Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. febrúar 2025 21:00 Brimbrettakapparnir sátu sem fastast þegar fréttastofa leit við í Þorlákshöfn í dag. Vísir/bjarni Brimbrettakappar sem stöðvuðu framkvæmdir við landfyllingu í Þorlákshöfn heita því að halda mótmælum sínum áfram þar til hætt verður við áformin. Að öðrum kosti verði úti um sportið. Forseti bæjarstjórnar segir ekki hægt að koma í veg fyrir landfyllinguna og á endanum gæti þurft að siga lögreglu á brimbrettakappana. Framkvæmdir við landfyllingu í Þorlákshöfn hófust í gær en þær voru stöðvaðar þegar hópur brimbrettakappa mætti til mótmæla. Brimbrettakappar í Þorlákshöfn hafa lengi staðið í stappi við bæjaryfirvöld í Ölfusi. Kapparnir telja uppbyggingu á hafnarsvæðinu þrengja að einstakri öldu úti fyrir bænum. „Við erum semsagt að mótmæla landfyllingu undir gáma sem á að koma hérna yfir okkar útivistarsvæði og við krefjumst þess að framkvæmdin fari í umhverfismat,“ segir Egill Örn Bjarnason, stjórnarmaður í Brimbrettafélagi Íslands og einn brimbrettakappa sem mættir voru til friðsamlegra mótmæla í Þorlákshöfn í dag þegar fréttastofu bar að garði. „Einhverjir hafa verið hérna síðan klukkan sjö í morgun, ég kom um tólfleytið, og ég ætla að vera hérna áfram þangað til þetta verður stöðvað,“ segir Ari Daníel Agnarsson, brimbrettakappi. Þversagnakennt að moka yfir aðalaðdráttarafl bæjarins Mörk landfyllingarinnar í suður verða rétt við listaverkið sem Egill bendir á í innslaginu hér fyrir ofan. „Hún nær svo einhverja tugi metra þarna út og tengist nýja hafnargarðinum hér.“ Þannig að ásýndin yrði allt önnur ef þetta næði fram að ganga? „Já, þessi íþrótt fyrir okkur hér væri bara búin,“ segir Egill. En er réttlætanlegt að stöðva svona framkvæmdir með tilheyrandi fjárhagslegu tjóni, og tíma sem þarf í endurskipulag, fyrir fáeinar hræður á brimbretti? „Ótrúlega góð spurning. En bæjarfélög erlendis hafa byggst upp í kringum svona staði. Og það er ansi þversagnakennt þegar þú ætlar að moka yfir helsta aðdráttaraflið í bænum.“ Gestur Þór Kristjánsson, forseti bæjarstjórnar í Ölfusi.Vísir/Einar Gestur Þór Kristjánsson forseti bæjarstjórnar í Ölfusi segir ekki hægt að koma í veg fyrir landfyllinguna á þessu stigi. „Þetta er búið að tefjast í raun um tvö ár frá því að það var ákveðið að fara í þetta. Þetta er komið á framkvæmdastig. Vitanlega getur þetta ekki verið svona, þau eru í raun í algjörum órétti að tefja framkvæmdir og á einhverjum tímapunkti þarf kannski að kalla til lögreglu til að skakka málin,“ segir Gestur. Ölfus Deilur um iðnað í Ölfusi Aldan í Þorlákshöfn Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Sjá meira
Framkvæmdir við landfyllingu í Þorlákshöfn hófust í gær en þær voru stöðvaðar þegar hópur brimbrettakappa mætti til mótmæla. Brimbrettakappar í Þorlákshöfn hafa lengi staðið í stappi við bæjaryfirvöld í Ölfusi. Kapparnir telja uppbyggingu á hafnarsvæðinu þrengja að einstakri öldu úti fyrir bænum. „Við erum semsagt að mótmæla landfyllingu undir gáma sem á að koma hérna yfir okkar útivistarsvæði og við krefjumst þess að framkvæmdin fari í umhverfismat,“ segir Egill Örn Bjarnason, stjórnarmaður í Brimbrettafélagi Íslands og einn brimbrettakappa sem mættir voru til friðsamlegra mótmæla í Þorlákshöfn í dag þegar fréttastofu bar að garði. „Einhverjir hafa verið hérna síðan klukkan sjö í morgun, ég kom um tólfleytið, og ég ætla að vera hérna áfram þangað til þetta verður stöðvað,“ segir Ari Daníel Agnarsson, brimbrettakappi. Þversagnakennt að moka yfir aðalaðdráttarafl bæjarins Mörk landfyllingarinnar í suður verða rétt við listaverkið sem Egill bendir á í innslaginu hér fyrir ofan. „Hún nær svo einhverja tugi metra þarna út og tengist nýja hafnargarðinum hér.“ Þannig að ásýndin yrði allt önnur ef þetta næði fram að ganga? „Já, þessi íþrótt fyrir okkur hér væri bara búin,“ segir Egill. En er réttlætanlegt að stöðva svona framkvæmdir með tilheyrandi fjárhagslegu tjóni, og tíma sem þarf í endurskipulag, fyrir fáeinar hræður á brimbretti? „Ótrúlega góð spurning. En bæjarfélög erlendis hafa byggst upp í kringum svona staði. Og það er ansi þversagnakennt þegar þú ætlar að moka yfir helsta aðdráttaraflið í bænum.“ Gestur Þór Kristjánsson, forseti bæjarstjórnar í Ölfusi.Vísir/Einar Gestur Þór Kristjánsson forseti bæjarstjórnar í Ölfusi segir ekki hægt að koma í veg fyrir landfyllinguna á þessu stigi. „Þetta er búið að tefjast í raun um tvö ár frá því að það var ákveðið að fara í þetta. Þetta er komið á framkvæmdastig. Vitanlega getur þetta ekki verið svona, þau eru í raun í algjörum órétti að tefja framkvæmdir og á einhverjum tímapunkti þarf kannski að kalla til lögreglu til að skakka málin,“ segir Gestur.
Ölfus Deilur um iðnað í Ölfusi Aldan í Þorlákshöfn Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Sjá meira