Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 19. febrúar 2025 19:24 Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri er ánægð með að nú standi til að fjölga lögreglumönnum. Það varði öryggistilfinningu sjálfrar lögreglunnar og borgaranna. Vísir/Egill Árgangurinn sem hefur nám í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri í haust verður líklega sá langfjölmennasti til þessa. Ríkislögreglustjóri segir fjölda lögreglumanna haldast í hendur við öryggistilfinningu þeirra sjálfra og borgaranna. Hún bindur vonir við að fólk af erlendum uppruna sæki um til að lögreglan endurspegli breytta samsetningu þjóðarinnar. Fyrsta verk nýs dómsmálaráðherra var að fjölga stöðugildum innan lögreglu um fimmtíu og fjölga plássum í lögreglufræði við Háskólann á Akureyri. Opnað hefur verið fyrir umsóknir en skólinn getur tekið við allt að 95 nemendum í haust. Sigríður Björk Guðjónsdóttir er ríkislögreglustjóri. „Þarna er stærsti árgangur sem hingað til hefur verið tekinn inn í lögreglunám á einu bretti og það sem hefur gerst líka er að við erum að taka yngra fólk inn, það er núna búið að breyta umgjörðinni, nú er það strax eftir menntaskóla, þannig að það er 19 ára.“ Sem muni verulega um því þótt aldurstakmarkið hafi áður verið 20 þá hafi lögreglan misst frá sér margt ung fólk sem hafi viljað fara strax í nám eftir stúdent. Sigríður segir að fyrir nokkrum árum hafi lögreglan verið gríðarlega undirmönnuð. Stytting vinnuvikunnar og fleiri þættir hafi orðið til þess að fjöldi lögreglumanna við störf hverju sinni var alls ekki nægilegur. „Það er gríðarlega brýnt að fjölga í lögreglunni, vegna þess að þetta snýst um öryggistilfinningu bæði borgaranna - fólksins sem við erum að þjóna - en líka lögreglumannanna sjálfra sem eru að sinna verkefnunum.“ Bindur vonir við aukna fjölbreyttni í lögregluhópnum Sigríður hvetur fólk til að skella sér í lögreglunám en hún vill sérstaklega fólk með fjölbreyttan bakgrunn. „Okkar viðskiptavinir eru alls konar og þess vegna skiptir máli að við séum ekki of einsleitur hópur. Núna er 20% þjóðarinnar af erlendum uppruna og það er mikilvægt að okkar samsetning endurspegli það og það hefur ekki tekist til þessa. Við bindum vonir við að fólk af erlendum uppruna sæki núna um inngöngu, gríðarstór árgangur að hefja spennandi nám og þetta starf er ótrúlegt, og tekur á öllum hliðum mannlegs samfélags“ Hún vill líka laða að fólk á fjölbreyttu aldursskeiði. „Við viljum líka fólk sem er eldra, er kannski að prófa nýjan feril. Við höfum góða reynslu af kennurum svo það sé sagt, sem hafa verið að söðla um þannig að ég hvet alla þá sem ala þann draum í brjósti að vera lögreglumenn, þá er tækifærið núna.“ Lögreglan Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Ríkisstjórnin hefur samþykkt tillögu dómsmálaráðherra um að stöðugildum innan lögreglu verði fjölgað um fimmtíu og að fjölgunin komi til framkvæmda þegar á þessu ári. 3. febrúar 2025 16:15 Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins ætlar að fjölga lögreglumönnum og það verulega. Þannig á að auka öryggi almennings, samkvæmt stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. 21. desember 2024 14:53 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Fyrsta verk nýs dómsmálaráðherra var að fjölga stöðugildum innan lögreglu um fimmtíu og fjölga plássum í lögreglufræði við Háskólann á Akureyri. Opnað hefur verið fyrir umsóknir en skólinn getur tekið við allt að 95 nemendum í haust. Sigríður Björk Guðjónsdóttir er ríkislögreglustjóri. „Þarna er stærsti árgangur sem hingað til hefur verið tekinn inn í lögreglunám á einu bretti og það sem hefur gerst líka er að við erum að taka yngra fólk inn, það er núna búið að breyta umgjörðinni, nú er það strax eftir menntaskóla, þannig að það er 19 ára.“ Sem muni verulega um því þótt aldurstakmarkið hafi áður verið 20 þá hafi lögreglan misst frá sér margt ung fólk sem hafi viljað fara strax í nám eftir stúdent. Sigríður segir að fyrir nokkrum árum hafi lögreglan verið gríðarlega undirmönnuð. Stytting vinnuvikunnar og fleiri þættir hafi orðið til þess að fjöldi lögreglumanna við störf hverju sinni var alls ekki nægilegur. „Það er gríðarlega brýnt að fjölga í lögreglunni, vegna þess að þetta snýst um öryggistilfinningu bæði borgaranna - fólksins sem við erum að þjóna - en líka lögreglumannanna sjálfra sem eru að sinna verkefnunum.“ Bindur vonir við aukna fjölbreyttni í lögregluhópnum Sigríður hvetur fólk til að skella sér í lögreglunám en hún vill sérstaklega fólk með fjölbreyttan bakgrunn. „Okkar viðskiptavinir eru alls konar og þess vegna skiptir máli að við séum ekki of einsleitur hópur. Núna er 20% þjóðarinnar af erlendum uppruna og það er mikilvægt að okkar samsetning endurspegli það og það hefur ekki tekist til þessa. Við bindum vonir við að fólk af erlendum uppruna sæki núna um inngöngu, gríðarstór árgangur að hefja spennandi nám og þetta starf er ótrúlegt, og tekur á öllum hliðum mannlegs samfélags“ Hún vill líka laða að fólk á fjölbreyttu aldursskeiði. „Við viljum líka fólk sem er eldra, er kannski að prófa nýjan feril. Við höfum góða reynslu af kennurum svo það sé sagt, sem hafa verið að söðla um þannig að ég hvet alla þá sem ala þann draum í brjósti að vera lögreglumenn, þá er tækifærið núna.“
Lögreglan Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Ríkisstjórnin hefur samþykkt tillögu dómsmálaráðherra um að stöðugildum innan lögreglu verði fjölgað um fimmtíu og að fjölgunin komi til framkvæmda þegar á þessu ári. 3. febrúar 2025 16:15 Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins ætlar að fjölga lögreglumönnum og það verulega. Þannig á að auka öryggi almennings, samkvæmt stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. 21. desember 2024 14:53 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Ríkisstjórnin hefur samþykkt tillögu dómsmálaráðherra um að stöðugildum innan lögreglu verði fjölgað um fimmtíu og að fjölgunin komi til framkvæmda þegar á þessu ári. 3. febrúar 2025 16:15
Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins ætlar að fjölga lögreglumönnum og það verulega. Þannig á að auka öryggi almennings, samkvæmt stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. 21. desember 2024 14:53