Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Kjartan Kjartansson skrifar 5. febrúar 2025 13:58 Hallormsstaðaskógur bindur umtalsvert kolefni. Íslenskir fræðimenn hafa undanfarið deilt um ágæti skógræktar sem kolefnisbindingar. Vísir/Vilhelm Heildarbinding í skógum er alltaf meiri en í graslendi samkvæmt þeim rannsóknum sem hafa verið gerðar. Opinber stofnun sem fer með skógrækt og landgræðslu gerir athugasemdir við frétt Ríkisútvarpsins þar sem það gagnstæða var fullyrt. Ríkisútvarpið fullyrti að meiri kolefnisbinding væri í beitilandi en skógi í frétt sem það birti á sunnudag. Vísað var til ummæla og rannsóknar Önnu Guðrúnar Þórhallsdóttur, prófessors í landnýtingu við Háskólann á Hólum, á samanburði á beitilandi og friðuðu landi. Hún gagnrýndi að fé væri farið í skógrækt þar sem skógar á norðurslóðum byndu ekki kolefni. Land og skógur, stofnunin sem varð til við samruna Skógræktar og Landgræðslu ríkisins, gerir athugasemdir við fréttaflutninginn í grein á vefsíðu sinni, þar á meðal það sem hún kallar villandi orðalag um kolefnisbindingu í graslendi annars vegar og skóglendi hins vegar. Ótvírætt sé að mikið kolefni bindist í ræktuðum skógum á Íslandi og sú binding nálgist hálfa milljóna tonna koltvísýringsígilda. Fátt virðist hins vegar fast í hendi um að beit sé öflugri aðferð til aukinnar kolefnisbindingar en skógrækt eða önnur sjálfbær landnýting. Anna Guðrún Þórhallsdóttir, prófessor við ferðamáladeild Háskólans á Hólum. Fullyrðingar byggist aðeins á bindingu jarðvegar Athugasemdir Lands og skógar snúast að mestu leyti um að RÚV hafi slegið því upp að meiri kolefnisbinding væri í beitilandi en skógi þegar það byggðist aðeins á bindingu jarðvegarins sjálfs, ekki vistkerfisins í heild sinni. Skosk rannsókn sem vísað var til í frétt RÚV um að kolefnisbinding í jarðvegi geti verið meiri í graslendi en skóglendi sé ekki sú eina sem bendi til þess. Hins vegar sýni þær allar að heildarbinding vistkerfis skógar sé ávallt metin meiri en heildarbinding graslendis. Áhrif beitar á losun og bindingu kolefnis í vistkerfum hafi verið rannsökuð erlendis og hérlendis. Þær gefi ólíkar niðurstöður. Beit geti ýmist leitt til aukinnar losunar kolefnis, haft engin áhrif eða leitt til aukinnar bindingar. Það fari eftir hvaða landgerð sé beitt og hvernig beit sé stýrt. „Á Íslandi er vafalaust hægt að binda kolefni í jarðvegi samhliða beit. Til að það gerist þarf hins vegar bæði góða beitarstýringu og gott óframræst beitiland,“ segir í athugasemdinni. Tré fjarlægi ekki kolefni úr jarðvegi Sérstaka athugasemd gerir stofnunin við orð sem voru höfð eftir Önnu Guðrúnu um að trjáplöntur vaxi á kolefni sem graslendi hafi þegar bundið og að kolefni í jarðvegi minnki þegar það færist upp í stofn trjáa. Allur kolefnisforði trjáa komi þvert á móti úr andrúmslofti með ljóstillífun sem sé knúin sólarorku. Trén taki kolefnið ekki upp úr jarðveginum og flytja það út í stofn og greinar. „Kolefnisbinding í gróðurlendi verður fyrir tilstilli ljóstillífunar plantnanna sem nota sólarljós, vatn og koltvísýring til að búa til súrefni og orku í formi sykurs. Kolefnið nota plönturnar sem meginbyggingarefni í vefjum sínum. Það er ekki komið úr moldinni heldur loftinu,“ segir í athugasemdinni. Talað þvers og kruss um bindingu Nokkuð hefur verið deilt um ágæti skógræktar til kolefnisbindingar, ekki síst í tengslum við kolefnisbindingarverkefni fyrirtækisins Yggdrasils í landi Saltvíkur utan við Húsavík. Þar héldu gagnrýnendur því meðal annars fram að ekki yrði raunveruleg kolefnisbinding vegna þess að mólendi hefði verið spillt fyrir ræktun trjánna. Anna Guðrún, sem RÚV byggði frétt sína sem Land og skógur gerir athugasemdir við nú, sagði sama miðli í ágúst að lággróður líkt og sá sem var plægður fyrir norðan væri betri til kolefnisbindingar en skógur. Fulltrúi Yggdrasils og sérfræðingur Lands og skógar sagði að herfun mólendisins ylli tímabundinni losun kolefnis en að nettóbinding yrði af skógræktinni til lengri tíma litið. Loftslagsmál Landbúnaður Skógrækt og landgræðsla Vísindi Ríkisútvarpið Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Fleiri fréttir Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Sjá meira
Ríkisútvarpið fullyrti að meiri kolefnisbinding væri í beitilandi en skógi í frétt sem það birti á sunnudag. Vísað var til ummæla og rannsóknar Önnu Guðrúnar Þórhallsdóttur, prófessors í landnýtingu við Háskólann á Hólum, á samanburði á beitilandi og friðuðu landi. Hún gagnrýndi að fé væri farið í skógrækt þar sem skógar á norðurslóðum byndu ekki kolefni. Land og skógur, stofnunin sem varð til við samruna Skógræktar og Landgræðslu ríkisins, gerir athugasemdir við fréttaflutninginn í grein á vefsíðu sinni, þar á meðal það sem hún kallar villandi orðalag um kolefnisbindingu í graslendi annars vegar og skóglendi hins vegar. Ótvírætt sé að mikið kolefni bindist í ræktuðum skógum á Íslandi og sú binding nálgist hálfa milljóna tonna koltvísýringsígilda. Fátt virðist hins vegar fast í hendi um að beit sé öflugri aðferð til aukinnar kolefnisbindingar en skógrækt eða önnur sjálfbær landnýting. Anna Guðrún Þórhallsdóttir, prófessor við ferðamáladeild Háskólans á Hólum. Fullyrðingar byggist aðeins á bindingu jarðvegar Athugasemdir Lands og skógar snúast að mestu leyti um að RÚV hafi slegið því upp að meiri kolefnisbinding væri í beitilandi en skógi þegar það byggðist aðeins á bindingu jarðvegarins sjálfs, ekki vistkerfisins í heild sinni. Skosk rannsókn sem vísað var til í frétt RÚV um að kolefnisbinding í jarðvegi geti verið meiri í graslendi en skóglendi sé ekki sú eina sem bendi til þess. Hins vegar sýni þær allar að heildarbinding vistkerfis skógar sé ávallt metin meiri en heildarbinding graslendis. Áhrif beitar á losun og bindingu kolefnis í vistkerfum hafi verið rannsökuð erlendis og hérlendis. Þær gefi ólíkar niðurstöður. Beit geti ýmist leitt til aukinnar losunar kolefnis, haft engin áhrif eða leitt til aukinnar bindingar. Það fari eftir hvaða landgerð sé beitt og hvernig beit sé stýrt. „Á Íslandi er vafalaust hægt að binda kolefni í jarðvegi samhliða beit. Til að það gerist þarf hins vegar bæði góða beitarstýringu og gott óframræst beitiland,“ segir í athugasemdinni. Tré fjarlægi ekki kolefni úr jarðvegi Sérstaka athugasemd gerir stofnunin við orð sem voru höfð eftir Önnu Guðrúnu um að trjáplöntur vaxi á kolefni sem graslendi hafi þegar bundið og að kolefni í jarðvegi minnki þegar það færist upp í stofn trjáa. Allur kolefnisforði trjáa komi þvert á móti úr andrúmslofti með ljóstillífun sem sé knúin sólarorku. Trén taki kolefnið ekki upp úr jarðveginum og flytja það út í stofn og greinar. „Kolefnisbinding í gróðurlendi verður fyrir tilstilli ljóstillífunar plantnanna sem nota sólarljós, vatn og koltvísýring til að búa til súrefni og orku í formi sykurs. Kolefnið nota plönturnar sem meginbyggingarefni í vefjum sínum. Það er ekki komið úr moldinni heldur loftinu,“ segir í athugasemdinni. Talað þvers og kruss um bindingu Nokkuð hefur verið deilt um ágæti skógræktar til kolefnisbindingar, ekki síst í tengslum við kolefnisbindingarverkefni fyrirtækisins Yggdrasils í landi Saltvíkur utan við Húsavík. Þar héldu gagnrýnendur því meðal annars fram að ekki yrði raunveruleg kolefnisbinding vegna þess að mólendi hefði verið spillt fyrir ræktun trjánna. Anna Guðrún, sem RÚV byggði frétt sína sem Land og skógur gerir athugasemdir við nú, sagði sama miðli í ágúst að lággróður líkt og sá sem var plægður fyrir norðan væri betri til kolefnisbindingar en skógur. Fulltrúi Yggdrasils og sérfræðingur Lands og skógar sagði að herfun mólendisins ylli tímabundinni losun kolefnis en að nettóbinding yrði af skógræktinni til lengri tíma litið.
Loftslagsmál Landbúnaður Skógrækt og landgræðsla Vísindi Ríkisútvarpið Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Fleiri fréttir Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels