Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Atli Ísleifsson skrifar 6. febrúar 2025 11:29 Dóra Björt Guðjónsdóttir er formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Dóra og aðrir borgarfulltrúar fara fram á að Kópavogsbær fresti því að loka endurvinnslustöðinni við Dalveg í september. Vísir/Arnar/Sorpa Borgarfulltrúar í Reykjavík hafa farið fram á að Kópavogsbær fresti lokun endurvinnslustöðvarinnar á Dalvegi. Til stendur að loka stöðinni í september næstkomandi og segja borgarfulltrúarnir ljóst að álagið muni fyrir vikið aukast á endurvinnslustöðvum í Reykjavík. Þetta kom fram á fundi umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur í gær þar sem fulltrúi Sorpu mætti til að fara yfir breytingar á endurvinnslustöðvum og hvaða áhrif þær muni hafi á þjónustu. Kópavogsbær hefur þegar tilkynnt að endurvinnslustöðinni við Dalveg verði lokað fyrsta dag septembermánaðar vegna skipulagsbreytinga í Kópavogsdal. Tillaga liggur fyrir um nýja endurvinnslustöð sem byggð verður á Glaðheimasvæðinu í Kópavogi „á næstu tveimur til fjórum árum“. Í fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar segir að heimsóknir á endurvinnslustöð Sorpu við Dalveg séu um 180 þúsund á ári. Í bókun borgarfulltrúa í ráðinu – bæði úr meiri- og minnihluta – segir að telja megi nokkuð víst að þær heimsóknir flytjist á stöðvarnar við Jafnasel og Sævarhöfða í Reykjavík. „Þær eru nú þegar mjög ásettar. Til að mæta auknu álagi er m.a. til skoðunar að fækka úrgangsflokkum við Jafnasel sem þýðir þjónustuskerðing við íbúa Breiðholts. Við fögnum því að til standi að reisa nýja endurvinnslustöð við Glaðheima í Kópavogi, en fer jafnframt fram á að Kópavogsbær fresti skilum á lóð endurvinnslustöðvar við Dalveg þar til reist hefur verið ný endurvinnslustöð við Glaðheima. Lokun við Dalveg þann 1. september nk. myndi valda verulegri þjónustuskerðingu fyrir íbúa Reykjavíkur, Kópavogs og Garðabæjar,“ segir í bókuninni. Kópavogsbær gerir ráð fyrir að ný endurvinnslustöð verði opnuð á Glaðheimasvæðinu eftir „tvö til fjögur ár“.Sorpa Hver er ábyrgð sveitarfélaga á eigin sorpi? Í sérstakri bókun áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, Einar Sveinbjarnar Guðmundssonar, segir ljóst að með lokuninni á Dalvegi skapist meira álag á aðrar stöðvar. „Einnig vakna spurningar um hvað varðar ábyrgð sveitarfélaga á sínu eigin sorpi - ef svo má að orði komast. Í raun má halda því fram að ef Kópavogsbær ákveður að loka endurvinnslustöðinni við Dalveg ætti bærinn að setja upp sambærilega stöð annars staðar í bænum í stað þess að ætlast til þess að umferðin á Dalveg færist þá í nágrannasveitarfélögin með tilheyrandi álagi. Í kynningu er talað um breyttan opnunartíma á endurvinnslustöðinni á Breiðhellu í Hafnarfirði til að komast til móts við þessa breytingu. Fulltrúinn vill því ítreka að með lokun stöðvarinnar við Dalveg mun umferðarálag líklega aukast á aðrar stöðvar - sem ekki er á bætandi þegar litið er til þess umferðarþunga sem á þessu svæði er á annatímum,“ segir í bókun áheyrnarfulltrúans. Sorpa Reykjavík Kópavogur Skipulag Tengdar fréttir Loka Sorpustöðinni við Dalveg í Kópavogi eftir tæp tvö ár Móttökustöð Sorpu við Dalveg í Kópavogi verður lokað í september 2024. Lóðinni var úthlutað til bráðabirgða árið 1991 og í samstarfssamningi Sjálfstæðismanna og Framsóknarmanna í Kópavogi kom fram að hugað yrði að flutningi stöðvarinnar þar sem ekki er gert ráð fyrir henni í aðalskipulagi. 21. október 2022 07:33 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Fleiri fréttir Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Sjá meira
Þetta kom fram á fundi umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur í gær þar sem fulltrúi Sorpu mætti til að fara yfir breytingar á endurvinnslustöðvum og hvaða áhrif þær muni hafi á þjónustu. Kópavogsbær hefur þegar tilkynnt að endurvinnslustöðinni við Dalveg verði lokað fyrsta dag septembermánaðar vegna skipulagsbreytinga í Kópavogsdal. Tillaga liggur fyrir um nýja endurvinnslustöð sem byggð verður á Glaðheimasvæðinu í Kópavogi „á næstu tveimur til fjórum árum“. Í fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar segir að heimsóknir á endurvinnslustöð Sorpu við Dalveg séu um 180 þúsund á ári. Í bókun borgarfulltrúa í ráðinu – bæði úr meiri- og minnihluta – segir að telja megi nokkuð víst að þær heimsóknir flytjist á stöðvarnar við Jafnasel og Sævarhöfða í Reykjavík. „Þær eru nú þegar mjög ásettar. Til að mæta auknu álagi er m.a. til skoðunar að fækka úrgangsflokkum við Jafnasel sem þýðir þjónustuskerðing við íbúa Breiðholts. Við fögnum því að til standi að reisa nýja endurvinnslustöð við Glaðheima í Kópavogi, en fer jafnframt fram á að Kópavogsbær fresti skilum á lóð endurvinnslustöðvar við Dalveg þar til reist hefur verið ný endurvinnslustöð við Glaðheima. Lokun við Dalveg þann 1. september nk. myndi valda verulegri þjónustuskerðingu fyrir íbúa Reykjavíkur, Kópavogs og Garðabæjar,“ segir í bókuninni. Kópavogsbær gerir ráð fyrir að ný endurvinnslustöð verði opnuð á Glaðheimasvæðinu eftir „tvö til fjögur ár“.Sorpa Hver er ábyrgð sveitarfélaga á eigin sorpi? Í sérstakri bókun áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, Einar Sveinbjarnar Guðmundssonar, segir ljóst að með lokuninni á Dalvegi skapist meira álag á aðrar stöðvar. „Einnig vakna spurningar um hvað varðar ábyrgð sveitarfélaga á sínu eigin sorpi - ef svo má að orði komast. Í raun má halda því fram að ef Kópavogsbær ákveður að loka endurvinnslustöðinni við Dalveg ætti bærinn að setja upp sambærilega stöð annars staðar í bænum í stað þess að ætlast til þess að umferðin á Dalveg færist þá í nágrannasveitarfélögin með tilheyrandi álagi. Í kynningu er talað um breyttan opnunartíma á endurvinnslustöðinni á Breiðhellu í Hafnarfirði til að komast til móts við þessa breytingu. Fulltrúinn vill því ítreka að með lokun stöðvarinnar við Dalveg mun umferðarálag líklega aukast á aðrar stöðvar - sem ekki er á bætandi þegar litið er til þess umferðarþunga sem á þessu svæði er á annatímum,“ segir í bókun áheyrnarfulltrúans.
Sorpa Reykjavík Kópavogur Skipulag Tengdar fréttir Loka Sorpustöðinni við Dalveg í Kópavogi eftir tæp tvö ár Móttökustöð Sorpu við Dalveg í Kópavogi verður lokað í september 2024. Lóðinni var úthlutað til bráðabirgða árið 1991 og í samstarfssamningi Sjálfstæðismanna og Framsóknarmanna í Kópavogi kom fram að hugað yrði að flutningi stöðvarinnar þar sem ekki er gert ráð fyrir henni í aðalskipulagi. 21. október 2022 07:33 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Fleiri fréttir Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Sjá meira
Loka Sorpustöðinni við Dalveg í Kópavogi eftir tæp tvö ár Móttökustöð Sorpu við Dalveg í Kópavogi verður lokað í september 2024. Lóðinni var úthlutað til bráðabirgða árið 1991 og í samstarfssamningi Sjálfstæðismanna og Framsóknarmanna í Kópavogi kom fram að hugað yrði að flutningi stöðvarinnar þar sem ekki er gert ráð fyrir henni í aðalskipulagi. 21. október 2022 07:33