„Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. febrúar 2025 08:01 Katrín Tanja Davíðsdóttir hrósar vinkonu sinni Anníe Mist Þórisdóttir fyrir að þora að taka þá ákvörðun að taka ekki þátt í undankeppni heimsleikanna í CrossFit af siðferðislegum ástæðum. @katrintanja Anníe Mist Þórisdóttir tilkynnti í vikunni að hún ætli ekki að taka þátt í undankeppni heimsleikanna í CrossFit af siðferðislegum ástæðum. Tilkynning hennar hefur vakið mikla athygli en eins hefur íslenska CrossFit goðsögnin fengið mikinn stuðning úr mörgum áttum. Anníe Mist tók upp myndband þar sem hún útskýrði ákvörðun sína og það var augljóst öllum sem á horfðu hversu erfitt það var fyrir hana að taka þessa ákvörðun. Hún tók það líka fram að hún dæmi engan fyrir að skrá sig til leiks og ætlar að styðja það fólk sem gerir Open æfingarnar í hennar stöð. Í fyrsta sinn í sextán ár mun hins vegar Anníe Mist ekki taka þátt í The Open, upphafshluta undankeppni heimsleikanna. Þetta eru því stór tímamót, ekki aðeins fyrir hana heldur einnig fyrir íþróttina. Hún gagnrýndi aðgerðarleysi og ábyrgðarleysi yfirmanna CrossFit samtakanna og vill sjá meira gagnsæi. Það kallaði auðvitað á mikla gagnrýni að niðurstöðru rannsóknar um dauðaslysið á síðustu heimsleikum voru ekki gerðar opinberar. Enginn hjá CrossFit samtökunum tók heldur neina ábyrgð á því sem gerðist. Yfir 34 þúsund manns hafa líkað við myndbandið hennar Anníe á Instagram og yfir fjórtán hundruð manns hafa tjáð sig um það. Ein af þeim sem hefur tjáð sig um myndbandið og sent sinn stuðning er CrossFit goðsögnin og tvöfaldi heimsmeistarinn Katrín Tanja Davíðsdóttir. @anniethorisdottir „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér og gera það sem þú telur vera rétt sama hversu erfitt það er,“ skrifaði Katrín Tanja í athugasemdum. Claire Fikowski, eiginkona CrossFit stjörnunnar Brent Fikowski, kemst líka vel að orði í sinni athugasemd. „Það eina sem er erfiðara að taka slíka ákvörðun er að deila henni með öllum heiminum. Stolt af þér Anníe,,“ skrifaði Claire. Það eru auðvitað alls konar skoðanir og kenningar settar fram í öllum þessum athugasemdum. Sumir gagnrýna Anníe og benda á það að hún sé að styðja CrossFit samtökin með rekstri stöðvar sinnar CrossFit Reykjavík. Það sem er kannski mikilvægast er að Anníe hefir opnað fyrir mikilvæga umræðu og séð til þess að það er enn meiri pressa á yfirmönnum CrossFit samtakanna að hafa öryggismálin áfram á oddinum. Það er svo sannarlega þörf á því að taka til í þeim málum. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) CrossFit Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Handbolti Fleiri fréttir Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Halda málþing um veðmál í íslensku íþróttalífi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Ældi á svellinu eftir höfuðhögg Byrjaður að ganga fimm dögum eftir að hafa fallið sex metra úr stúkunni Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Ákalli svarað með afreksmiðstöð Sjá meira
Anníe Mist tók upp myndband þar sem hún útskýrði ákvörðun sína og það var augljóst öllum sem á horfðu hversu erfitt það var fyrir hana að taka þessa ákvörðun. Hún tók það líka fram að hún dæmi engan fyrir að skrá sig til leiks og ætlar að styðja það fólk sem gerir Open æfingarnar í hennar stöð. Í fyrsta sinn í sextán ár mun hins vegar Anníe Mist ekki taka þátt í The Open, upphafshluta undankeppni heimsleikanna. Þetta eru því stór tímamót, ekki aðeins fyrir hana heldur einnig fyrir íþróttina. Hún gagnrýndi aðgerðarleysi og ábyrgðarleysi yfirmanna CrossFit samtakanna og vill sjá meira gagnsæi. Það kallaði auðvitað á mikla gagnrýni að niðurstöðru rannsóknar um dauðaslysið á síðustu heimsleikum voru ekki gerðar opinberar. Enginn hjá CrossFit samtökunum tók heldur neina ábyrgð á því sem gerðist. Yfir 34 þúsund manns hafa líkað við myndbandið hennar Anníe á Instagram og yfir fjórtán hundruð manns hafa tjáð sig um það. Ein af þeim sem hefur tjáð sig um myndbandið og sent sinn stuðning er CrossFit goðsögnin og tvöfaldi heimsmeistarinn Katrín Tanja Davíðsdóttir. @anniethorisdottir „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér og gera það sem þú telur vera rétt sama hversu erfitt það er,“ skrifaði Katrín Tanja í athugasemdum. Claire Fikowski, eiginkona CrossFit stjörnunnar Brent Fikowski, kemst líka vel að orði í sinni athugasemd. „Það eina sem er erfiðara að taka slíka ákvörðun er að deila henni með öllum heiminum. Stolt af þér Anníe,,“ skrifaði Claire. Það eru auðvitað alls konar skoðanir og kenningar settar fram í öllum þessum athugasemdum. Sumir gagnrýna Anníe og benda á það að hún sé að styðja CrossFit samtökin með rekstri stöðvar sinnar CrossFit Reykjavík. Það sem er kannski mikilvægast er að Anníe hefir opnað fyrir mikilvæga umræðu og séð til þess að það er enn meiri pressa á yfirmönnum CrossFit samtakanna að hafa öryggismálin áfram á oddinum. Það er svo sannarlega þörf á því að taka til í þeim málum. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir)
CrossFit Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Handbolti Fleiri fréttir Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Halda málþing um veðmál í íslensku íþróttalífi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Ældi á svellinu eftir höfuðhögg Byrjaður að ganga fimm dögum eftir að hafa fallið sex metra úr stúkunni Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Ákalli svarað með afreksmiðstöð Sjá meira