Auglýsir eftir stjórnarfólki og breytir reglunum Magnús Jochum Pálsson skrifar 14. febrúar 2025 10:17 Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra. Vísir/Vilhelm Fjármála- og efnahagsráðherra hefur sett nýjar reglur um val á einstaklingum til stjórnarsetu í stærri ríkisfyrirtækjum, sem eiga að tryggja að tilnefndir stjórnarmenn veljist á grundvelli hæfni, menntunar eða reynslu. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Í reglunum segir að samsetning stjórna skuli vera með þeim hætti að tryggð sé næg þekking, kunnátta, fjölbreytni og reynsla einstaklinga sem þar eiga sæti. „Stjórnarmenn skulu vera óháðir fyrirtækinu og stjórnendum þess og gæta þurfi að því að ekki sé hætta á hagsmunaárekstrum vegna annarra starfa stjórnarmanna. Hvorki starfsmenn fyrirtækisins né kjörnir fulltrúar á Alþingi eða í sveitarstjórnum skulu tilnefndir í stjórnir ríkisfyrirtækja,“ segir í tilkynningunni. Valnefnd tilnefnir tvo aðila fyrir hvert stjórnarsæti og velur ráðherra úr þeim hópi í stjórnirnar. Við samsetningu stjórnar skuli valnefnd líta til þess að innan hennar sé hæfileg breidd hvað varðar meðal annars menntun, faglegan bakgrunn, kyn, þekkingu og reynslu. „Það skiptir miklu máli að stjórnir fyrirtækja í eigu ríkisins séu skipaðar hæfum einstaklingum með haldgóða reynslu eða góða þekkingu sem hæfir viðkomandi fyrirtæki. Því er mikilvægt að val á einstaklingum í stjórnir ríkisfyrirtækja fari fram á faglegum forsendum þannig að einstakir stjórnarmenn og stjórnin í heild þjóni sem best hagsmunum viðkomandi fyrirtækis,“ segir Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, um reglurnar. „Við höfum viðhaft svipað fyrirkomulag við val í stjórnir bankanna undanfarin ár með góðum árangri. Síðast en ekki síst er þessi leið í samræmi við leiðbeiningar OECD um góða stjórnarhætti þegar kemur að tilnefningu í stjórnir opinberra fyrirtækja.“ Auglýst hefur verið eftir áhugasömum einstaklingum til að gefa kost á sér í stjórnir stærri ríkisfyrirtækja sem eru: Landsvirkjun, Landsnet, Rarik, Orkubú Vestfjarða, Íslandspóstur, Isavia og Harpa. Daði Már ræddi nýju reglurnar í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Stjórnsýsla Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Innlent Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Erlent Fleiri fréttir Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Í reglunum segir að samsetning stjórna skuli vera með þeim hætti að tryggð sé næg þekking, kunnátta, fjölbreytni og reynsla einstaklinga sem þar eiga sæti. „Stjórnarmenn skulu vera óháðir fyrirtækinu og stjórnendum þess og gæta þurfi að því að ekki sé hætta á hagsmunaárekstrum vegna annarra starfa stjórnarmanna. Hvorki starfsmenn fyrirtækisins né kjörnir fulltrúar á Alþingi eða í sveitarstjórnum skulu tilnefndir í stjórnir ríkisfyrirtækja,“ segir í tilkynningunni. Valnefnd tilnefnir tvo aðila fyrir hvert stjórnarsæti og velur ráðherra úr þeim hópi í stjórnirnar. Við samsetningu stjórnar skuli valnefnd líta til þess að innan hennar sé hæfileg breidd hvað varðar meðal annars menntun, faglegan bakgrunn, kyn, þekkingu og reynslu. „Það skiptir miklu máli að stjórnir fyrirtækja í eigu ríkisins séu skipaðar hæfum einstaklingum með haldgóða reynslu eða góða þekkingu sem hæfir viðkomandi fyrirtæki. Því er mikilvægt að val á einstaklingum í stjórnir ríkisfyrirtækja fari fram á faglegum forsendum þannig að einstakir stjórnarmenn og stjórnin í heild þjóni sem best hagsmunum viðkomandi fyrirtækis,“ segir Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, um reglurnar. „Við höfum viðhaft svipað fyrirkomulag við val í stjórnir bankanna undanfarin ár með góðum árangri. Síðast en ekki síst er þessi leið í samræmi við leiðbeiningar OECD um góða stjórnarhætti þegar kemur að tilnefningu í stjórnir opinberra fyrirtækja.“ Auglýst hefur verið eftir áhugasömum einstaklingum til að gefa kost á sér í stjórnir stærri ríkisfyrirtækja sem eru: Landsvirkjun, Landsnet, Rarik, Orkubú Vestfjarða, Íslandspóstur, Isavia og Harpa. Daði Már ræddi nýju reglurnar í Bítinu á Bylgjunni í morgun.
Stjórnsýsla Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Innlent Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Erlent Fleiri fréttir Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Sjá meira