Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar 14. febrúar 2025 22:02 Loksins loksins er kominn röggsamur samgönguráðherra sem heggur á þann hnút sem framtíð og flugrekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar hefur verið í til fjölda ára. Umræðan um framtíð Reykjavíkurflugvallar hefur verið óþolandi fyrir íbúa landsbyggðanna í gegnum árin. Á hann að fara eða vera og ef hann á að fara þá hvert. Sjúkraflug er lífsspursmál. Flugvöllurinn er hluti af almenningssamgöngum í landinu og er lífsspursmál fyrir marga af öllu landinu sem þurfa að komast á Landspítalann með sjúkraflugi. Þar er nýbygging spítalans að rísa m.a. vegna nálægðar við innanlandsflugvöllinn. Undanfarin ár hefur jafnt og þétt verið þrengt að starfsemi og öryggi flugvallarins með þéttingu byggðar í næsta nágrenni hans. Vegna ákvarðana af hálfu Reykjavíkurborgar og stjórnvalda undanfarin ár. Hvassahraun er út úr myndinni. Á síðasta ári leist bæði þáverandi innviðaráðherra og borgarstjóra vel á að nýr innanlandsflugvöllur yrði byggður í Hvassahraun eftir kynningu nýkominnar skýrslu um veðurfarslegar aðstæður þar. Eins galið og það er í þeirri eldgosahrinu sem gengið hefur yfir á Reykjanesi. Borgarstjóri hefur dregið lappirnar frá því í fyrravor að ganga í það verk að fella niður þau tré sem ógnað hafa flugöryggi og Samgöngustofa hafði fyrirskipað að yrðu felld. Aðgerðarleysi borgarinnar hefur nú leitt til þess að búið er að loka austur-vestur flugbrautinni og stofnar lífi fólks í sjúkraflugi í stórhættu. Öryggi sjúklinga í hættu. Heilbrigðisráðherra hefur sagt óboðlegt að öryggi sjúklinga sé í hættu vegna lokunar brautarinnar. Loksins með þrýstingi frá nýjum samgönguráðherra,ríkisstjórninni, Samgöngustofu og fleirum fyrirskipaði borgarstjóri loksins að ráðist yrði í að fella tré. Það hefði átt að gera fyrir löngu eða allt frá tilmælum Samgöngustofu , Isavía og óskar flugrekstraraðila. Komið hefur fram að hátt í 3 þúsund sinnum hafi verðið flogið með sjúklinga sl. fjögur ár. Stór hluti þeirra sjúklinga hafi þurft að komast í bráðaþjónustu á Landspítalanum. Afstaða ríkisstjórnarinnar skýr. Það var gott að heyra forsætisráðherra lýsa því afdráttarlaust yfir að ríkisstjórnin standi með Reykjavíkurflugvelli og hann væri ekki á förum í fyrirsjáanlegri framtíð. Enda liggur engin önnur staðsetning fyrir og bygging annars flugvallar yrði óhemju dýr og ekki í sjómáli næstu áratugi. Sameiginlegir hagsmunir landsmanna. Flugvöllurinn þjónar mikilvægu innanlandsflugi og sjúkraflugi sem verður að tryggja með hagsmuni allra íbúa landsins í huga, Það er ekki síður hagur höfuðborgarinnar því þangað sækja landsmenn mikla verslun og þjónustu, þar er stjórnsýslan og hátæknisjúkrahúsið sem var meðal annars valinn staður vegna við flugvöllinn. Ráðast verður einnig í byggingu á nýrri samgöngumiðstöð á flugvellinum og endurskoða mjög ósanngjörn bílastæðagjöld sem eru enn einn landsbyggðarskatturinn. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flokkur fólksins Reykjavíkurflugvöllur Lilja Rafney Magnúsdóttir Fréttir af flugi Byggðamál Mest lesið Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Sjá meira
Loksins loksins er kominn röggsamur samgönguráðherra sem heggur á þann hnút sem framtíð og flugrekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar hefur verið í til fjölda ára. Umræðan um framtíð Reykjavíkurflugvallar hefur verið óþolandi fyrir íbúa landsbyggðanna í gegnum árin. Á hann að fara eða vera og ef hann á að fara þá hvert. Sjúkraflug er lífsspursmál. Flugvöllurinn er hluti af almenningssamgöngum í landinu og er lífsspursmál fyrir marga af öllu landinu sem þurfa að komast á Landspítalann með sjúkraflugi. Þar er nýbygging spítalans að rísa m.a. vegna nálægðar við innanlandsflugvöllinn. Undanfarin ár hefur jafnt og þétt verið þrengt að starfsemi og öryggi flugvallarins með þéttingu byggðar í næsta nágrenni hans. Vegna ákvarðana af hálfu Reykjavíkurborgar og stjórnvalda undanfarin ár. Hvassahraun er út úr myndinni. Á síðasta ári leist bæði þáverandi innviðaráðherra og borgarstjóra vel á að nýr innanlandsflugvöllur yrði byggður í Hvassahraun eftir kynningu nýkominnar skýrslu um veðurfarslegar aðstæður þar. Eins galið og það er í þeirri eldgosahrinu sem gengið hefur yfir á Reykjanesi. Borgarstjóri hefur dregið lappirnar frá því í fyrravor að ganga í það verk að fella niður þau tré sem ógnað hafa flugöryggi og Samgöngustofa hafði fyrirskipað að yrðu felld. Aðgerðarleysi borgarinnar hefur nú leitt til þess að búið er að loka austur-vestur flugbrautinni og stofnar lífi fólks í sjúkraflugi í stórhættu. Öryggi sjúklinga í hættu. Heilbrigðisráðherra hefur sagt óboðlegt að öryggi sjúklinga sé í hættu vegna lokunar brautarinnar. Loksins með þrýstingi frá nýjum samgönguráðherra,ríkisstjórninni, Samgöngustofu og fleirum fyrirskipaði borgarstjóri loksins að ráðist yrði í að fella tré. Það hefði átt að gera fyrir löngu eða allt frá tilmælum Samgöngustofu , Isavía og óskar flugrekstraraðila. Komið hefur fram að hátt í 3 þúsund sinnum hafi verðið flogið með sjúklinga sl. fjögur ár. Stór hluti þeirra sjúklinga hafi þurft að komast í bráðaþjónustu á Landspítalanum. Afstaða ríkisstjórnarinnar skýr. Það var gott að heyra forsætisráðherra lýsa því afdráttarlaust yfir að ríkisstjórnin standi með Reykjavíkurflugvelli og hann væri ekki á förum í fyrirsjáanlegri framtíð. Enda liggur engin önnur staðsetning fyrir og bygging annars flugvallar yrði óhemju dýr og ekki í sjómáli næstu áratugi. Sameiginlegir hagsmunir landsmanna. Flugvöllurinn þjónar mikilvægu innanlandsflugi og sjúkraflugi sem verður að tryggja með hagsmuni allra íbúa landsins í huga, Það er ekki síður hagur höfuðborgarinnar því þangað sækja landsmenn mikla verslun og þjónustu, þar er stjórnsýslan og hátæknisjúkrahúsið sem var meðal annars valinn staður vegna við flugvöllinn. Ráðast verður einnig í byggingu á nýrri samgöngumiðstöð á flugvellinum og endurskoða mjög ósanngjörn bílastæðagjöld sem eru enn einn landsbyggðarskatturinn. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun