Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar 19. febrúar 2025 13:00 Við búum í hnattrænum heimi þar sem þjóðir takast á við flóknar sameiginlegar áskoranir, átök og stríð ríkja of víða, efnahags- og félagsauð er misskipt, og umhverfis- og náttúrumál kalla á aðgerðir og breytta lífshætti. Sýnt hefur verið fram að lykillinn að árangri og farsæld þjóða er að efla og styrkja menntun og byggja upp sterkt og aðgengilegt menntakerfi. Auk þess að kenna ungmennum að þekkja og skilja hugtök, efla læsi og getu þeirra til að nýta tæknina, ættu menntakerfi heims að styðja markvisst við félags- og samskiptahæfni nemenda og hlúa að líkamlegri og andlegri heilsu þeirra. Við þurfum einnig að þroska með ungu fólki ábyrgðartilfinningu og gera þeim kleift að ígrunda siðferðilega vídd samfélagsins. Þetta eru þær áherslur sem alþjóðastofnanir hafa sameinast um að einkenna skóla- og frístundastarf og áherslur þjóða í menntamálum. Ég hvet lesendur til að hafa í huga þessi heildstæðu markmið menntunar í allri umræðu um gæði og starfshætti í skólum landsins. Við getum ekki leyft okkur „annað hvort- eða“ hugsunarhátt þar sem skólum sé annað hvort ætlað að sinna grunnhæfni, s.s. lestri og stærðfræði – eða að efla heildstæða og skapandi hæfni ungmenna. Menntaverkefnið er umfangsmikið og flókið, og verður ekki leyst innan skólanna eingöngu. Menntavísindasvið Háskóla Íslands blés til alþjóðlegrar fyrirlestraraðar um menntamál sem hófst í október á síðasta ári. Leiðandi sérfræðingum er boðið til landsins til að fjalla um ólík viðfangsefni tengd hlutverki skóla og menntastefnum, skapandi skólastarfi, námsmati og gagnsæi, og heilbrigði í skólum. Nú er komið að þriðja erindinu sem verður haldið í hátíðarsal Háskóla Íslands fimmtudaginn 20. febrúar kl. 15.00. Dr. Karen Hammerness mun fjalla um alþjóðlega stefnur og strauma á sviði kennaramenntunar. Hún segir frá nýlegu alþjóðlegu rannsóknarverkefni „Valdeflum kennara“ og mun taka dæmi um aðferðir, stefnur og starfshætti frá ýmsum löndum, þar á meðal Ástralíu, Kanada, Finnlandi, Noregi, Singapúr og Bandaríkjunum. Verið öll velkomin! Höfundur er forseti Menntavísindasviðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Háskólar Kolbrún Þ. Pálsdóttir Mest lesið Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Sjá meira
Við búum í hnattrænum heimi þar sem þjóðir takast á við flóknar sameiginlegar áskoranir, átök og stríð ríkja of víða, efnahags- og félagsauð er misskipt, og umhverfis- og náttúrumál kalla á aðgerðir og breytta lífshætti. Sýnt hefur verið fram að lykillinn að árangri og farsæld þjóða er að efla og styrkja menntun og byggja upp sterkt og aðgengilegt menntakerfi. Auk þess að kenna ungmennum að þekkja og skilja hugtök, efla læsi og getu þeirra til að nýta tæknina, ættu menntakerfi heims að styðja markvisst við félags- og samskiptahæfni nemenda og hlúa að líkamlegri og andlegri heilsu þeirra. Við þurfum einnig að þroska með ungu fólki ábyrgðartilfinningu og gera þeim kleift að ígrunda siðferðilega vídd samfélagsins. Þetta eru þær áherslur sem alþjóðastofnanir hafa sameinast um að einkenna skóla- og frístundastarf og áherslur þjóða í menntamálum. Ég hvet lesendur til að hafa í huga þessi heildstæðu markmið menntunar í allri umræðu um gæði og starfshætti í skólum landsins. Við getum ekki leyft okkur „annað hvort- eða“ hugsunarhátt þar sem skólum sé annað hvort ætlað að sinna grunnhæfni, s.s. lestri og stærðfræði – eða að efla heildstæða og skapandi hæfni ungmenna. Menntaverkefnið er umfangsmikið og flókið, og verður ekki leyst innan skólanna eingöngu. Menntavísindasvið Háskóla Íslands blés til alþjóðlegrar fyrirlestraraðar um menntamál sem hófst í október á síðasta ári. Leiðandi sérfræðingum er boðið til landsins til að fjalla um ólík viðfangsefni tengd hlutverki skóla og menntastefnum, skapandi skólastarfi, námsmati og gagnsæi, og heilbrigði í skólum. Nú er komið að þriðja erindinu sem verður haldið í hátíðarsal Háskóla Íslands fimmtudaginn 20. febrúar kl. 15.00. Dr. Karen Hammerness mun fjalla um alþjóðlega stefnur og strauma á sviði kennaramenntunar. Hún segir frá nýlegu alþjóðlegu rannsóknarverkefni „Valdeflum kennara“ og mun taka dæmi um aðferðir, stefnur og starfshætti frá ýmsum löndum, þar á meðal Ástralíu, Kanada, Finnlandi, Noregi, Singapúr og Bandaríkjunum. Verið öll velkomin! Höfundur er forseti Menntavísindasviðs.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun