Óvenjulegt að allt landið sé undir Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 5. febrúar 2025 20:13 Runólfur Þórhallsson segir mikið mæða á viðbragðsaðilum. Vísir/Arnar Halldórsson Rauðar og appelsínugular veðurviðvaranir eru um allt land í kvöld og á morgun og hættustig almannavarna er í gildi. Margar tilkynningar um fok- og vatnstjón hafa borist viðbragðsaðilum. Óvissa er með skólastarf í höfuðborginni. Vegna hættustigsins hefur samhæfingarmiðstöð almannavarna í miklu að snúast að styðja við allar aðgerðastjórnir um land allt. „Já það mæðir fyrst og fremst á lögreglufólkinu okkar úti, björgunarsveitum og öðrum viðbragðsaðilum. Þau sem standa mest í ströngu. Við í samhæfingarmiðstöðinni höfum því hlutverki að gegna að styðja við aðgerðarstjórnir um allt land, vera í samskiptum við fulltrúa orkukerfanna, Landsnet og Rarik og fleiri aðila sem að tryggja okkur þessa þjónustu sem við reiðum okkur á á hverjum degi. Það er nóg að gera núna,“ segir Runólfur Þórhallsson, sviðsstjóri almannavarna. Mörg verkefni eru á borði viðbragðsaðila, flest á höfuðborgarsvæðinu. Að sögn Runólfs hafa á annað hundrað verkefni verið skráð á höfuðborgarsvæðinu, flest varðandi foktjón. Þá hefur fólk einnig orðið fyrir vatnstjón vegna mikillar rigningar. „Svo sjáum við að á Vesturlandi, Snæfellsnesi og Suðurlandi eru að koma inn töluvert af verkefnum. Þannig að veðrið færir sig yfir landið. Þetta er óvenjuleg staða að vera með allt landið undir,“ segir Runólfur. Óvissa er með skólahald í fyrramálið en klukkan átta í fyrramálið verða rauðar viðvaranir í gildi á Vesturlandi, Suðausturlandi, Austurlandi og höfuðborgarsvæðinu. Foreldrar reykvískra barna voru hvött til að halda sig heima á meðan óveðrið gengur yfir. Lágmarksmönnunun verður í grunn- og leikskólum. Í ítrustu neyð geta börn komið í skólann en þurfa þá að tilkynna komu barnsins með tölvupósti til skólastjórnenda. „Ég hvet ykkur öll til að fylgjast mjög vel með skilaboðum frá Veðurstofunni, frá skólastjórum. Það kemur annar hvellur í fyrramálið, það er rauð veðurviðvörun í gildi á morgun. Við þurfum öll að fylgjast rosalega vel með skilaboðum frá okkur og Veðurstofu og Vegagerð,“ segir Runólfur. Veður Almannavarnir Reykjavík Skóla- og menntamál Óveður 5. og 6. febrúar 2025 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Fleiri fréttir Kólnar í kvöld og allvíða næturfrost Kólnar þegar líður á vikuna Milt veður og víða væta Rigning með köflum víðast hvar Blautt víðast hvar Dálítil rigning og lægðir á sveimi Væta með köflum og dregur úr vindi Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Hvasst og samfelld rigning austast Má reikna með vatnavöxtum suðaustantil Rigning í dag Víðast hægur vindur og hiti að fimmtán stigum Rigning norðan- og austantil en bjart suðvestanlands Léttskýjað vestan- og sunnantil en blautara annars staðar Hiti að tuttugu stigum og hlýjast sunnantil Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Hlýtt og rakt loft yfir landinu Vindur á undanhaldi og hiti að tuttugu stigum Blæs hressilega af austri á landinu Gul viðvörun á Suðurlandi vegna hvassviðris Kröpp lægð stjórnar veðrinu næstu daga Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Litlar breytingar á hlaupi í Hvítá við Húsafell frá því í gær Skýjað, lítilsháttar væta og temmilega hlýtt Hiti að 21 stigi í dag Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Hægviðri og hiti að nítján stigum Norðlæg átt og víðast hvar væta Hlýjast suðaustantil Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Sjá meira
Vegna hættustigsins hefur samhæfingarmiðstöð almannavarna í miklu að snúast að styðja við allar aðgerðastjórnir um land allt. „Já það mæðir fyrst og fremst á lögreglufólkinu okkar úti, björgunarsveitum og öðrum viðbragðsaðilum. Þau sem standa mest í ströngu. Við í samhæfingarmiðstöðinni höfum því hlutverki að gegna að styðja við aðgerðarstjórnir um allt land, vera í samskiptum við fulltrúa orkukerfanna, Landsnet og Rarik og fleiri aðila sem að tryggja okkur þessa þjónustu sem við reiðum okkur á á hverjum degi. Það er nóg að gera núna,“ segir Runólfur Þórhallsson, sviðsstjóri almannavarna. Mörg verkefni eru á borði viðbragðsaðila, flest á höfuðborgarsvæðinu. Að sögn Runólfs hafa á annað hundrað verkefni verið skráð á höfuðborgarsvæðinu, flest varðandi foktjón. Þá hefur fólk einnig orðið fyrir vatnstjón vegna mikillar rigningar. „Svo sjáum við að á Vesturlandi, Snæfellsnesi og Suðurlandi eru að koma inn töluvert af verkefnum. Þannig að veðrið færir sig yfir landið. Þetta er óvenjuleg staða að vera með allt landið undir,“ segir Runólfur. Óvissa er með skólahald í fyrramálið en klukkan átta í fyrramálið verða rauðar viðvaranir í gildi á Vesturlandi, Suðausturlandi, Austurlandi og höfuðborgarsvæðinu. Foreldrar reykvískra barna voru hvött til að halda sig heima á meðan óveðrið gengur yfir. Lágmarksmönnunun verður í grunn- og leikskólum. Í ítrustu neyð geta börn komið í skólann en þurfa þá að tilkynna komu barnsins með tölvupósti til skólastjórnenda. „Ég hvet ykkur öll til að fylgjast mjög vel með skilaboðum frá Veðurstofunni, frá skólastjórum. Það kemur annar hvellur í fyrramálið, það er rauð veðurviðvörun í gildi á morgun. Við þurfum öll að fylgjast rosalega vel með skilaboðum frá okkur og Veðurstofu og Vegagerð,“ segir Runólfur.
Veður Almannavarnir Reykjavík Skóla- og menntamál Óveður 5. og 6. febrúar 2025 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Fleiri fréttir Kólnar í kvöld og allvíða næturfrost Kólnar þegar líður á vikuna Milt veður og víða væta Rigning með köflum víðast hvar Blautt víðast hvar Dálítil rigning og lægðir á sveimi Væta með köflum og dregur úr vindi Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Hvasst og samfelld rigning austast Má reikna með vatnavöxtum suðaustantil Rigning í dag Víðast hægur vindur og hiti að fimmtán stigum Rigning norðan- og austantil en bjart suðvestanlands Léttskýjað vestan- og sunnantil en blautara annars staðar Hiti að tuttugu stigum og hlýjast sunnantil Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Hlýtt og rakt loft yfir landinu Vindur á undanhaldi og hiti að tuttugu stigum Blæs hressilega af austri á landinu Gul viðvörun á Suðurlandi vegna hvassviðris Kröpp lægð stjórnar veðrinu næstu daga Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Litlar breytingar á hlaupi í Hvítá við Húsafell frá því í gær Skýjað, lítilsháttar væta og temmilega hlýtt Hiti að 21 stigi í dag Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Hægviðri og hiti að nítján stigum Norðlæg átt og víðast hvar væta Hlýjast suðaustantil Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Sjá meira