Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. febrúar 2025 20:06 Knútur og Helena, eigendur Friðheima, sem þurfa að borga vel yfir 10 milljónir króna á hverjum mánuði vegna raflýsingar í gróðurhúsunum þeirra. Magnús Hlynur Hreiðarsson Hjón með garðyrkjustöð í Uppsveitum Árnessýslu þurfa að greiða vel yfir tíu milljónir króna á mánuði vegna rafmagns í gróðurhúsum sínum. Þau óttast að einhverjir garðyrkjubændur munu hætta að rækta íslenskt grænmeti vegna háa raforkuverðsins, sem sé að sliga bændur. Á Friðheimum í Reykholti í Bláskógabyggð eru þau Helena Hermundardóttir og Knútur Rafn með myndarlega ylræktarstöð þar sem þau rækta tómata, gúrkur og fleira íslenskt grænmeti, auk þess að taka á móti ferðamönnum í gróðurhúsinu. Rafmagnsreikningurinn hjá garðyrkjubændum, sem stunda ylrækt hækkað um 25% um síðustu áramót. „Rafmagnsmálin eru náttúrulega í grafalvarlegir stöðu og við erum einhvern vegin komin með ótrúlegan veruleika á Íslandi þar sem að orkan, rafmagnið, sem við héldum og höfum alltaf reiknað með að yrði á sanngjörnu verði. Rafmagnsverð á Íslandi er bara að nálgast það verð, sem er í Evrópu því það hafa orðið svo miklar hækkanir á okkur núna síðustu árin og sérstaklega núna um áramótin þegar rafmagnsreikningurinn hjá okkur hækkað um 25 prósent,” segir Knútur. Það þýðir að nú þurfa eigendur Friðheima að borga rúmlega 10 milljónir króna í rafmagnsreikning um hver mánaðarmót. Verð á raforku til garðyrkjubænda hækkaði um 25% um síðustu áramót.Magnús Hlynur Hreiðarsson En heldur Knútur að einhverjir muni hætta eða gefast upp? „Ef að ekki verður breyting þarna og lagfæring þá mun það gerast, það er alveg ljóst,” segir Knútur og bætir við. Knútur Rafn Ármann garðyrkjubóndi á Friðheimum, sem óttast að einhverjir garðyrkjubændur munu gefast upp vegna háa raforkuverðsins, sem er að sliga marga þeirra.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Íslensk garðyrkja er náttúrulega atvinnugrein, sem við eigum að vera stolt af og við erum að nýta okkar grænu orku og við erum að nýta okkar náttúruauðlindar til þess að búa til hollan og góðan mat fyrir okkur sjálf og það er ótrúlegt ef svona pólitískt umhverfi í kringum rafmagnsmálin á Íslandi ætli að fara að ýta þessari atvinnugrein út af markaði.” En á Knútur einhver skilaboð til nýrrar ríkisstjórnar? „Já, koma bara strax til verka því það skiptir gríðarlega miklu máli að bregðast hratt við því að þetta er allt að gerast núna. Við fengum á okkur risa hækkun núna 1. janúar, þannig að þarf að bregðast hratt við.” Verð á raforku til garðyrkjubænda hækkaði um 25% um síðustu áramót.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bláskógabyggð Garðyrkja Orkumál Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Fleiri fréttir Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira
Á Friðheimum í Reykholti í Bláskógabyggð eru þau Helena Hermundardóttir og Knútur Rafn með myndarlega ylræktarstöð þar sem þau rækta tómata, gúrkur og fleira íslenskt grænmeti, auk þess að taka á móti ferðamönnum í gróðurhúsinu. Rafmagnsreikningurinn hjá garðyrkjubændum, sem stunda ylrækt hækkað um 25% um síðustu áramót. „Rafmagnsmálin eru náttúrulega í grafalvarlegir stöðu og við erum einhvern vegin komin með ótrúlegan veruleika á Íslandi þar sem að orkan, rafmagnið, sem við héldum og höfum alltaf reiknað með að yrði á sanngjörnu verði. Rafmagnsverð á Íslandi er bara að nálgast það verð, sem er í Evrópu því það hafa orðið svo miklar hækkanir á okkur núna síðustu árin og sérstaklega núna um áramótin þegar rafmagnsreikningurinn hjá okkur hækkað um 25 prósent,” segir Knútur. Það þýðir að nú þurfa eigendur Friðheima að borga rúmlega 10 milljónir króna í rafmagnsreikning um hver mánaðarmót. Verð á raforku til garðyrkjubænda hækkaði um 25% um síðustu áramót.Magnús Hlynur Hreiðarsson En heldur Knútur að einhverjir muni hætta eða gefast upp? „Ef að ekki verður breyting þarna og lagfæring þá mun það gerast, það er alveg ljóst,” segir Knútur og bætir við. Knútur Rafn Ármann garðyrkjubóndi á Friðheimum, sem óttast að einhverjir garðyrkjubændur munu gefast upp vegna háa raforkuverðsins, sem er að sliga marga þeirra.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Íslensk garðyrkja er náttúrulega atvinnugrein, sem við eigum að vera stolt af og við erum að nýta okkar grænu orku og við erum að nýta okkar náttúruauðlindar til þess að búa til hollan og góðan mat fyrir okkur sjálf og það er ótrúlegt ef svona pólitískt umhverfi í kringum rafmagnsmálin á Íslandi ætli að fara að ýta þessari atvinnugrein út af markaði.” En á Knútur einhver skilaboð til nýrrar ríkisstjórnar? „Já, koma bara strax til verka því það skiptir gríðarlega miklu máli að bregðast hratt við því að þetta er allt að gerast núna. Við fengum á okkur risa hækkun núna 1. janúar, þannig að þarf að bregðast hratt við.” Verð á raforku til garðyrkjubænda hækkaði um 25% um síðustu áramót.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Bláskógabyggð Garðyrkja Orkumál Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Fleiri fréttir Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira