miðilsins SVT létust um tíu manns. Lögreglan á svæðinu telur að árásarmaðurinn sé meðal þeirra látnu. Svanfríður var meðal mikils fjölda fólks sem flúði úr húsi á meðan einhverjir læstu sig inni í skólastofum þegar skothvellirnir heyrðust. Hasarinn hafi verið mikill. Blóðug föt og kroppar á gólfinu „Þú getur ímyndað þér þegar þessi massi fer af stað þegar það er skotið. Það voru þyrlur, sjúkrabílar, lögreglubílar, öskrandi fólk, blóðug föt og kroppar á gólfinu,“ segir Svanfríður um ástandið. Svanfríður segir skothvellina enn óma í höfðinu á sér. „Þetta var bara skotárás, eins og í bíómynd,“ segir Svanfríður og lýsir ástandinu þegar árásin hófst. Þúsundir nemenda og kennara ýmist flúðu út úr húsi eða læstu sig inn í skólastofum og fylgdu þar til gerðum rýmingaráætlunum sem taka bæði til möguleikans að flýja úr húsi eða komast í skjól innanhúss. „Það eru til rútínur og plön fyrir allt. Það eru tvö ár síðan við gerðum ofboðslega stóra æfingu með öllum. Það kunna þetta allir hérna núna.“ Ekkert lengur eins og þruma úr heiðskíru Aðspurð hvort skotárásin hafi komið eins og þruma úr heiðskíru lofti svarar hún fyrst játandi en hugsar sig svo um. „Samt, það kemur ekkert eins og þruma úr heiðskíru lofti lengur.“ Vísar hún til endurtekinna sprenginga í Stokkhólmi í því samhengi. Þá segir hún skjót viðbrögð lögreglu til marks um að lögregla sé við öllu búin. „Lögregla var rosalega fljót á staðinn. Ég hef aldrei á ævi minni séð neitt þessu líkt.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Íslendingar erlendis Svíþjóð Skotárás í Örebro Mest lesið Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Sjá meira