Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Sindri Sverrisson skrifar 12. febrúar 2025 14:28 Kári Kristján Kristjánsson gæti hafa spilað sinn síðasta leik í vetur. vísir/Anton Kári Kristján Kristjánsson, línumaður ÍBV og fyrrverandi landsliðsmaður, gæti hafa spilað sinn síðasta leik á þessu tímabili eftir að hafa lent í alvarlegum veikindum. Hann var orðinn fárveikur í lokaþætti HM-stofunnar á RÚV, fyrir tíu dögum síðan, og þarf nú að taka því rólega eftir að hafa meðal annars farið í hjartaþræðingu. Frá þessu greinir Kári í samtali við RÚV í dag þar sem hann segir að streptókokkasýking, sem meðhöndluð hafi verið of seint, sé talinn sennilegur orsakavaldur veikindanna. Læknir hefur tjáð Kára að hann þurfi að taka því rólega næstu þrjá mánuðina. Því gæti leiktíðinni verið lokið hjá þessum 41 árs gamla lykilmanni Eyjaliðsins sem komið er í undanúrslit Powerade-bikarsins og mætir þar Stjörnunni. „Ég veiktist helgina sem úrslitaleikurinn á HM var og steinlá næturnar tvær á undan úrslitaleiknum og var í svitakófi,“ segir Kári í viðtali við RÚV en hann vakti athygli fyrir vasklega framgöngu í HM-stofunni. Kári bætir við: „Þar að auki fann ég fyrir hálssærindum og fékk að lokum sýklalyf þegar í ljós kom að ég var kominn með streptókokka. Svo kom ég mér í gegnum alla umfjöllun í kringum úrslitaleikinn í sjónvarpinu á sunnudeginum langt frá því að vera orðinn góður og hélt svo heim til Vestmannaeyja daginn eftir.“ Kári Kristján Kristjánsson missir víst af bikarhelginni og þarf að treysta á félaga sína til að landa titlinum.vísir/Hulda Margrét Aldrei verið minna tilbúinn í að spila handboltaleik Kári reyndi svo að harka af sér og spilaði útileik gegn Fjölni þriðjudaginn 4. febrúar, tveimur dögum eftir fyrrnefndan lokaþátt HM-stofunnar. „Ég var inni á vellinum í kannski einhverjar tíu mínútur og upplifunin var eins og ég hafi aldrei verið minna tilbúinn líkamlega í að spila handboltaleik og þarna,“ segir Kári við RÚV. Ástandið tók svo að versna enn frekar og Kári fann fyrir sting í bringunni. Hann fór í læknisskoðun og var á endanum sendur með sjúkraflugi frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur. Samkvæmt frétt RÚV var Kári þá kominn með mikla hjartabólgu og höfðu ákveðin gildi hækkað hratt, og fór hann í öryggisskyni í hjartaþræðingu. Um tveir sólarhringar liðu áður en bólgurnar fóru að hjaðna en eins og fyrr segir er talið að streptókokkasýking hafi valdið veikindunum. Kári er mikill keppnismaður og vill ekki útiloka neitt varðandi það að hann spili meira á þessari leiktíð. Sé þess einhver kostur muni hann gera það. Aðeins tvær vikur eru í úrslitadagana í Powerade-bikarnum. „Það er auðvitað hundfúlt að geta ekki spilað á úrslitahelginni í bikarnum og svo styttist í úrslitakeppnina á Íslandsmótinu. En við sjáum bara hvað setur,“ segir Kári. HM karla í handbolta 2025 Olís-deild karla Powerade-bikarinn ÍBV Tengdar fréttir Kári um æxlið í bakinu á sér: „Númer eitt, tvö og þrjú að halda geðheilsunni“ 30. maí 2020 20:00 Kári Kristján verður áfram með ÍBV: „Tek annað hókípókí með krökkunum“ Línumaðurinn Kári Kristján Kristjánsson ætlar að taka eitt tímabil í viðbót með ÍBV. 12. júní 2024 12:31 Mest lesið „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Sjá meira
Frá þessu greinir Kári í samtali við RÚV í dag þar sem hann segir að streptókokkasýking, sem meðhöndluð hafi verið of seint, sé talinn sennilegur orsakavaldur veikindanna. Læknir hefur tjáð Kára að hann þurfi að taka því rólega næstu þrjá mánuðina. Því gæti leiktíðinni verið lokið hjá þessum 41 árs gamla lykilmanni Eyjaliðsins sem komið er í undanúrslit Powerade-bikarsins og mætir þar Stjörnunni. „Ég veiktist helgina sem úrslitaleikurinn á HM var og steinlá næturnar tvær á undan úrslitaleiknum og var í svitakófi,“ segir Kári í viðtali við RÚV en hann vakti athygli fyrir vasklega framgöngu í HM-stofunni. Kári bætir við: „Þar að auki fann ég fyrir hálssærindum og fékk að lokum sýklalyf þegar í ljós kom að ég var kominn með streptókokka. Svo kom ég mér í gegnum alla umfjöllun í kringum úrslitaleikinn í sjónvarpinu á sunnudeginum langt frá því að vera orðinn góður og hélt svo heim til Vestmannaeyja daginn eftir.“ Kári Kristján Kristjánsson missir víst af bikarhelginni og þarf að treysta á félaga sína til að landa titlinum.vísir/Hulda Margrét Aldrei verið minna tilbúinn í að spila handboltaleik Kári reyndi svo að harka af sér og spilaði útileik gegn Fjölni þriðjudaginn 4. febrúar, tveimur dögum eftir fyrrnefndan lokaþátt HM-stofunnar. „Ég var inni á vellinum í kannski einhverjar tíu mínútur og upplifunin var eins og ég hafi aldrei verið minna tilbúinn líkamlega í að spila handboltaleik og þarna,“ segir Kári við RÚV. Ástandið tók svo að versna enn frekar og Kári fann fyrir sting í bringunni. Hann fór í læknisskoðun og var á endanum sendur með sjúkraflugi frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur. Samkvæmt frétt RÚV var Kári þá kominn með mikla hjartabólgu og höfðu ákveðin gildi hækkað hratt, og fór hann í öryggisskyni í hjartaþræðingu. Um tveir sólarhringar liðu áður en bólgurnar fóru að hjaðna en eins og fyrr segir er talið að streptókokkasýking hafi valdið veikindunum. Kári er mikill keppnismaður og vill ekki útiloka neitt varðandi það að hann spili meira á þessari leiktíð. Sé þess einhver kostur muni hann gera það. Aðeins tvær vikur eru í úrslitadagana í Powerade-bikarnum. „Það er auðvitað hundfúlt að geta ekki spilað á úrslitahelginni í bikarnum og svo styttist í úrslitakeppnina á Íslandsmótinu. En við sjáum bara hvað setur,“ segir Kári.
HM karla í handbolta 2025 Olís-deild karla Powerade-bikarinn ÍBV Tengdar fréttir Kári um æxlið í bakinu á sér: „Númer eitt, tvö og þrjú að halda geðheilsunni“ 30. maí 2020 20:00 Kári Kristján verður áfram með ÍBV: „Tek annað hókípókí með krökkunum“ Línumaðurinn Kári Kristján Kristjánsson ætlar að taka eitt tímabil í viðbót með ÍBV. 12. júní 2024 12:31 Mest lesið „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Sjá meira
Kári Kristján verður áfram með ÍBV: „Tek annað hókípókí með krökkunum“ Línumaðurinn Kári Kristján Kristjánsson ætlar að taka eitt tímabil í viðbót með ÍBV. 12. júní 2024 12:31
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti