Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar 14. febrúar 2025 13:03 Á vakt síðustu ríkisstjórnar jókst innviðaskuld samfélagsins úr 420 milljörðum króna í 680 miljjarða samkvæmt nýrri skýrslu Samtaka iðnaðarins og Félags ráðgjafaverkfræðinga. Verst er staðan á þjóðvegum landsins en þar er uppsöfnuð viðhaldsskuld á bilinu 265-290 milljaðar króna. Skortur á fjárfestingu í innviðum er alvarlegt mál. Slíkt getur hamlað framtíðarvexti einstaka landshluta verulega, , dregið úr lífsgæðum, öryggi og samkeppnishæfni. Grafalvarleg staða á Vesturlandi Í vikunni lýsti Vegagerðin yfir hættustigi vegna bikblæðinga í vegum á Snæfellsnesi og í Dölum. Ekki í fyrsta skipti. Enda hefur ástandið á þeim verið gjörsamlega óboðlegt síðastliðin ár. Ég sendi fyrirspurn til innviðaráðherra um vegakerfi og vegaframkvæmdir á Vesturlandi í apríl í fyrra vegna einmitt ástandsins á téðum vegum. Þrátt fyrir pólitískan þrýsting og umræðu þá – létu stjórnvöld það nægja að plástra vandann í stað þess að laga hann. Í þeirri Samgönguáætlun sem þáverandi ríkisstjórn lagði fram í fyrra vor en tókst ekki að afgreiða fram voru áætlaðar 700 milljónir á Vesturlandi af þeim 44 milljörðum sem áformað var að verja í samgöngur á landinu öllu. Það voru köld skilaboð til Vestlendinga. Ég er með í bígerð nýja fyrirspurn til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra þar sem ég spyr hann hvernig hann hyggist bregðast við þessari stöðu sem upp er komin. Síðastliðna daga hef ég fengið sendar ótal myndir frá íbúum á svæðinu þar sem hálfur vegurinn virðist vera fastur við dekkin á bílnum þeirra. Grundarfjarðarbær hefur meðal annars safnað saman myndum af ástandinu sem segja meira en þúsund orð. Bæjarstjórnir hafa sent frá sér harðorðaðar ályktanir um það hættuástand sem nú ríkir á vegunum. Ekki í fyrsta sinn en vonandi í það síðasta. Ástandið hefur líklega aldrei verið verra, vegfaraendur hafa lent í miklum hremmingum enda í stórhættulegum aðstæðum. Mál að linni Það er alvitað að það kostar meira til lengri tíma að ýta á undan sér nauðsynlegu viðhaldi. Engin myglublettur hverfur með því að mála yfir hann.. Stíga þarf fast til jarðar og rjúfa þá kyrrstöðu og það andvaraleysi sem ríkt hefur í uppbyggingu og viðhaldi þjóðvega landsins. Nú þegar búa íbúar Vesturlands við hættulega vegi og staðan getur enn versnað.. Við megum ekki við því að spara eyrinn og kasta krónunni. Nú er nauðsynlegt að gera allt sem í okkar valdi stendur til að saxa á innviðaskuldina og koma lífæðum landsins, sjálfu vegakerfinu í ásættanlegt horf. Ástandið er aðför að verðmætasköpun í landinu, aðför að íbúum svæðanna og aðför að frelsi þeirra til athafna og jöfnum tækifærum. Nú þarf að bretta upp ermar og hefjast handa – láta verkin tala. Ný ríkisstjórn hefur sett uppbyggingu innviða á oddinn. Ég mun sem þingmaður Norðvesturkjördæmis halda henni vel við efnið hvað þetta varðar. Það er skömm að því hvernig málin standa. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Rut Kristinsdóttir Vegagerð Viðreisn Mest lesið Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Á vakt síðustu ríkisstjórnar jókst innviðaskuld samfélagsins úr 420 milljörðum króna í 680 miljjarða samkvæmt nýrri skýrslu Samtaka iðnaðarins og Félags ráðgjafaverkfræðinga. Verst er staðan á þjóðvegum landsins en þar er uppsöfnuð viðhaldsskuld á bilinu 265-290 milljaðar króna. Skortur á fjárfestingu í innviðum er alvarlegt mál. Slíkt getur hamlað framtíðarvexti einstaka landshluta verulega, , dregið úr lífsgæðum, öryggi og samkeppnishæfni. Grafalvarleg staða á Vesturlandi Í vikunni lýsti Vegagerðin yfir hættustigi vegna bikblæðinga í vegum á Snæfellsnesi og í Dölum. Ekki í fyrsta skipti. Enda hefur ástandið á þeim verið gjörsamlega óboðlegt síðastliðin ár. Ég sendi fyrirspurn til innviðaráðherra um vegakerfi og vegaframkvæmdir á Vesturlandi í apríl í fyrra vegna einmitt ástandsins á téðum vegum. Þrátt fyrir pólitískan þrýsting og umræðu þá – létu stjórnvöld það nægja að plástra vandann í stað þess að laga hann. Í þeirri Samgönguáætlun sem þáverandi ríkisstjórn lagði fram í fyrra vor en tókst ekki að afgreiða fram voru áætlaðar 700 milljónir á Vesturlandi af þeim 44 milljörðum sem áformað var að verja í samgöngur á landinu öllu. Það voru köld skilaboð til Vestlendinga. Ég er með í bígerð nýja fyrirspurn til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra þar sem ég spyr hann hvernig hann hyggist bregðast við þessari stöðu sem upp er komin. Síðastliðna daga hef ég fengið sendar ótal myndir frá íbúum á svæðinu þar sem hálfur vegurinn virðist vera fastur við dekkin á bílnum þeirra. Grundarfjarðarbær hefur meðal annars safnað saman myndum af ástandinu sem segja meira en þúsund orð. Bæjarstjórnir hafa sent frá sér harðorðaðar ályktanir um það hættuástand sem nú ríkir á vegunum. Ekki í fyrsta sinn en vonandi í það síðasta. Ástandið hefur líklega aldrei verið verra, vegfaraendur hafa lent í miklum hremmingum enda í stórhættulegum aðstæðum. Mál að linni Það er alvitað að það kostar meira til lengri tíma að ýta á undan sér nauðsynlegu viðhaldi. Engin myglublettur hverfur með því að mála yfir hann.. Stíga þarf fast til jarðar og rjúfa þá kyrrstöðu og það andvaraleysi sem ríkt hefur í uppbyggingu og viðhaldi þjóðvega landsins. Nú þegar búa íbúar Vesturlands við hættulega vegi og staðan getur enn versnað.. Við megum ekki við því að spara eyrinn og kasta krónunni. Nú er nauðsynlegt að gera allt sem í okkar valdi stendur til að saxa á innviðaskuldina og koma lífæðum landsins, sjálfu vegakerfinu í ásættanlegt horf. Ástandið er aðför að verðmætasköpun í landinu, aðför að íbúum svæðanna og aðför að frelsi þeirra til athafna og jöfnum tækifærum. Nú þarf að bretta upp ermar og hefjast handa – láta verkin tala. Ný ríkisstjórn hefur sett uppbyggingu innviða á oddinn. Ég mun sem þingmaður Norðvesturkjördæmis halda henni vel við efnið hvað þetta varðar. Það er skömm að því hvernig málin standa. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun