Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar 6. febrúar 2025 17:01 Undanfarið hefur mikil umræða skapast um öryggi sjúkraflugs á Íslandi í ljósi ákvörðunar um að loka austur/vestur-flugbraut Reykjavíkurflugvallar. Þetta er ekki bara tæknilegt atriði heldur mál sem snertir líf og heilsu fólks um allt land. Hvernig getur það talist ásættanlegt að mannslíf séu sett í hættu vegna trjágróðurs? Þegar fjölskylda mín þurfti á sjúkraflugi að halda, skipti hver sekúnda máli. Enginn á að þurfa að velta því fyrir sér hvort tafir valdi óbætanlegu tjóni – hvort næsti ástvinur lifi það af eða ekki. Það er óásættanlegt að líf fólks úti á landi sé látið mæta afgangi þegar hægt er að bregðast við með einföldum hætti. Við sem búum á landsbyggðinni höfum sætt okkur við margar áskoranir, en það að heilbrigðisöryggi okkar sé sett til hliðar vegna trjáa er ekki eitt af þeim atriðum sem við munum þegja yfir. Ef trén í Öskjuhlíð standa í vegi fyrir lífi okkar, þá þurfa þau að víkja. Hér er ekki um neina tilfinningalega afstöðu til gróðurs að ræða – þetta snýst um jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu, hvar sem fólk býr á landinu. Við getum ekki sætt okkur við að líf okkar, barna okkar, foreldra okkar og maka sé sett í hættu vegna tregðu stjórnvalda til að taka ákvörðun sem ætti að vera sjálfsögð. Líf og heilsu fólks eru ekki samningsatriði. Ábyrgðin er skýr – Reykjavíkurborg, Samgöngustofa og Isavia þurfa að bregðast við núna. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem sjúkraflug stendur frammi fyrir hindrunum vegna skorts á skýrum ákvörðunum. Sagan hefur sýnt okkur hvað tafir á slíkum málum geta haft í för með sér, og það er ekki ásættanlegt að bíða eftir hörmulegum afleiðingum til að sjá af hverju viðbrögð skipta máli. Takmarkanir eiga að taka gildi eftir tvo daga. Reykjavíkurborg var í vor gert að lækka trjágróðurinn í Öskjuhlíð til að tryggja flugöryggi. Ekki hefur náðst samkomulag um hve mörg tré þurfi að fella og því hefur málið tafist. Fram kemur í erindi Samgöngustofu til Isavia að takmarkanir nái einnig til sjúkraflugs. Hvert er verðmæti mannslífa? Getur einhver horft í augun á fjölskyldu sem hefur misst ástvin og sagt að trén hafi verið mikilvægari? Getur einhver tekið þá ábyrgð? Þau sem hafa svarað fyrri póstinum mínum eru sammála – við krefjumst lausnar. Nú er svo komið að flugbrautinni verður lokað eftir tvo/einn dag. Þetta má ekki gerast. Við biðjum ekki lengur – við krefjumst tafarlausra aðgerða til að tryggja öryggi sjúkraflugs og rétt landsbyggðarfólks til öruggrar heilbrigðisþjónustu. Greinahöfundur er búsett á landsbyggðinni og hefur þurft á eigin skinni oftar en einu sinni að nýta sjúkraflug um þessa flugbraut. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavíkurflugvöllur Sif Huld Albertsdóttir Sjúkraflutningar Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur mikil umræða skapast um öryggi sjúkraflugs á Íslandi í ljósi ákvörðunar um að loka austur/vestur-flugbraut Reykjavíkurflugvallar. Þetta er ekki bara tæknilegt atriði heldur mál sem snertir líf og heilsu fólks um allt land. Hvernig getur það talist ásættanlegt að mannslíf séu sett í hættu vegna trjágróðurs? Þegar fjölskylda mín þurfti á sjúkraflugi að halda, skipti hver sekúnda máli. Enginn á að þurfa að velta því fyrir sér hvort tafir valdi óbætanlegu tjóni – hvort næsti ástvinur lifi það af eða ekki. Það er óásættanlegt að líf fólks úti á landi sé látið mæta afgangi þegar hægt er að bregðast við með einföldum hætti. Við sem búum á landsbyggðinni höfum sætt okkur við margar áskoranir, en það að heilbrigðisöryggi okkar sé sett til hliðar vegna trjáa er ekki eitt af þeim atriðum sem við munum þegja yfir. Ef trén í Öskjuhlíð standa í vegi fyrir lífi okkar, þá þurfa þau að víkja. Hér er ekki um neina tilfinningalega afstöðu til gróðurs að ræða – þetta snýst um jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu, hvar sem fólk býr á landinu. Við getum ekki sætt okkur við að líf okkar, barna okkar, foreldra okkar og maka sé sett í hættu vegna tregðu stjórnvalda til að taka ákvörðun sem ætti að vera sjálfsögð. Líf og heilsu fólks eru ekki samningsatriði. Ábyrgðin er skýr – Reykjavíkurborg, Samgöngustofa og Isavia þurfa að bregðast við núna. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem sjúkraflug stendur frammi fyrir hindrunum vegna skorts á skýrum ákvörðunum. Sagan hefur sýnt okkur hvað tafir á slíkum málum geta haft í för með sér, og það er ekki ásættanlegt að bíða eftir hörmulegum afleiðingum til að sjá af hverju viðbrögð skipta máli. Takmarkanir eiga að taka gildi eftir tvo daga. Reykjavíkurborg var í vor gert að lækka trjágróðurinn í Öskjuhlíð til að tryggja flugöryggi. Ekki hefur náðst samkomulag um hve mörg tré þurfi að fella og því hefur málið tafist. Fram kemur í erindi Samgöngustofu til Isavia að takmarkanir nái einnig til sjúkraflugs. Hvert er verðmæti mannslífa? Getur einhver horft í augun á fjölskyldu sem hefur misst ástvin og sagt að trén hafi verið mikilvægari? Getur einhver tekið þá ábyrgð? Þau sem hafa svarað fyrri póstinum mínum eru sammála – við krefjumst lausnar. Nú er svo komið að flugbrautinni verður lokað eftir tvo/einn dag. Þetta má ekki gerast. Við biðjum ekki lengur – við krefjumst tafarlausra aðgerða til að tryggja öryggi sjúkraflugs og rétt landsbyggðarfólks til öruggrar heilbrigðisþjónustu. Greinahöfundur er búsett á landsbyggðinni og hefur þurft á eigin skinni oftar en einu sinni að nýta sjúkraflug um þessa flugbraut.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun