Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Sindri Sverrisson skrifar 11. febrúar 2025 07:30 Úlfur Arnar Jökulsson var í tvígang nálægt því að koma Fjölni aftur upp í Bestu deildina. vísir/Diego Fótboltaþjálfaranum Úlfi Arnari Jökulssyni, sem síðustu tvö ár hefur verið með Fjölni í harðri baráttu um sæti í Bestu deild karla, var í gær óvænt vikið úr starfi. Knattspyrnudeild Fjölnis greindi frá því í gærkvöld að búið væri að rifta ráðningarsamningi við Úlf og er honum þar þakkað fyrir áralangt samstarf. Tímasetning ákvörðunarinnar vekur sérstaklega athygli en fjórir og hálfur mánuður eru síðan að síðustu leiktíð lauk hjá Fjölnismönnum sem töpuðu samtals 3-1 gegn Aftureldingu í undanúrslitum umspils um að komast upp í Bestu deildina. Í frétt Fótbolta.net um málið er haft eftir heimildamanni að „ákveðin deyfð hafi verið yfir liðinu, stemningsleysi og óánægja með umgjörð. Stjórnin hafi talið sig knúna til að taka þessa ákvörðun.“ Úlfur stýrði Fjölni í tvö tímabil og fyrra árið endaði liðið í 3. sæti Lengjudeildarinnar en tapaði svo fyrir Vestra í undanúrslitum umspils um að komast í Bestu deildina, samtals 2-1. Í fyrra endaði liðið tveimur stigum á eftir toppliði ÍBV, sem komst beint upp í Bestu deildina, eftir að hafa aðeins unnið einn af síðustu níu leikjum sínum. Liðið féll svo út í umspili gegn Aftureldingu eins og fyrr segir. Í frétt Fótbolta.net segir að „Herra Fjölnir“, Gunnar Már Guðmundsson, sé líklegastur til að taka við Fjölnisliðinu en hann er þjálfari Þróttar í Vogum. Gunnar lék lengi með Fjölni og tók þátt í að koma liðinu upp allar deildir Íslandsmótsins og hefur einnig þjálfað hjá félaginu. Björgvin Jón Bjarnason, formaður knattspyrnudeildar Fjölnis, segir í tilkynningu í gærkvöld: „Við viljum þakka Úlla áralangt samstarf. Undir hans stjórn hefur fjöldi ungra pilta úr Grafarvogi fengið tækifæri með meistaraflokki félagsins. Þá hefur árangur liðsins verði með ágætum. Honum fylgja bestu óskir um gæfu í því sem hann tekur sér fyrir hendur.“ Úlfur Arnar segir í sömu tilkynningu: „Ég vil þakka öllum leikmönnum, þjálfarateymi og öðrum sem hafa verið hluti af þessu verkefni fyrir frábært samstarf. Mér hefur þótt heiður að vinna með þessum hópi, og ég er stoltur af þeirri vegferð sem við höfum verið á saman, sérstaklega með ungu leikmennina sem hafa vaxið og þróast innan félagsins. Ég óska Fjölni alls hins besta í framtíðinni og hlakka til næstu áskorana á mínum þjálfaraferli.“ Fjölnir Lengjudeild karla Mest lesið Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Fleiri fréttir FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Í beinni: Þróttur - Tindastóll | Sársvekktir gestir í Dalnum Í beinni: Stjarnan - Valur | Fá gestirnir á sig fyrsta markið? Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sjá meira
Knattspyrnudeild Fjölnis greindi frá því í gærkvöld að búið væri að rifta ráðningarsamningi við Úlf og er honum þar þakkað fyrir áralangt samstarf. Tímasetning ákvörðunarinnar vekur sérstaklega athygli en fjórir og hálfur mánuður eru síðan að síðustu leiktíð lauk hjá Fjölnismönnum sem töpuðu samtals 3-1 gegn Aftureldingu í undanúrslitum umspils um að komast upp í Bestu deildina. Í frétt Fótbolta.net um málið er haft eftir heimildamanni að „ákveðin deyfð hafi verið yfir liðinu, stemningsleysi og óánægja með umgjörð. Stjórnin hafi talið sig knúna til að taka þessa ákvörðun.“ Úlfur stýrði Fjölni í tvö tímabil og fyrra árið endaði liðið í 3. sæti Lengjudeildarinnar en tapaði svo fyrir Vestra í undanúrslitum umspils um að komast í Bestu deildina, samtals 2-1. Í fyrra endaði liðið tveimur stigum á eftir toppliði ÍBV, sem komst beint upp í Bestu deildina, eftir að hafa aðeins unnið einn af síðustu níu leikjum sínum. Liðið féll svo út í umspili gegn Aftureldingu eins og fyrr segir. Í frétt Fótbolta.net segir að „Herra Fjölnir“, Gunnar Már Guðmundsson, sé líklegastur til að taka við Fjölnisliðinu en hann er þjálfari Þróttar í Vogum. Gunnar lék lengi með Fjölni og tók þátt í að koma liðinu upp allar deildir Íslandsmótsins og hefur einnig þjálfað hjá félaginu. Björgvin Jón Bjarnason, formaður knattspyrnudeildar Fjölnis, segir í tilkynningu í gærkvöld: „Við viljum þakka Úlla áralangt samstarf. Undir hans stjórn hefur fjöldi ungra pilta úr Grafarvogi fengið tækifæri með meistaraflokki félagsins. Þá hefur árangur liðsins verði með ágætum. Honum fylgja bestu óskir um gæfu í því sem hann tekur sér fyrir hendur.“ Úlfur Arnar segir í sömu tilkynningu: „Ég vil þakka öllum leikmönnum, þjálfarateymi og öðrum sem hafa verið hluti af þessu verkefni fyrir frábært samstarf. Mér hefur þótt heiður að vinna með þessum hópi, og ég er stoltur af þeirri vegferð sem við höfum verið á saman, sérstaklega með ungu leikmennina sem hafa vaxið og þróast innan félagsins. Ég óska Fjölni alls hins besta í framtíðinni og hlakka til næstu áskorana á mínum þjálfaraferli.“
Fjölnir Lengjudeild karla Mest lesið Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Fleiri fréttir FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Í beinni: Þróttur - Tindastóll | Sársvekktir gestir í Dalnum Í beinni: Stjarnan - Valur | Fá gestirnir á sig fyrsta markið? Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sjá meira