Við þurfum raunverulegt nýtt upphaf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 10. febrúar 2025 08:01 Vel heppnaður og fjölmennur fundur fór fram í Salnum í Kópavogi á laugardaginn þar sem Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, lýsti yfir framboði sínu til formennsku í flokknum á landsfundi hans um næstu mánaðarmót. Fólk bæði alls staðar að af landinu og alls staðar úr Sjálfstæðisflokknum mætti á staðinn og féll ræða Guðrúnar ljóslega í afar góðan jarðveg hjá viðstöddum sem klöppuðu ákaft og ítrekað á meðan á henni stóð. Ég hitti fyrir gamla félaga í Sambandi ungra sjálfstæðismanna á fundinum sem bæði voru samherjar mínir á þeim vettvangi í den og í hinu liðinu. Við sjálfstæðismenn höfum í gegnum tíðina eytt alltof mikilli orku í átök innan flokksins. Þó sjálfsagt sé að takast á um málefni getur slíkt gengið of langt og orðið skaðlegt. Guðrún er ekki í neinu liði innan Sjálfstæðisflokksins ólíkt til dæmis Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur sem einnig gefur kost á sér. Guðrún er einfaldlega sjálfstæðismaður. Meðal þeirra sem unnið hafa með Guðrúnu er hún þekkt fyrir það að virkja fólk til samvinnu, láta verkin tala og ná árangri. Guðrún kemur úr atvinnulífinu, úr heimi lítilla og meðalstórra fyrirtækja, þar sem slíkt skiptir öllu og skilur á milli feigs og ófeigs. Ekki er nóg að segja réttu hlutina, það eru verkin sem gilda. Þá nálgun vantar tilfinnanlega í stjórnmálin. Ekki sízt þar sem ríkrar tilhneigingar gætir til þess að sætta sig við það að hlutirnir gerist hægt – gerist þeir á annað borð. Fáninn og fálkinn í öndvegi Hvað fund Guðrúnar að öðru leyti varðar vakti einnig athygli að bæði íslenzki fáninn og fálkinn, merki Sjálfstæðisflokksins, voru í öndvegi. Fánaborg var þannig við innganginn á Salnum og fálkinn áberandi bæði á ræðupúltinu og til hliðar við það. Var haft á orði að þetta væri annað en á framboðsfundi Áslaugar Örnu á dögunum þar sem hvorugt var sjáanlegt. Þess í stað bauð Áslaug upp á nýtt merki og svaraði ekki með afgerandi hætti aðspurð hvort það ætti að koma í stað fálkans. Fleira vakti athygli fólks. Hluti þingflokks sjálfstæðismanna mætti á fundinn en talsvert var fjallað um það í fjölmiðlum þegar fundur Áslaugar fór fram að enginn úr þingflokknum fyrir utan hana sjálfa skyldi láta sjá sig. Voru ýmsar vangaveltur uppi um það hvað skýrði þetta. Meðal annars að þingmennirnir vildu mögulega halda sig til hlés vegna stöðu sinnar. Það kom þó ekki í veg fyrir að þingmenn mættu á fund Guðrúnar. Virtist málið hið vandræðalegasta fyrir framboð Áslaugar. Við sjálfstæðismenn þurfum ekki meira af því sama eftir það sem á undan er gengið. Vandséð er hvernig formaður, sem sat í fimm ár við ríkisstjórnarborðið með Vinstri grænum þar sem teknar voru þær ófáu ákvarðanir sem valdið hafa megnri óánægju í röðum okkar sjálfstæðismanna, fóru gegn grunngildum Sjálfstæðisflokksins og hafa í seinni tíð átt stærstan þátt í þeirri stöðu sem við stöndum frammi fyrir, getur talizt trúverðug endurnýjun. Við þurfum raunverulegt nýtt upphaf. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Vel heppnaður og fjölmennur fundur fór fram í Salnum í Kópavogi á laugardaginn þar sem Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, lýsti yfir framboði sínu til formennsku í flokknum á landsfundi hans um næstu mánaðarmót. Fólk bæði alls staðar að af landinu og alls staðar úr Sjálfstæðisflokknum mætti á staðinn og féll ræða Guðrúnar ljóslega í afar góðan jarðveg hjá viðstöddum sem klöppuðu ákaft og ítrekað á meðan á henni stóð. Ég hitti fyrir gamla félaga í Sambandi ungra sjálfstæðismanna á fundinum sem bæði voru samherjar mínir á þeim vettvangi í den og í hinu liðinu. Við sjálfstæðismenn höfum í gegnum tíðina eytt alltof mikilli orku í átök innan flokksins. Þó sjálfsagt sé að takast á um málefni getur slíkt gengið of langt og orðið skaðlegt. Guðrún er ekki í neinu liði innan Sjálfstæðisflokksins ólíkt til dæmis Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur sem einnig gefur kost á sér. Guðrún er einfaldlega sjálfstæðismaður. Meðal þeirra sem unnið hafa með Guðrúnu er hún þekkt fyrir það að virkja fólk til samvinnu, láta verkin tala og ná árangri. Guðrún kemur úr atvinnulífinu, úr heimi lítilla og meðalstórra fyrirtækja, þar sem slíkt skiptir öllu og skilur á milli feigs og ófeigs. Ekki er nóg að segja réttu hlutina, það eru verkin sem gilda. Þá nálgun vantar tilfinnanlega í stjórnmálin. Ekki sízt þar sem ríkrar tilhneigingar gætir til þess að sætta sig við það að hlutirnir gerist hægt – gerist þeir á annað borð. Fáninn og fálkinn í öndvegi Hvað fund Guðrúnar að öðru leyti varðar vakti einnig athygli að bæði íslenzki fáninn og fálkinn, merki Sjálfstæðisflokksins, voru í öndvegi. Fánaborg var þannig við innganginn á Salnum og fálkinn áberandi bæði á ræðupúltinu og til hliðar við það. Var haft á orði að þetta væri annað en á framboðsfundi Áslaugar Örnu á dögunum þar sem hvorugt var sjáanlegt. Þess í stað bauð Áslaug upp á nýtt merki og svaraði ekki með afgerandi hætti aðspurð hvort það ætti að koma í stað fálkans. Fleira vakti athygli fólks. Hluti þingflokks sjálfstæðismanna mætti á fundinn en talsvert var fjallað um það í fjölmiðlum þegar fundur Áslaugar fór fram að enginn úr þingflokknum fyrir utan hana sjálfa skyldi láta sjá sig. Voru ýmsar vangaveltur uppi um það hvað skýrði þetta. Meðal annars að þingmennirnir vildu mögulega halda sig til hlés vegna stöðu sinnar. Það kom þó ekki í veg fyrir að þingmenn mættu á fund Guðrúnar. Virtist málið hið vandræðalegasta fyrir framboð Áslaugar. Við sjálfstæðismenn þurfum ekki meira af því sama eftir það sem á undan er gengið. Vandséð er hvernig formaður, sem sat í fimm ár við ríkisstjórnarborðið með Vinstri grænum þar sem teknar voru þær ófáu ákvarðanir sem valdið hafa megnri óánægju í röðum okkar sjálfstæðismanna, fóru gegn grunngildum Sjálfstæðisflokksins og hafa í seinni tíð átt stærstan þátt í þeirri stöðu sem við stöndum frammi fyrir, getur talizt trúverðug endurnýjun. Við þurfum raunverulegt nýtt upphaf. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is.
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun