Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Kjartan Kjartansson skrifar 7. febrúar 2025 11:08 Frá löndun á þorski í Breiðdalsvík. Þorskur er talinn hafa verið fjórðungi stærri þegar menn námu fyrst land á Íslandi samkvæmt nýrri rannsókn. Vísir/Vilhelm Þorskar á Íslandsmiðum voru fjórðungi stærri og þrisvar sinnum eldri að meðaltali á fyrstu öldunum eftir landnám en í samtímanum. Ný rannsókn vísindamanna við Háskóla Íslands leiðir í ljós að auknar veiðar höfðu strax áhrif á stærð þorsstofnsins á 14. öld. Vísindamennirnir notuðu kvarnir úr þorskhausum frá fornleifauppgreftri í verstöðvum til þess að rannsaka þorskstofninn frá landnámstímum til samtímans. Kvarnir eru kalksteinar í innra eyra beinfiska eins og þorsks. Þær vaxa í takt við vöxt fiskanna sjálfra og úr þeim mál lesa aldur fisks og vöxt hvers árs eins og í trjáhringjum. Niðurstaðan var að þorskstofninn á 10., 11. og 12. öld hafi verið margfalt stærri en hann er í dag, að því er segir í tilkynningu á vef Háskóla Íslands um rannsóknina. Þorskur hafi verið að meðaltali fjórðungi stærri og allt að þrisvar sinnum eldri en einstaklingar í samtímanum. Hann hafi aftur á móti vaxið mun hægar en í nútímanum. Talið er að stærð stofnsins hafi takmarkað aðgang að fæðu vegna aukinnar samkeppni um hana. Haft er eftir Steven Campana, prófessor í sjávarlíffræði við Háskóla Íslands sem leiddi rannsóknina, að svo mikið hafi verið af þorski við landið að hefði kvóta verið úthlutað á landnámsöld hefði hann verið þrefalt meiri en nú auk þess sem mun auðveldara hefði verið að veiða hann. Grein um rannsóknina birtist í vísindaritinu Science Advances á miðvikudag. Steven Campana, prófessor í sjávarlíffræði við Háskóla Íslands, sem fór fyrir rannsókninni á þorskstofninum við Ísland.Kristinn Ingvarsson/Háskóli Íslands. Hefur þýðingu fyrir stofnmat í samtímanum Hægt var að merkja áhrif veiða á þorskstofninn um leið og þær hófust. Áhrifin komu þó fyrst fram af alvöru þegar veiðar jukust til þess að mæta eftirspurn eftir skreið á Evrópumörkuðum á 14. og 15. öld. Þá hafi dánartíðni í þorskstofninum hækkað. Dánartíðnin var reiknuð út frá aldurssamsetningu stofnsins. Hlutfallslega fleiri eldri einstaklinga er að finna í náttúrulegum stofnum án veiðiálags. Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir, forstöðumaður Rannsóknaseturs HÍ í Bolungarvík, segir í grein háskólans að þetta hafi þýðingu fyrir nútímahafrannsóknir. „Þetta er gífurlega mikilvæg niðurstaða bæði til að skilja umfang sögulegu veiðanna en líka þar sem náttúrleg dánartíðni þorskstofnsins er nauðsynleg við mat á stofninum í nútíma. Hingað til hefur verið ómögulegt að sannreyna hver dánartíðnin var áður en veiðar hófust.“ Vísbendingar fundust með þessum hætti um að veiðar Evrópuþjóða á Íslandsmiðum hefðu verið meiri en áður var talið. Þrátt fyrir sveiflur í loftslagi hafi veiðiálag frekar en umhverfisbreytingar verið aðaldrifkraftur langtímabreytinga á þorskstofninum. Sjávarútvegur Þorskur Vísindi Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fleiri fréttir Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sjá meira
Vísindamennirnir notuðu kvarnir úr þorskhausum frá fornleifauppgreftri í verstöðvum til þess að rannsaka þorskstofninn frá landnámstímum til samtímans. Kvarnir eru kalksteinar í innra eyra beinfiska eins og þorsks. Þær vaxa í takt við vöxt fiskanna sjálfra og úr þeim mál lesa aldur fisks og vöxt hvers árs eins og í trjáhringjum. Niðurstaðan var að þorskstofninn á 10., 11. og 12. öld hafi verið margfalt stærri en hann er í dag, að því er segir í tilkynningu á vef Háskóla Íslands um rannsóknina. Þorskur hafi verið að meðaltali fjórðungi stærri og allt að þrisvar sinnum eldri en einstaklingar í samtímanum. Hann hafi aftur á móti vaxið mun hægar en í nútímanum. Talið er að stærð stofnsins hafi takmarkað aðgang að fæðu vegna aukinnar samkeppni um hana. Haft er eftir Steven Campana, prófessor í sjávarlíffræði við Háskóla Íslands sem leiddi rannsóknina, að svo mikið hafi verið af þorski við landið að hefði kvóta verið úthlutað á landnámsöld hefði hann verið þrefalt meiri en nú auk þess sem mun auðveldara hefði verið að veiða hann. Grein um rannsóknina birtist í vísindaritinu Science Advances á miðvikudag. Steven Campana, prófessor í sjávarlíffræði við Háskóla Íslands, sem fór fyrir rannsókninni á þorskstofninum við Ísland.Kristinn Ingvarsson/Háskóli Íslands. Hefur þýðingu fyrir stofnmat í samtímanum Hægt var að merkja áhrif veiða á þorskstofninn um leið og þær hófust. Áhrifin komu þó fyrst fram af alvöru þegar veiðar jukust til þess að mæta eftirspurn eftir skreið á Evrópumörkuðum á 14. og 15. öld. Þá hafi dánartíðni í þorskstofninum hækkað. Dánartíðnin var reiknuð út frá aldurssamsetningu stofnsins. Hlutfallslega fleiri eldri einstaklinga er að finna í náttúrulegum stofnum án veiðiálags. Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir, forstöðumaður Rannsóknaseturs HÍ í Bolungarvík, segir í grein háskólans að þetta hafi þýðingu fyrir nútímahafrannsóknir. „Þetta er gífurlega mikilvæg niðurstaða bæði til að skilja umfang sögulegu veiðanna en líka þar sem náttúrleg dánartíðni þorskstofnsins er nauðsynleg við mat á stofninum í nútíma. Hingað til hefur verið ómögulegt að sannreyna hver dánartíðnin var áður en veiðar hófust.“ Vísbendingar fundust með þessum hætti um að veiðar Evrópuþjóða á Íslandsmiðum hefðu verið meiri en áður var talið. Þrátt fyrir sveiflur í loftslagi hafi veiðiálag frekar en umhverfisbreytingar verið aðaldrifkraftur langtímabreytinga á þorskstofninum.
Sjávarútvegur Þorskur Vísindi Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fleiri fréttir Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sjá meira