Íslenskur læknir í sögulegri skilnaðardeilu í Skotlandi Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 18. febrúar 2025 07:01 Dómari við hæstarétt í Edinborg hefur nú gefið parinu fjóra mánuði til að útkljá deilurnar. Getty Íslenskur læknir sem búsettur er í Skotlandi er í klemmu eftir að dómstóll í Edinborg komst að þeirri niðurstöðu að ekki hefði átt að veita honum og fyrrverandi eiginkonu hans lögskilnað árið 2021. Bjarni Eyvindsson giftist öðru sinni árið 2023 en yfirvofandi úrskurður gæti leitt til þess að hann verði giftur tveimur konum. Málið á sér engin fordæmi í skoskri réttarsögu. Greint hefur verið frá málinu á vefmiðlum á borð við Mirror, Daily Record, Edinburgh Live og The Times, þar sem fram kemur að niðurstaða dómsins í maí næstkomandi gæti orðið „brautryðjandi.“ Klúður hjá lögmanni Í frétt Daily Record kemur fram að Bjarni sé starfandi læknir á heilsugæslustöð í Glasgow en hann er fyrrum liðslæknir og hefur áður unnið fyrir skosku knattspyrnufélögin Edinburgh City, Stirling Albion, Hibs og Dunfermline. Samkvæmt dómsgögnum sem Vísir hefur undir höndum gengu Bjarni og fyrrum eiginkona hans, Linda Hafþórsdóttir í hjónaband á Íslandi árið 1998 og eiga þau fjögur börn saman. Þau skildu að borði og sæng í september árið 2018 og í nóvember árið 2021 veitti umdæmisdómari í Dunfermline þeim lögskilnað. Í desember árið 2023 gekk Bjarni í hjónaband með annarri konu. Í fyrrnefndum fréttum vefmiðla í Skotlandi kemur fram að þessar flóknu lagalegu aðstæður hafi komið upp eftir að Linda, sem búsett er í Edinborg, hélt því fram að hún hefði ekki samþykkt að slíta hjónabandi þeirra á sínum tíma- og að ekki hefði verið gengið frá „lausum fjárhagslegum endum“ áður en skilnaðurinn var veittur og gekk í gegn árið 2021. Þá kemur fram að gögn hafi verið lögð fyrir dómstólinn í Edinborg, sem sýni fram á að á þeim degi þegar Bjarna og Lindu var veittur skilnaður að borði og sæng hafi Bjarni átt lífeyri að verðmæti meira en 177 þúsund pund. Fyrrverandi eiginkonu hans hafi ekki verið kunnugt um þá upphæð. Fram kemur að Linda hafi mótmælt skilnaðinum á sínum tíma en lögmanni hennar hafi láðst að leggja fram viðeigandi gögn fyrir dómstólinn. Mótbárur Lindu hafi því strandað á formgalla (e.procedural error.) Vill leggja málið til hliðar og halda áfram Dómari við hæstarétt í Edinborg (e. Court of Session) hefur nú úrskurðað að Linda eigi rétt á því að fá skilnaðinum hnekkt. Í úrskurðinum kemur fram að hugsanlega hafi verið ójafnvægi í skiptingu hjúskapareignarinnar, og með hliðsjón af „augljósum útistandandi fjárhagslegum málum sem eigi eftir að leysa“ þá sé ljóst að ekki hefði átt að veita parinu lögskilnað á sínum tíma. Dómarinn hefur nú gefið parinu fjóra mánuði til að útkljá fyrrnefndar deilur um fjármál: annars verður skilnaðurinn frá árinu 2021 dæmdur ógildur og Bjarni og Linda ekki talin skilin samkvæmt lögum. Í samtali við Daily Record heldur Bjarni því fram að öll fjárhagsleg ágreiningsmál hafi verið útkljáð á sínum tíma. Segist hann hafa staðið í þeirri trú að fyrrum eiginkona hans myndi ekki mótmæla skilnaðinum. Bjarni segist ekki vita hvort ákvörðun dómarans komi til með að hafa áhrif á hjónabandið sem hann er í núna í dag. Hann segist vona að hægt verði að leysa málið án þess að grípa til frekari lögsókna. „Við höfum ekki getað fengið almennileg svör við þessu. Í augnablikinu erum við að skoða hvaða möguleikar eru fyrir hendi. Við höfum fjóra mánuði til að finna lausn á þessu. Í ljósi þess að ég er búinn að gifta mig aftur þá vil ég umfram allt leggja þetta mál til hliðar og halda áfram,“ segir Bjarni jafnframt en Linda vildi ekki tjá sig um málið þegar blaðamaður Daily Record hafði samband. Þörf áminning Í samtali við Daily Record bendir skoski lögfræðingurinn Garry Sturrock á að ef svo fari að skilnaður Bjarna og Lindu árið 2021 verði dæmdur ógildur, þá gæti það þýtt að seinna hjónaband Bjarna verði sömuleiðis dæmt ógilt. Að mati Sturrock er þetta mál mikilvæg áminning um þá ábyrgð sem lögmenn bera þegar kemur að deilum í hjúskaparmálum. „Þessi mál verður að nálgast af sanngirni, skilvirkni, fagmennsku og einbeitingu - og koma þannig í veg fyrir óþarfa árekstra.“ Íslendingar erlendis Skotland Lögmennska Bretland Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Greint hefur verið frá málinu á vefmiðlum á borð við Mirror, Daily Record, Edinburgh Live og The Times, þar sem fram kemur að niðurstaða dómsins í maí næstkomandi gæti orðið „brautryðjandi.“ Klúður hjá lögmanni Í frétt Daily Record kemur fram að Bjarni sé starfandi læknir á heilsugæslustöð í Glasgow en hann er fyrrum liðslæknir og hefur áður unnið fyrir skosku knattspyrnufélögin Edinburgh City, Stirling Albion, Hibs og Dunfermline. Samkvæmt dómsgögnum sem Vísir hefur undir höndum gengu Bjarni og fyrrum eiginkona hans, Linda Hafþórsdóttir í hjónaband á Íslandi árið 1998 og eiga þau fjögur börn saman. Þau skildu að borði og sæng í september árið 2018 og í nóvember árið 2021 veitti umdæmisdómari í Dunfermline þeim lögskilnað. Í desember árið 2023 gekk Bjarni í hjónaband með annarri konu. Í fyrrnefndum fréttum vefmiðla í Skotlandi kemur fram að þessar flóknu lagalegu aðstæður hafi komið upp eftir að Linda, sem búsett er í Edinborg, hélt því fram að hún hefði ekki samþykkt að slíta hjónabandi þeirra á sínum tíma- og að ekki hefði verið gengið frá „lausum fjárhagslegum endum“ áður en skilnaðurinn var veittur og gekk í gegn árið 2021. Þá kemur fram að gögn hafi verið lögð fyrir dómstólinn í Edinborg, sem sýni fram á að á þeim degi þegar Bjarna og Lindu var veittur skilnaður að borði og sæng hafi Bjarni átt lífeyri að verðmæti meira en 177 þúsund pund. Fyrrverandi eiginkonu hans hafi ekki verið kunnugt um þá upphæð. Fram kemur að Linda hafi mótmælt skilnaðinum á sínum tíma en lögmanni hennar hafi láðst að leggja fram viðeigandi gögn fyrir dómstólinn. Mótbárur Lindu hafi því strandað á formgalla (e.procedural error.) Vill leggja málið til hliðar og halda áfram Dómari við hæstarétt í Edinborg (e. Court of Session) hefur nú úrskurðað að Linda eigi rétt á því að fá skilnaðinum hnekkt. Í úrskurðinum kemur fram að hugsanlega hafi verið ójafnvægi í skiptingu hjúskapareignarinnar, og með hliðsjón af „augljósum útistandandi fjárhagslegum málum sem eigi eftir að leysa“ þá sé ljóst að ekki hefði átt að veita parinu lögskilnað á sínum tíma. Dómarinn hefur nú gefið parinu fjóra mánuði til að útkljá fyrrnefndar deilur um fjármál: annars verður skilnaðurinn frá árinu 2021 dæmdur ógildur og Bjarni og Linda ekki talin skilin samkvæmt lögum. Í samtali við Daily Record heldur Bjarni því fram að öll fjárhagsleg ágreiningsmál hafi verið útkljáð á sínum tíma. Segist hann hafa staðið í þeirri trú að fyrrum eiginkona hans myndi ekki mótmæla skilnaðinum. Bjarni segist ekki vita hvort ákvörðun dómarans komi til með að hafa áhrif á hjónabandið sem hann er í núna í dag. Hann segist vona að hægt verði að leysa málið án þess að grípa til frekari lögsókna. „Við höfum ekki getað fengið almennileg svör við þessu. Í augnablikinu erum við að skoða hvaða möguleikar eru fyrir hendi. Við höfum fjóra mánuði til að finna lausn á þessu. Í ljósi þess að ég er búinn að gifta mig aftur þá vil ég umfram allt leggja þetta mál til hliðar og halda áfram,“ segir Bjarni jafnframt en Linda vildi ekki tjá sig um málið þegar blaðamaður Daily Record hafði samband. Þörf áminning Í samtali við Daily Record bendir skoski lögfræðingurinn Garry Sturrock á að ef svo fari að skilnaður Bjarna og Lindu árið 2021 verði dæmdur ógildur, þá gæti það þýtt að seinna hjónaband Bjarna verði sömuleiðis dæmt ógilt. Að mati Sturrock er þetta mál mikilvæg áminning um þá ábyrgð sem lögmenn bera þegar kemur að deilum í hjúskaparmálum. „Þessi mál verður að nálgast af sanngirni, skilvirkni, fagmennsku og einbeitingu - og koma þannig í veg fyrir óþarfa árekstra.“
Íslendingar erlendis Skotland Lögmennska Bretland Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira