Tveir leikjahæstu þjálfarar efstu deildar mætast: „Höfum verið lengi í þessu“ Aron Guðmundsson skrifar 13. febrúar 2025 12:32 Sigurður Ingimundarson og Friðrik Ingi Rúnarsson leiða saman hesta sína í Bónus deild karla í körfubolta í kvöld. Vísir/Samsett mynd Sigurður Ingimundarson er mættur aftur í brúnna hjá karlaliði Keflavíkur og fær það verðuga verkefni að snúa gengi liðsins í Bónus deildinni við. Fyrsti leikur hans með liðið er í kvöld gegn Haukum. Þar mætast stálin stinn, Sigurður Ingimundarson og Friðrik Ingi Rúnarsson. Sigurður á móti Friðriki Inga. Báðir eiga þeir yfir farsælum ferli og mörgum Íslands- og bikarmeistaratitlum að skipa á toppi íslensk körfubolta. Friðrik lengst af hjá Njarðvík og Sigurður hjá Keflavík, nágrannaliðin og erkifjendurnir. Það eru ekki margir sem hefðu hugsað út í það á sínum tíma að árið 2025 að þið væruð að fara leiða ykkar hesta saman í leik. „Nei þegar að þú segir það,“ svarar Sigurður. „Við höfum nú verið lengi í þessu, bæði ég og Friðrik, mætt hvor öðrum en líka unnið saman í þessu. Það verður bara áhugavert og skemmtilegt að mæta honum aftur.“ Friðrik Ingi Rúnarsson skrifaði undir samning til sumarsins 2027 við Hauka fyrr á tímabilinu og þó svo að liðið vermi botnsæti deildarinnar hefur spilamennskan verið á uppleið undir stjórn hans.Facebook/@haukarbasket Auk þess að vera þjálfari karlaliðs Keflavíkur er Sigurður einnig þjálfari kvennaliðsins, tók við því einmitt eftir að leiðir liðsins og Friðriks Inga skildu fyrr á tímabilinu. Tölfræðisíðan Stattnördarnir hafa fyrir þennan fyrsta leik í endurkomu Sigurðar Ingimundarsonar í efstu deild karla tekið saman tölfræði frá hans þjálfaraferli í deildinni: - Sigurður hefur stýrt liði í 379 deildarleikjum og unnið 263, sigurhlutfall upp á 69,4% - Í úrslitakeppni hefur hann stýrt liði í 113 leikjum og unnið 68 sem er sigurhlutfall upp á 60,2% - Samtals gera þetta 492 leikir í efstu deild og 331 sigrar. Sigurhlutfall upp á 67,3% - Sigurður er í öðru sæti yfir heildarfjölda leikja í efstu deild, deildar- og úrslitakeppni Friðrik Ingi er efstur með 580 leiki Endilega fylgið Stattnördunum á Facebook. Það er eitt að snúa til baka og taka við einu liði. En svo æxlast málin þannig að þú þarft að taka við karlaliði Keflavíkur líka. Þurftirðu að hugsa þig eitthvað um þegar að það var leitað til þín varðandi það verkefni? „Ef ég hefði hugsað mikið um þetta, þá hefði ég líklegast ekki gert þetta. Nei staðan er bara sú að þeir eru komnir í leiðinleg mál. Þetta góða lið. Enginn vill sjá þá þar. Mér fannst bara skylda mín að hoppa á þetta og reyna að gera mitt besta til að hjálpa þeim. Ekki spurning.“ Hefur gengið bölvanlega Hvað hefur vantað upp á hjá því liði? „Erfitt að segja. Framan af tímabili eru þeir að berjast í toppbaráttunni og svo virðist eitthvað gerast. Þeir bara tapa og eftir áramót hefur þetta gengið bölvanlega. Það er oft þannig að þegar það byrjar að ganga illa er oft erfitt að snúa því við. Oft er ekkert hægt að benda fingri á hvað það er sem er að en staðan er svona. Nú erum við komnir með í þetta og ætlum að gera allt sem við getum, allir saman, til að snúa þessu við. Ég hef fulla trú á því.“ Frá leik Keflavíkur fyrr á tímabilinuVísir/Jón Gautur Það er vandasamt verkefni. Fimm leikir eftir, fimm erfiðir leikir því þú virðist ekki geta gengið að neinu vísu í þessari deild. Hvernig meturðu stöðu liðsins þegar að stutt er eftir af deildarkeppninni? „Það er rétt sem þú segir. Við erum í 10. sæti og það eru fimm mjög erfiðir leikir eftir. Þar af eru fjórir á útivelli. Þetta getur eiginlega ekki verið flóknara. Hjá okkur er það þannig að við tökum einn leik í einu. Næsti leikur er gegn Haukum og hann er mjög mikilvægur. Við ætlum að byrja á að spila hann. Eftir þann leik metum við þetta aftur.“ Hverju vill Sigurður Ingimundar ná fram í þessum liðum að loknu tímabili? Hvað viltu vera búinn að sjá? „Ég veit hvað ég vil sjá í kvennaliðinu. Þær eru að spila skemmtilegan bolta, við viljum bæta hann og gera enn betri. Ég er nú bara búinn að mæta á tvær æfingar hjá karlaliðinu og flesta hef ég nú bara ekki talað við áður. Það tekur smá tíma. En klárlega viljum við sjá alvöru körfubolta lið sem spilar saman og gerir sitt besta fyrir bæði félagana og félagið sitt. Bjartsýnn á að karlaliðið nái inn í úrslitakeppni? „Ég er alltaf bjartsýnn á Keflavík.“ Leikur Hauka og Keflavíkur í Bónus deild karla verður sýndur á Stöð 2 Bónus deildin 1 rásinni og hefst klukkan korter yfir sjö. Bónus-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Körfubolti „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Sjá meira
Sigurður á móti Friðriki Inga. Báðir eiga þeir yfir farsælum ferli og mörgum Íslands- og bikarmeistaratitlum að skipa á toppi íslensk körfubolta. Friðrik lengst af hjá Njarðvík og Sigurður hjá Keflavík, nágrannaliðin og erkifjendurnir. Það eru ekki margir sem hefðu hugsað út í það á sínum tíma að árið 2025 að þið væruð að fara leiða ykkar hesta saman í leik. „Nei þegar að þú segir það,“ svarar Sigurður. „Við höfum nú verið lengi í þessu, bæði ég og Friðrik, mætt hvor öðrum en líka unnið saman í þessu. Það verður bara áhugavert og skemmtilegt að mæta honum aftur.“ Friðrik Ingi Rúnarsson skrifaði undir samning til sumarsins 2027 við Hauka fyrr á tímabilinu og þó svo að liðið vermi botnsæti deildarinnar hefur spilamennskan verið á uppleið undir stjórn hans.Facebook/@haukarbasket Auk þess að vera þjálfari karlaliðs Keflavíkur er Sigurður einnig þjálfari kvennaliðsins, tók við því einmitt eftir að leiðir liðsins og Friðriks Inga skildu fyrr á tímabilinu. Tölfræðisíðan Stattnördarnir hafa fyrir þennan fyrsta leik í endurkomu Sigurðar Ingimundarsonar í efstu deild karla tekið saman tölfræði frá hans þjálfaraferli í deildinni: - Sigurður hefur stýrt liði í 379 deildarleikjum og unnið 263, sigurhlutfall upp á 69,4% - Í úrslitakeppni hefur hann stýrt liði í 113 leikjum og unnið 68 sem er sigurhlutfall upp á 60,2% - Samtals gera þetta 492 leikir í efstu deild og 331 sigrar. Sigurhlutfall upp á 67,3% - Sigurður er í öðru sæti yfir heildarfjölda leikja í efstu deild, deildar- og úrslitakeppni Friðrik Ingi er efstur með 580 leiki Endilega fylgið Stattnördunum á Facebook. Það er eitt að snúa til baka og taka við einu liði. En svo æxlast málin þannig að þú þarft að taka við karlaliði Keflavíkur líka. Þurftirðu að hugsa þig eitthvað um þegar að það var leitað til þín varðandi það verkefni? „Ef ég hefði hugsað mikið um þetta, þá hefði ég líklegast ekki gert þetta. Nei staðan er bara sú að þeir eru komnir í leiðinleg mál. Þetta góða lið. Enginn vill sjá þá þar. Mér fannst bara skylda mín að hoppa á þetta og reyna að gera mitt besta til að hjálpa þeim. Ekki spurning.“ Hefur gengið bölvanlega Hvað hefur vantað upp á hjá því liði? „Erfitt að segja. Framan af tímabili eru þeir að berjast í toppbaráttunni og svo virðist eitthvað gerast. Þeir bara tapa og eftir áramót hefur þetta gengið bölvanlega. Það er oft þannig að þegar það byrjar að ganga illa er oft erfitt að snúa því við. Oft er ekkert hægt að benda fingri á hvað það er sem er að en staðan er svona. Nú erum við komnir með í þetta og ætlum að gera allt sem við getum, allir saman, til að snúa þessu við. Ég hef fulla trú á því.“ Frá leik Keflavíkur fyrr á tímabilinuVísir/Jón Gautur Það er vandasamt verkefni. Fimm leikir eftir, fimm erfiðir leikir því þú virðist ekki geta gengið að neinu vísu í þessari deild. Hvernig meturðu stöðu liðsins þegar að stutt er eftir af deildarkeppninni? „Það er rétt sem þú segir. Við erum í 10. sæti og það eru fimm mjög erfiðir leikir eftir. Þar af eru fjórir á útivelli. Þetta getur eiginlega ekki verið flóknara. Hjá okkur er það þannig að við tökum einn leik í einu. Næsti leikur er gegn Haukum og hann er mjög mikilvægur. Við ætlum að byrja á að spila hann. Eftir þann leik metum við þetta aftur.“ Hverju vill Sigurður Ingimundar ná fram í þessum liðum að loknu tímabili? Hvað viltu vera búinn að sjá? „Ég veit hvað ég vil sjá í kvennaliðinu. Þær eru að spila skemmtilegan bolta, við viljum bæta hann og gera enn betri. Ég er nú bara búinn að mæta á tvær æfingar hjá karlaliðinu og flesta hef ég nú bara ekki talað við áður. Það tekur smá tíma. En klárlega viljum við sjá alvöru körfubolta lið sem spilar saman og gerir sitt besta fyrir bæði félagana og félagið sitt. Bjartsýnn á að karlaliðið nái inn í úrslitakeppni? „Ég er alltaf bjartsýnn á Keflavík.“ Leikur Hauka og Keflavíkur í Bónus deild karla verður sýndur á Stöð 2 Bónus deildin 1 rásinni og hefst klukkan korter yfir sjö.
Tölfræðisíðan Stattnördarnir hafa fyrir þennan fyrsta leik í endurkomu Sigurðar Ingimundarsonar í efstu deild karla tekið saman tölfræði frá hans þjálfaraferli í deildinni: - Sigurður hefur stýrt liði í 379 deildarleikjum og unnið 263, sigurhlutfall upp á 69,4% - Í úrslitakeppni hefur hann stýrt liði í 113 leikjum og unnið 68 sem er sigurhlutfall upp á 60,2% - Samtals gera þetta 492 leikir í efstu deild og 331 sigrar. Sigurhlutfall upp á 67,3% - Sigurður er í öðru sæti yfir heildarfjölda leikja í efstu deild, deildar- og úrslitakeppni Friðrik Ingi er efstur með 580 leiki Endilega fylgið Stattnördunum á Facebook.
Bónus-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Körfubolti „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn