Barðist við tárin þegar hann kvaddi Valur Páll Eiríksson skrifar 20. febrúar 2025 10:00 Danijel Dejan Djuric, fráfarandi leikmaður Víkings. Vísir/Ívar Danijel Djuric var með leikmannahópi Víkings í Aþenu í vikunni þegar hann þurfti skyndilega að hverfa frá. Hann samdi við lið Istra í Króatíu og við tóku viðburðarríkir tveir sólarhringar. Á miðvikudag var Danijel á æfingu með Víkingsliðinu þegar hann var dreginn til hliðar af Sölva Geir og framkvæmdastjóranum Haraldi Haraldssyni. Þá hafði tilboð Istra verið samþykkt og þurfti að hafa hraðar hendur. Félagsskiptaglugginn lokaði nefnilega síðar þann dag. „Þessir 48 klukkutímar hafa bara verið mjög skrýtnir,“ sagði Danijel þegar íþróttadeild náði í skottið á honum hér heima á þriðjudag, áður en hann flaug til Króatíu í gær. „Ég var í Aþenu fyrir tólf tímum að búa mig undir Evrópuleik. Núna er ég allt í einu heima hjá mömmu og pabba að borða og svo á morgun að fara út til Króatíu. Þetta er alvöru Evrópuævintýri,“ bætir hann við. Ofgnótt tilfinninga Hann segir þennan mánudaginn hafa verið sérstakan og æfinguna þegar hann beið tíðinda frá Króatíu. „Það var ótrúlega spes. Tilfinningin að vera að fara, að þetta sé síðasta æfingin, og að kveðja strákana. Ég talaði líka við hópinn og sagði að ég væri að fara. Þetta var of mikið, maður vissi ekki hvar maður var staddur. Maður var tómur í hausnum og tilfinningunum. Þetta var sensory overload,“ segir Danijel. Hvernig var að kveðja liðsfélagana? „Ég þurfti alveg að berjast við tárin þegar ég var að tala við strákana. Þetta var tilfinningaþrungið. Ég vildi bara þakka þeim. Ég vil að þeir viti hvað þeir þýða fyrir mér. Þetta er topp klúbbur og topp menn á bakvið þetta með toppstjórn og þjálfara. Víkingur er besti klúbbur á Íslandi núna,“ segir Danijel. Spáir Víkingum áfram í kvöld Eftir að hafa spilað við Panathinaikos síðasta fimmtudag býst Danijel við að hans gömlu félagar vinni leik kvöldsins við gríska félagið. „Mér líst mjög vel á þetta. Mér fannst við betri úti. Ég byrjaði á bekknum en kom inn á. Fyrir leikinn hljómuðu þeir smá eins og einhverjar ofurhetjur en þetta voru bara alveg eins leikmenn og við. Við vorum stundum bara betri en þeir. Ég held að Evrópuleikurinn verði bara betri og ég held að við komumst áfram,“ segir Danijel. Víkingur leiðir 2-1 fyrir síðari leik liðsins við Panathinaikos í kvöld. Leikur liðanna hefst klukkan 20:00 og verður sýndur beint á Vodafone Sport. Klippa: Hektískir dagar og tilfinningaþrungin kveðja Víkingur Reykjavík Besta deild karla Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira
Á miðvikudag var Danijel á æfingu með Víkingsliðinu þegar hann var dreginn til hliðar af Sölva Geir og framkvæmdastjóranum Haraldi Haraldssyni. Þá hafði tilboð Istra verið samþykkt og þurfti að hafa hraðar hendur. Félagsskiptaglugginn lokaði nefnilega síðar þann dag. „Þessir 48 klukkutímar hafa bara verið mjög skrýtnir,“ sagði Danijel þegar íþróttadeild náði í skottið á honum hér heima á þriðjudag, áður en hann flaug til Króatíu í gær. „Ég var í Aþenu fyrir tólf tímum að búa mig undir Evrópuleik. Núna er ég allt í einu heima hjá mömmu og pabba að borða og svo á morgun að fara út til Króatíu. Þetta er alvöru Evrópuævintýri,“ bætir hann við. Ofgnótt tilfinninga Hann segir þennan mánudaginn hafa verið sérstakan og æfinguna þegar hann beið tíðinda frá Króatíu. „Það var ótrúlega spes. Tilfinningin að vera að fara, að þetta sé síðasta æfingin, og að kveðja strákana. Ég talaði líka við hópinn og sagði að ég væri að fara. Þetta var of mikið, maður vissi ekki hvar maður var staddur. Maður var tómur í hausnum og tilfinningunum. Þetta var sensory overload,“ segir Danijel. Hvernig var að kveðja liðsfélagana? „Ég þurfti alveg að berjast við tárin þegar ég var að tala við strákana. Þetta var tilfinningaþrungið. Ég vildi bara þakka þeim. Ég vil að þeir viti hvað þeir þýða fyrir mér. Þetta er topp klúbbur og topp menn á bakvið þetta með toppstjórn og þjálfara. Víkingur er besti klúbbur á Íslandi núna,“ segir Danijel. Spáir Víkingum áfram í kvöld Eftir að hafa spilað við Panathinaikos síðasta fimmtudag býst Danijel við að hans gömlu félagar vinni leik kvöldsins við gríska félagið. „Mér líst mjög vel á þetta. Mér fannst við betri úti. Ég byrjaði á bekknum en kom inn á. Fyrir leikinn hljómuðu þeir smá eins og einhverjar ofurhetjur en þetta voru bara alveg eins leikmenn og við. Við vorum stundum bara betri en þeir. Ég held að Evrópuleikurinn verði bara betri og ég held að við komumst áfram,“ segir Danijel. Víkingur leiðir 2-1 fyrir síðari leik liðsins við Panathinaikos í kvöld. Leikur liðanna hefst klukkan 20:00 og verður sýndur beint á Vodafone Sport. Klippa: Hektískir dagar og tilfinningaþrungin kveðja
Víkingur Reykjavík Besta deild karla Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira