„Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 6. febrúar 2025 19:09 „Mér sýnist, þegar við skoðum aðdragandann og lýsum yfir hættustigi í kjölfar rauðra viðvarana, að almannavarnakerfið fór hratt upp á tærnar og brást vel við,“ segir Runólfur Þórhallsson sviðsstjóri Almannavarna. Vísir/Einar Almannavarnir starfa enn á hættustigi á Austfjörðum vegna óveðursins sem reið yfir landið í dag. Sviðsstjóri Almannavarna segir verkefnin undanfarin sólarhring hafa verið fjölbreytt og viðbragðsaðilar standi enn í verkefnum á Austfjörðum. Runólfur Þórhallsson sviðsstjóri Almannavarna ræddi aðgerðir síðasta sólarhrings í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Óveðrið gekk niður víðast hvar síðdegis en Almannavarnir starfa enn á hættustigi á Austfjörðum vegna þess. Til hafi staðið að aflétta því klukkan sex í dag en ákveðið hafi verið að framlengja það. „Það eru ennþá verkefni í gangi á Austfjörðum. Meðal annars hefur flætt yfir hringveginn og það hafa rofnað aðrir vegir. Við erum ekki alveg komin fyrir vind, bókstaflega,“ segir Runólfur. Verkefnin hafi verið fjölbreytt og víða um land, sem sé óvenjulegt. Flestir hafi þó fylgt fyrirmælum og haldið sig innandyra. „Mikið um foktjón, samgöngutruflanir, rafmagnstruflanir, rafmagnsleysi, bæði á Vesturlandi og Suðurlandi. Þannig að þetta er mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið undanfarna 36 klukkutíma.“ Runólfur gefur lítið fyrir umræður og gagnrýni á viðvaranir og viðbrögð Almannavarna vegna veðursins. Veðurstofan notist við eins góð gögn og hugsast getur. „Þessi rauða viðvörun er bara notuð í neyð. En þar kemur skýrt fram að það séu miklar líkur á foktjóni. Við viljum náttúrlega ekki að fólk sé mikið á ferðinni þegar það eru þakplötur og aðrir lausamunir fljúgandi. Þannig að skilaboðin voru nokkuð skýr, að vera ekki á ferðinni að nauðsynjalausu.“ Almannavarnir Óveður 5. og 6. febrúar 2025 Veður Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Runólfur Þórhallsson sviðsstjóri Almannavarna ræddi aðgerðir síðasta sólarhrings í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Óveðrið gekk niður víðast hvar síðdegis en Almannavarnir starfa enn á hættustigi á Austfjörðum vegna þess. Til hafi staðið að aflétta því klukkan sex í dag en ákveðið hafi verið að framlengja það. „Það eru ennþá verkefni í gangi á Austfjörðum. Meðal annars hefur flætt yfir hringveginn og það hafa rofnað aðrir vegir. Við erum ekki alveg komin fyrir vind, bókstaflega,“ segir Runólfur. Verkefnin hafi verið fjölbreytt og víða um land, sem sé óvenjulegt. Flestir hafi þó fylgt fyrirmælum og haldið sig innandyra. „Mikið um foktjón, samgöngutruflanir, rafmagnstruflanir, rafmagnsleysi, bæði á Vesturlandi og Suðurlandi. Þannig að þetta er mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið undanfarna 36 klukkutíma.“ Runólfur gefur lítið fyrir umræður og gagnrýni á viðvaranir og viðbrögð Almannavarna vegna veðursins. Veðurstofan notist við eins góð gögn og hugsast getur. „Þessi rauða viðvörun er bara notuð í neyð. En þar kemur skýrt fram að það séu miklar líkur á foktjóni. Við viljum náttúrlega ekki að fólk sé mikið á ferðinni þegar það eru þakplötur og aðrir lausamunir fljúgandi. Þannig að skilaboðin voru nokkuð skýr, að vera ekki á ferðinni að nauðsynjalausu.“
Almannavarnir Óveður 5. og 6. febrúar 2025 Veður Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira