„Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. febrúar 2025 12:14 Bandaríkjamenn hafa talað fyrir bættum samskiptum milli Ísraela og Sáda en síðarnefndu hafna alfarið hugmyndum Trump um brottflutning íbúa frá Gasa. AP/Ariel Schalit Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er sagður munu eiga fund með Mohammed bin Salman, krónprinsi Sádi Arabíu, í dag eða síðar í vikunni. Samkvæmt Guardian hefur ekki verið rætt um það að formlegar viðræður muni eiga sér stað milli Rubio og ráðamanna Sádi Arabíu um hugmyndir Donald Trump Bandaríkjaforseta þess efnis að Arabaríkin, aðallega Egyptaland og Jórdanía, taki á móti tveimur milljónum Palestínumanna frá Gasa. Þó verður að teljast líklegt að þær muni bera á góma en Sádar hafa hafnað tillögunni og fara fyrir nefnd sem er að smíða nokkurs konar móttillögu, sem felur í sér endurreisnarsjónð fjármagnaðan af ríkjunum við Persaflóa án aðkomu Hamas. Mohammed bin Salman hefur sagt að Sádar muni ekki geta átt í eðlilegum diplómatískum samskiptum við Ísrael, sem Bandaríkjamenn hafa unnið að, án þess að vegurinn verði ruddur fyrir sjálfstæða Palestínu. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sagði í gær að Ísraelsmenn ynnu að því að með Bandaríkjamönnum að láta fyrirætlanir Trump ganga eftir. Þær miða að brottflutningi íbúa og uppbyggingu Gasa sem ferðamannaparadísar í eigu Bandaríkjanna, nú eða hans sjálfs hreinlega. Sendinefnd frá Ísrael er væntanleg til Kaíró í dag þar sem þess verður freistað að ná saman um útfærslu næstu skrefa vopnahléssamkomulagsins við Hamas. Stjórnvöld í Ísrael eru sögð vilja fá sex eftirlifandi gísla í haldi Hamas afhenta næstu helgi. Netayahu sagði í gær, eftir fund með Rubio, að Trump hefði heitið því að aðstoða Ísraelsmenn að „klára málið“ varðandi Íran. Hann og Rubio hefðu verið sammála um að Íranir mættu ekki eignast kjarnorkuvopn og að halda þyrfti aftur af þeim á svæðinu. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Sádi-Arabía Íran Palestína Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Fleiri fréttir Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridgeskíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Sjá meira
Samkvæmt Guardian hefur ekki verið rætt um það að formlegar viðræður muni eiga sér stað milli Rubio og ráðamanna Sádi Arabíu um hugmyndir Donald Trump Bandaríkjaforseta þess efnis að Arabaríkin, aðallega Egyptaland og Jórdanía, taki á móti tveimur milljónum Palestínumanna frá Gasa. Þó verður að teljast líklegt að þær muni bera á góma en Sádar hafa hafnað tillögunni og fara fyrir nefnd sem er að smíða nokkurs konar móttillögu, sem felur í sér endurreisnarsjónð fjármagnaðan af ríkjunum við Persaflóa án aðkomu Hamas. Mohammed bin Salman hefur sagt að Sádar muni ekki geta átt í eðlilegum diplómatískum samskiptum við Ísrael, sem Bandaríkjamenn hafa unnið að, án þess að vegurinn verði ruddur fyrir sjálfstæða Palestínu. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sagði í gær að Ísraelsmenn ynnu að því að með Bandaríkjamönnum að láta fyrirætlanir Trump ganga eftir. Þær miða að brottflutningi íbúa og uppbyggingu Gasa sem ferðamannaparadísar í eigu Bandaríkjanna, nú eða hans sjálfs hreinlega. Sendinefnd frá Ísrael er væntanleg til Kaíró í dag þar sem þess verður freistað að ná saman um útfærslu næstu skrefa vopnahléssamkomulagsins við Hamas. Stjórnvöld í Ísrael eru sögð vilja fá sex eftirlifandi gísla í haldi Hamas afhenta næstu helgi. Netayahu sagði í gær, eftir fund með Rubio, að Trump hefði heitið því að aðstoða Ísraelsmenn að „klára málið“ varðandi Íran. Hann og Rubio hefðu verið sammála um að Íranir mættu ekki eignast kjarnorkuvopn og að halda þyrfti aftur af þeim á svæðinu.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Sádi-Arabía Íran Palestína Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Fleiri fréttir Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridgeskíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Sjá meira