Sú elsta til að vinna HM-gull en Hófí Dóra féll úr keppni Sindri Sverrisson skrifar 13. febrúar 2025 14:15 Federica Brignone fagnaði sögulegum sigri á HM í dag. Getty/Alexis Boichard Hin ítalska Federica Brignone varð í dag elsta kona sögunnar til að vinna HM-gull í alpagreinum þegar hún vann sigur í stórsvigi, 34 ára að aldri. Hófí Dóra Friðgeirsdóttir, eini keppandi Íslands í greininni, féll úr keppni í seinni umferðinni. Fjórtán ár eru liðin frá því að Brignone vann fyrst verðlaun á HM en það var einmitt einnig í stórsvigi. Í dag vann hún svo nokkuð öruggan sigur, með því að vera fljótust bæði í fyrri og seinni ferð, og Brignone verður því ríkjandi heimsmeistari þegar Vetrarólympíuleikarnir fara fram í heimalandi hennar Ítalíu að ári. Brignone er jafnframt fyrst Ítala til að verða heimsmeistari í stórsvigi kvenna í 28 ár, eða síðan Deborah Compagnoni vann árið 1997. „Hvað get ég sagt? Mig hefur dreymt um að verða gullverðlaunahafi í stórsvigi. Mig hefur dreymt um þessa stund í mörg, mörg ár en ég lenti alltaf í 2. sæti,“ sem fékk silfur í stórsvigi á HM 2011 og svo aftur 2023 en vann þá gull í tvíkeppni. „Þetta er einn besti dagur lífs míns. Það mun taka tíma að átta sig á þessu. Tilfinningarnar flæða en ég átta mig betur á þessu í kvöld,“ sagði Brignone. Heildartími Brignone var 2:22,71 mínútur og var hún 90/100 úr sekúndu á undan Alice Robinson frá Nýja-Sjálandi. Hin bandaríska Paula Moltzan fékk brons en hún endaði 2,62 sekundum á eftir Brignone og aðeins 1/100 úr sekúndu á undan hinni norsku Thea Louise Stjernesund. Hófí Dóra, sem var með rásnúmer 59 af 109 keppendum, varð í 44. sæti í fyrri ferðinni í dag en þó 9,10 sekúndum á eftir Brignone sem hafði gott forskot á næstu keppendur. Hún náði svo ekki að ljúka seinni ferðinni. Hófí Dóra hafði áður náð 29. sæti í bruni um síðustu helgi. Skíðaíþróttir Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Emil leggur skóna á hilluna Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Fleiri fréttir NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Hefur bætt heimsmetið um þrettán sentímetra á fimm árum Emil leggur skóna á hilluna Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Barðist degi eftir að hafa orðið fyrir bíl „Finn að ég er að fara að toppa á réttum tíma“ Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Sjá meira
Fjórtán ár eru liðin frá því að Brignone vann fyrst verðlaun á HM en það var einmitt einnig í stórsvigi. Í dag vann hún svo nokkuð öruggan sigur, með því að vera fljótust bæði í fyrri og seinni ferð, og Brignone verður því ríkjandi heimsmeistari þegar Vetrarólympíuleikarnir fara fram í heimalandi hennar Ítalíu að ári. Brignone er jafnframt fyrst Ítala til að verða heimsmeistari í stórsvigi kvenna í 28 ár, eða síðan Deborah Compagnoni vann árið 1997. „Hvað get ég sagt? Mig hefur dreymt um að verða gullverðlaunahafi í stórsvigi. Mig hefur dreymt um þessa stund í mörg, mörg ár en ég lenti alltaf í 2. sæti,“ sem fékk silfur í stórsvigi á HM 2011 og svo aftur 2023 en vann þá gull í tvíkeppni. „Þetta er einn besti dagur lífs míns. Það mun taka tíma að átta sig á þessu. Tilfinningarnar flæða en ég átta mig betur á þessu í kvöld,“ sagði Brignone. Heildartími Brignone var 2:22,71 mínútur og var hún 90/100 úr sekúndu á undan Alice Robinson frá Nýja-Sjálandi. Hin bandaríska Paula Moltzan fékk brons en hún endaði 2,62 sekundum á eftir Brignone og aðeins 1/100 úr sekúndu á undan hinni norsku Thea Louise Stjernesund. Hófí Dóra, sem var með rásnúmer 59 af 109 keppendum, varð í 44. sæti í fyrri ferðinni í dag en þó 9,10 sekúndum á eftir Brignone sem hafði gott forskot á næstu keppendur. Hún náði svo ekki að ljúka seinni ferðinni. Hófí Dóra hafði áður náð 29. sæti í bruni um síðustu helgi.
Skíðaíþróttir Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Emil leggur skóna á hilluna Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Fleiri fréttir NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Hefur bætt heimsmetið um þrettán sentímetra á fimm árum Emil leggur skóna á hilluna Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Barðist degi eftir að hafa orðið fyrir bíl „Finn að ég er að fara að toppa á réttum tíma“ Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Sjá meira