Sorg barna - Verndandi þættir Matthildur Bjarnadóttir skrifar 10. febrúar 2025 09:03 Þeir uppalendur sem ég hef hitt sem eru að ala upp barn eftir einhvers konar missi eiga það sameiginlegt að óttast að missirinn hafi hamlandi og niðurbrjótandi áhrif á barnið þeirra. Þau eru að velta því fyrir sér hvort að það verði í lagi með barnið þrátt fyrir erfiðleika og sömuleiðis hvað sé hægt að gera til þess að hjálpa þeim að vaxa og dafna og eignast gott líf. Rannsóknir sem hafa verið gerðar á sorgarúrvinnslu barna á borð við The Harvard Child Bereavement Study benda til þess að nokkrir lykilþættir geti haft verndandi áhrif á börn í sorg. Þeir þættir sem stuðla að góðri aðlögun barna við sárum missi og gera það að verkum að þeim gengur betur að vinna sig í gegnum verkefni sorgarinnar eru: sterk sjálfsmynd og trú á eigin getu fáar breytingar á daglegu lífi eftir missi og lítið auka álag í tengslum við breytingar notkun barnsins á virkum tilfinningalegum bjargráðum örugg tengsl við foreldra að eiga foreldri sem tekst á við sína sorg á heilbrigðan hátt og nýtir virk tilfinningaleg bjargráð í sinni úrvinnslu Virk tilfinningaleg bjargráð er allt það sem fólk grípur til sem hjálpar þeim að takast á við aðstæður en flýja þær ekki. Vanvirk tilfinningaleg bjargráð fela það í sér að reyna að forðast vanlíðan eftir bestu getu en reynslan sýnir að slíkar aðferðir ganga ekki til lengdar og leysa engan vanda. Dæmi um slík viðbrögð væri að skella sök á manneskjur; annað hvort aðra eða sjálfan sig, að dreifa huganum og forðast þannig vandamál og hvers kyns neysla sem er til þess gerð að deyfa og forðast erfiðar tilfinningar t.a.m. áfengis- og vímuefnaneysla. Annað sem einkennir vanvirk bjargráð er félagsleg einangrun sem þá felur einnig í sér að afþakka aðstoð og stuðning. Kjarni þessara vanvirku aðferða er hugsunin ,,það er ekkert sem ég get gert”. Þegar foreldri hefur ekki trú á eigin getu er sömuleiðis líklegt að barnið hugsi um sig á sama hátt. Ýmsar rannsóknir á einstaklingum í sorg hafa sýnt fram á að þau sem geta endurskilgreint vandamál og fundið ljósa punkta í erfiðum aðstæðum gengur betur að vinna sig í gegnum áföll. Þarna getur t.d. húmor gegnt mikilvægu hlutverki því hann byggir m.a. á því að geta fjarlægt sig aðstæðunum tímabundið og séð þær frá öðru og þá kómískara sjónarhorni. Partur af virkum tilfinningalegum bjargráðum er að geta viðrað tilfinningar sínar við aðra í stað þess að loka þær inni. Best er þegar manneskjur geta bæði tjáð sig um jákvæðar og neikvæðar tilfinningar á hátt sem fælir ekki áheyrendurna í burtu. Getan til að þiggja stuðning er líka hluti af þessum árangursríku bjargráðum. Sú geta dregur ekki úr virkni þess sem syrgir og þiggur aðstoðina heldur þvert á móti eykur hana og auðveldar syrgjandi fólki að framkvæma ýmsa erfiða hluti sem aftur eykur sjálfstraust þeirra. Besta forspáin um það hversu vel barni muni ganga að aðlagast erfiðum missi er virkni og bjargráð uppalenda eða eftirlifandi foreldris. Fjölskyldan sem heild er einnig stór áhrifaþáttur en þeim fjölskyldum sem gengur vel að aðlagast missi eru samheldnar, ástunda virk bjargráð, tala opinskátt um þau sem eru látin eða missinn sem þau urðu fyrir og geta endurskilgreint missinn á þann hátt að koma líka auga á jákvæða þætti í erfiðri lífsreynslu. Þegar fullorðna fólkið er fullorðið geta börnin fengið að vera börn og þroskast á sínum hraða í öruggu skjóli. Höfundur er prestur við Vídalínskirkju í Garðabæ og verkefnastjóri Arnarins, minningar- og styrktarsjóðs. Arnarvængir.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sorg Börn og uppeldi Matthildur Bjarnadóttir Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Þeir uppalendur sem ég hef hitt sem eru að ala upp barn eftir einhvers konar missi eiga það sameiginlegt að óttast að missirinn hafi hamlandi og niðurbrjótandi áhrif á barnið þeirra. Þau eru að velta því fyrir sér hvort að það verði í lagi með barnið þrátt fyrir erfiðleika og sömuleiðis hvað sé hægt að gera til þess að hjálpa þeim að vaxa og dafna og eignast gott líf. Rannsóknir sem hafa verið gerðar á sorgarúrvinnslu barna á borð við The Harvard Child Bereavement Study benda til þess að nokkrir lykilþættir geti haft verndandi áhrif á börn í sorg. Þeir þættir sem stuðla að góðri aðlögun barna við sárum missi og gera það að verkum að þeim gengur betur að vinna sig í gegnum verkefni sorgarinnar eru: sterk sjálfsmynd og trú á eigin getu fáar breytingar á daglegu lífi eftir missi og lítið auka álag í tengslum við breytingar notkun barnsins á virkum tilfinningalegum bjargráðum örugg tengsl við foreldra að eiga foreldri sem tekst á við sína sorg á heilbrigðan hátt og nýtir virk tilfinningaleg bjargráð í sinni úrvinnslu Virk tilfinningaleg bjargráð er allt það sem fólk grípur til sem hjálpar þeim að takast á við aðstæður en flýja þær ekki. Vanvirk tilfinningaleg bjargráð fela það í sér að reyna að forðast vanlíðan eftir bestu getu en reynslan sýnir að slíkar aðferðir ganga ekki til lengdar og leysa engan vanda. Dæmi um slík viðbrögð væri að skella sök á manneskjur; annað hvort aðra eða sjálfan sig, að dreifa huganum og forðast þannig vandamál og hvers kyns neysla sem er til þess gerð að deyfa og forðast erfiðar tilfinningar t.a.m. áfengis- og vímuefnaneysla. Annað sem einkennir vanvirk bjargráð er félagsleg einangrun sem þá felur einnig í sér að afþakka aðstoð og stuðning. Kjarni þessara vanvirku aðferða er hugsunin ,,það er ekkert sem ég get gert”. Þegar foreldri hefur ekki trú á eigin getu er sömuleiðis líklegt að barnið hugsi um sig á sama hátt. Ýmsar rannsóknir á einstaklingum í sorg hafa sýnt fram á að þau sem geta endurskilgreint vandamál og fundið ljósa punkta í erfiðum aðstæðum gengur betur að vinna sig í gegnum áföll. Þarna getur t.d. húmor gegnt mikilvægu hlutverki því hann byggir m.a. á því að geta fjarlægt sig aðstæðunum tímabundið og séð þær frá öðru og þá kómískara sjónarhorni. Partur af virkum tilfinningalegum bjargráðum er að geta viðrað tilfinningar sínar við aðra í stað þess að loka þær inni. Best er þegar manneskjur geta bæði tjáð sig um jákvæðar og neikvæðar tilfinningar á hátt sem fælir ekki áheyrendurna í burtu. Getan til að þiggja stuðning er líka hluti af þessum árangursríku bjargráðum. Sú geta dregur ekki úr virkni þess sem syrgir og þiggur aðstoðina heldur þvert á móti eykur hana og auðveldar syrgjandi fólki að framkvæma ýmsa erfiða hluti sem aftur eykur sjálfstraust þeirra. Besta forspáin um það hversu vel barni muni ganga að aðlagast erfiðum missi er virkni og bjargráð uppalenda eða eftirlifandi foreldris. Fjölskyldan sem heild er einnig stór áhrifaþáttur en þeim fjölskyldum sem gengur vel að aðlagast missi eru samheldnar, ástunda virk bjargráð, tala opinskátt um þau sem eru látin eða missinn sem þau urðu fyrir og geta endurskilgreint missinn á þann hátt að koma líka auga á jákvæða þætti í erfiðri lífsreynslu. Þegar fullorðna fólkið er fullorðið geta börnin fengið að vera börn og þroskast á sínum hraða í öruggu skjóli. Höfundur er prestur við Vídalínskirkju í Garðabæ og verkefnastjóri Arnarins, minningar- og styrktarsjóðs. Arnarvængir.is.
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun