Framhaldsskólakennarar funda hjá sáttasemjara Elín Margrét Böðvarsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 12. febrúar 2025 12:02 Guðjón Hreinn Hauksson er formaður Félags framhaldsskólakennara. FF Samninganefnd framhaldskólakennara mætti til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan ellefu í dag. Til stendur að ræða fyrst og fremst þau atriði er snúa að kjaraviðræðum framhaldskólakennara en í hópnum eru einnig aðrir fulltrúar Kennarasambands Íslands, þeirra á meðal Magnús Þór Jónsson formaður. Þá átti samninganefnd sveitarfélaga fund hjá ríkissáttasemjara í morgun em formaður nefndarinnar segir fátt nýtt að frétta úr viðræðum við grunn- og leikskólakennara. Formaður félags framhaldsskólakennara og aðrir fulltrúar samninganefndar kennara vildu lítið tjá sig við fjölmiðla fyrir fundinn sem er boðaður til klukkan hálf eitt í dag en óvíst hve lengi hann mun standa. Hafa kennarar leitast við að ganga samstilltir til viðræðna við bæði ríki og sveitarfélög. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu átti samninganefnd framhaldsskólakennara nokkra og langa fundi, allt upp í tólf klukkustundir, hjá ríkissáttasemjara í síðustu viku en líkt og kunnugt er eiga bæði leik-, grunn-, og framhaldsskólakennarar í viðræðum við annars vegar ríkið og hins vegar sveitarfélög. Verði ekki samið um nýjan kjarasamning fyrir 21. febrúar hefst verkfall í fimm framhaldsskólum og einum tónlistarskóla. Það eru Menntaskólinn á Akureyri, Verkmenntaskólinn á Akureyri, Borgarholtsskóli, Verkmenntaskóli Austurlands og Fjölbrautaskóli Snæfellinga. Eins og stendur er verkfall í einum leikskóla, leikskóla Snæfellsbæjar, en Félagsdómur dæmdi önnur verkföll ólögleg á sunnudaginn. Tjáir sig ekki um „ábyrgð annarra“ Þá átti samninganefnd sveitarfélaga fund hjá ríkissáttasemjara í morgun. „Við áttum samráðsfund með ríkissáttasemjara bara til að fara yfir stöðuna og það er ekkert nýtt að frétta,“ sagði Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga í samtali við fréttastofu í Karphúsinu. Aðspurð segir hún engar nýjar tillögur hafa borist frá fulltrúum kennara. Teljið þið að það verði farið í verkfallsaðgerðir í öllum skólum? „Það er þeirra að ákveða það og við virðum þeirrar aðgerðir,“ svarar Inga. Það sé vissulega mikið áhyggjuefni að enn hafi ekki verið boðað til fundar í viðræðum kennara og sveitarfélaga í ljósi þess að umfangsmeiri verkfallsaðgerðir gætu vofað yfir. „Auðvitað höldum við í vonina að við náum að semja.“ Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga.Visir/Vilhelm Fram hefur komið í umræðunni að öllu styttra hafi verið á milli aðila áður en úrskurður félagsdóms um ólögmæti kennaraverkfalla í grunn- og leiksólum lá fyrir um helgina. „Það eru nokkur atriði sem stendur á enn á milli aðila og það þarf bara að leysa úr þeim,“ svarar Inga innt eftir viðbrögðum við þessu. Meint afskipti stjórnvalda af kjaraviðræðunum á viðkvæmu stigi, þegar kennarar töldu sig hafa verið við það að skrifa undir, hafa einnig vakið umtal en Inga vildi ekkert staðfesta um hvað væri hæft í þeim efnum. „Ég get ekki tjáð mig neitt um hvað aðrir bera ábyrgð á. Við höfum bara reynt að standa vaktina hér, samninganefndir og vinna okkar vinnu, en aðkoma annarra er ekki á okkar ábyrgð,“ segir Inga. Hún segir erfitt að segja til um það hvort það fari að sjá í land. „Við gerum okkar besta og við erum alltaf tilbúin í samtal og það skiptir máli að það séu allir á þeim stað.“ Framhaldsskólaleikarnir Grunnskólar Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Kennaraverkfall 2024-25 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Sjá meira
Formaður félags framhaldsskólakennara og aðrir fulltrúar samninganefndar kennara vildu lítið tjá sig við fjölmiðla fyrir fundinn sem er boðaður til klukkan hálf eitt í dag en óvíst hve lengi hann mun standa. Hafa kennarar leitast við að ganga samstilltir til viðræðna við bæði ríki og sveitarfélög. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu átti samninganefnd framhaldsskólakennara nokkra og langa fundi, allt upp í tólf klukkustundir, hjá ríkissáttasemjara í síðustu viku en líkt og kunnugt er eiga bæði leik-, grunn-, og framhaldsskólakennarar í viðræðum við annars vegar ríkið og hins vegar sveitarfélög. Verði ekki samið um nýjan kjarasamning fyrir 21. febrúar hefst verkfall í fimm framhaldsskólum og einum tónlistarskóla. Það eru Menntaskólinn á Akureyri, Verkmenntaskólinn á Akureyri, Borgarholtsskóli, Verkmenntaskóli Austurlands og Fjölbrautaskóli Snæfellinga. Eins og stendur er verkfall í einum leikskóla, leikskóla Snæfellsbæjar, en Félagsdómur dæmdi önnur verkföll ólögleg á sunnudaginn. Tjáir sig ekki um „ábyrgð annarra“ Þá átti samninganefnd sveitarfélaga fund hjá ríkissáttasemjara í morgun. „Við áttum samráðsfund með ríkissáttasemjara bara til að fara yfir stöðuna og það er ekkert nýtt að frétta,“ sagði Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga í samtali við fréttastofu í Karphúsinu. Aðspurð segir hún engar nýjar tillögur hafa borist frá fulltrúum kennara. Teljið þið að það verði farið í verkfallsaðgerðir í öllum skólum? „Það er þeirra að ákveða það og við virðum þeirrar aðgerðir,“ svarar Inga. Það sé vissulega mikið áhyggjuefni að enn hafi ekki verið boðað til fundar í viðræðum kennara og sveitarfélaga í ljósi þess að umfangsmeiri verkfallsaðgerðir gætu vofað yfir. „Auðvitað höldum við í vonina að við náum að semja.“ Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga.Visir/Vilhelm Fram hefur komið í umræðunni að öllu styttra hafi verið á milli aðila áður en úrskurður félagsdóms um ólögmæti kennaraverkfalla í grunn- og leiksólum lá fyrir um helgina. „Það eru nokkur atriði sem stendur á enn á milli aðila og það þarf bara að leysa úr þeim,“ svarar Inga innt eftir viðbrögðum við þessu. Meint afskipti stjórnvalda af kjaraviðræðunum á viðkvæmu stigi, þegar kennarar töldu sig hafa verið við það að skrifa undir, hafa einnig vakið umtal en Inga vildi ekkert staðfesta um hvað væri hæft í þeim efnum. „Ég get ekki tjáð mig neitt um hvað aðrir bera ábyrgð á. Við höfum bara reynt að standa vaktina hér, samninganefndir og vinna okkar vinnu, en aðkoma annarra er ekki á okkar ábyrgð,“ segir Inga. Hún segir erfitt að segja til um það hvort það fari að sjá í land. „Við gerum okkar besta og við erum alltaf tilbúin í samtal og það skiptir máli að það séu allir á þeim stað.“
Framhaldsskólaleikarnir Grunnskólar Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Kennaraverkfall 2024-25 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Sjá meira