Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Magnús Jochum Pálsson skrifar 18. febrúar 2025 09:40 Mordechai Brafman ók um Miami Beach og taldi sig hafa séð tvo Palestínubúa. Hann stoppaði bílinn, steig út og skaut sautján sinnum á bíl mannanna sem reyndust vera Ísraelar. Getty Maður frá Flórída hefur ákærður fyrir tvær tilraunir til manndráps eftir að hafa skotið á bíl með tveimur ísraelskum ferðamönnum um borð sem hann taldi vera Palestínubúa. Reuters fjalla um málið. Skotárásin áttir sér stað aðfaranótt sunnudags í borginni Miami Beach á hinum fjölfarna Alton-vegi sem er vinsæll meðal ferðamanna. Á vefsíðu lögregluyfirvalda í Miami-Dade-sýslu kemur fram að hinn grunaði heiti Mordechai Brafman og sé 27 ára hvítur karlmaður af gyðingaættum. Hann ku vera giftur og starfar sem pípulagningarmaður. Í lögregluskýrslu frá lögreglunni í Miami Beach kemur fram að Brafman hafi sagt við lögreglu að hann hafi verið að keyra trukkinn sinn þegar hann sá tvær manneskjur sem hann taldi vera Palestínubúa. Sagðist hann hafa stoppað, skotið á bílinn og drepið þá. Brafman skaut sautján sinnum á bíl mannanna áður en hann yfirgaf vettvang. Fórnarlömb skotárásarinnar lifðu hins vegar af. Annað þeirra fékk skot í öxlina og hitt var skotið í framhandlegginn. Mennirnir reyndust sömuleiðis ekki vera Palestínubúar heldur ísraelskir ferðamenn. „Drepum alla Araba“ Annar þeirra, Ari Rabey, ræddi við CBS News á mánudag og sagðist hafa verið á ferðalagi með föður sínum þegar skotið var á þá. „Búmm búmm búmm búmm. Ég var skotinn í öxlina. Ein kúlnanna fór rétt framhjá höfði föður míns,“ sagði Rabey við fjölmiðla gegnum frænda sinn sem túlkaði fyrir hann. Það sem flækir atvikið frekar er að eftir skotárásina skrifaði Rabey færslu á Facebook þar sem hann sagði þá feðga hafa lent í árás vegna andgyðinglegra viðhorfa. Þá klykkti hann út með orðunum „drepum alla Araba.“ Nihad Awad, framkvæmdastjóri Nefndar um amerísk-íslömsk samskipti (CAIR), hefur kallað eftir því Blafman verði ákærður fyrir hatursglæp í málinu. Þá hefur verið vakin athygli á því hve kaldhæðnislegt sé að bæði Blafman og Rabey, sem bæði hafa lýst sig fylgjandi málstað Ísraels, hefðu rasísk and-palestínsk viðhorf. Ironically, the victims were Israeli tourists. And right after being shot, they took to social media chanting 'Death to Arabs.' You can't make this up. This is the result of anti-Palestinian hate & indoctrination that sadly runs deep in Israel and pro-Israel communities in U.S. pic.twitter.com/y13D6aM96Y— Kashif Chaudhry (@KashifMD) February 17, 2025 Talsmenn mannréttindahópa segja hatur í gað múslima, Palestínubúa og gyðinga hafa aukist í Bandaríkjunum frá því að átök milli Ísraela og Palestínumanna stigmögnuðust eftir árás Hamas á Ísrael þann 7. október 2023. Skotárásir í Bandaríkjunum Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Fleiri fréttir Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Sjá meira
Reuters fjalla um málið. Skotárásin áttir sér stað aðfaranótt sunnudags í borginni Miami Beach á hinum fjölfarna Alton-vegi sem er vinsæll meðal ferðamanna. Á vefsíðu lögregluyfirvalda í Miami-Dade-sýslu kemur fram að hinn grunaði heiti Mordechai Brafman og sé 27 ára hvítur karlmaður af gyðingaættum. Hann ku vera giftur og starfar sem pípulagningarmaður. Í lögregluskýrslu frá lögreglunni í Miami Beach kemur fram að Brafman hafi sagt við lögreglu að hann hafi verið að keyra trukkinn sinn þegar hann sá tvær manneskjur sem hann taldi vera Palestínubúa. Sagðist hann hafa stoppað, skotið á bílinn og drepið þá. Brafman skaut sautján sinnum á bíl mannanna áður en hann yfirgaf vettvang. Fórnarlömb skotárásarinnar lifðu hins vegar af. Annað þeirra fékk skot í öxlina og hitt var skotið í framhandlegginn. Mennirnir reyndust sömuleiðis ekki vera Palestínubúar heldur ísraelskir ferðamenn. „Drepum alla Araba“ Annar þeirra, Ari Rabey, ræddi við CBS News á mánudag og sagðist hafa verið á ferðalagi með föður sínum þegar skotið var á þá. „Búmm búmm búmm búmm. Ég var skotinn í öxlina. Ein kúlnanna fór rétt framhjá höfði föður míns,“ sagði Rabey við fjölmiðla gegnum frænda sinn sem túlkaði fyrir hann. Það sem flækir atvikið frekar er að eftir skotárásina skrifaði Rabey færslu á Facebook þar sem hann sagði þá feðga hafa lent í árás vegna andgyðinglegra viðhorfa. Þá klykkti hann út með orðunum „drepum alla Araba.“ Nihad Awad, framkvæmdastjóri Nefndar um amerísk-íslömsk samskipti (CAIR), hefur kallað eftir því Blafman verði ákærður fyrir hatursglæp í málinu. Þá hefur verið vakin athygli á því hve kaldhæðnislegt sé að bæði Blafman og Rabey, sem bæði hafa lýst sig fylgjandi málstað Ísraels, hefðu rasísk and-palestínsk viðhorf. Ironically, the victims were Israeli tourists. And right after being shot, they took to social media chanting 'Death to Arabs.' You can't make this up. This is the result of anti-Palestinian hate & indoctrination that sadly runs deep in Israel and pro-Israel communities in U.S. pic.twitter.com/y13D6aM96Y— Kashif Chaudhry (@KashifMD) February 17, 2025 Talsmenn mannréttindahópa segja hatur í gað múslima, Palestínubúa og gyðinga hafa aukist í Bandaríkjunum frá því að átök milli Ísraela og Palestínumanna stigmögnuðust eftir árás Hamas á Ísrael þann 7. október 2023.
Skotárásir í Bandaríkjunum Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Fleiri fréttir Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Sjá meira