Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Árni Sæberg skrifar 20. febrúar 2025 15:04 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir er dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra mun leggja fram frumvarp um að sameina öll níu sýslumannsembætti landsins í eitt. „Ég geri mér grein fyrir að þessi áform geta vakið upp óvissu og jafnvel óöryggi. Það er skiljanlegt, en ekkert ber að óttast,“ segir ráðherra í tölvubréfi til starfsfólks. Til hefur staðið um nokkurt skeið að sameina embættin í eitt. Jón Gunnarsson, þáverandi dómsmálaráðherra tilkynnti árið 2022 að embættin yrðu sameinuð og Sýslumaður Íslands yrði staðsett á Húsavík. Guðrún hætti við Eftirmaður hans í stól dómsmálaráðherra, Guðrún Hafsteinsdóttir, tilkynnti svo ári seinna að fallið hefði verið frá áformunum. Það tilkynnti hún á fundi sýslumannsembættanna, við mikinn fögnuð viðstaddra. Jón hefur þó ekki látið deigan síga og lagði fram þingmannafrumvarp um sameiningu sýslumannsembættanna í fyrradag. Um er að ræða frumvarp sem var unnið í dómsmálaráðuneytinu á sínum tíma. Ný ríkisstjórn ætlar að klára málið Í þingmálaskrá ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins segir að Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra muni leggja fram frumvarp til laga um sýslumann í mars. Með frumvarpinu verði lagt til að sýslumannsembættin níu verði sameinuð í eitt, með það að meginmarkmiði að bæta þjónustu hins opinbera á öllu landinu. Markmiðinu verði náð með hagræðingu, einfaldari stjórnsýslu og jöfnu aðgengi að opinberri þjónustu, óháð búsetu. „Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá þér sem starfsmanni hjá sýslumannsembætti að ríkisstjórnin ætlar að sameina sýslumannsembættin úr níu í eitt í byrjun ársins 2026. Ég mun leggja fram frumvarp þess efnis á Alþingi,“ segir í tölvubréfi frá Þorbjörgu Sigríði til starfsmanna sýslumannsembættanna, sem Vísir hefur undir höndum. Starfsmenn haldi stöðum sínum Þar sem hún hafi ekki hitt alla starfsmenn augliti til auglits vilji hún með bréfinu fara stuttlega yfir verkefnið og vonandi svara þeim spurningum sem starfsmenn kynnu að hafa. „Ég geri mér grein fyrir að þessi áform geta vakið upp óvissu og jafnvel óöryggi. Það er skiljanlegt, en ekkert ber að óttast. Almennt starfsfólk mun halda störfum sínum við sameininguna. Starfsfólk eldri embætta færist sjálfkrafa yfir í hið nýja embætti sýslumanns. Ekki er gert ráð fyrir að sameining embættanna leiði til fækkunar starfsstöðva eða afgreiðslustaða.“ Mikið framfaramál Þá segir að sameiningin sé mikið framfaramál þar sem þjónusta við landsmenn verði efld með betri, skilvirkari og hagkvæmari stjórnsýslu. „Embættið mun verða öflugra og betur í stakk búið til að takast á við áskoranir eins og mannauðsmál, stafræna vegferð, réttindagæslu og stefnumótun auk þess sem tækifæri til starfsþróunar verða fleiri. Þá verður einfaldara að flytja verkefni úr stjórnsýslunni yfir til hins nýja embættis sem mun efla það og um leið landsbyggðir með verðmætum störfum um land allt.“ Loks segir að dómsmálaráðherra hvetji starfsmenn til að ræða málið á sínum starfsstöðvum „og líta á þetta verkefni sem tækifæri en ekki ógn.“ Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Stjórnsýsla Viðreisn Rekstur hins opinbera Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Fleiri fréttir Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Sjá meira
Til hefur staðið um nokkurt skeið að sameina embættin í eitt. Jón Gunnarsson, þáverandi dómsmálaráðherra tilkynnti árið 2022 að embættin yrðu sameinuð og Sýslumaður Íslands yrði staðsett á Húsavík. Guðrún hætti við Eftirmaður hans í stól dómsmálaráðherra, Guðrún Hafsteinsdóttir, tilkynnti svo ári seinna að fallið hefði verið frá áformunum. Það tilkynnti hún á fundi sýslumannsembættanna, við mikinn fögnuð viðstaddra. Jón hefur þó ekki látið deigan síga og lagði fram þingmannafrumvarp um sameiningu sýslumannsembættanna í fyrradag. Um er að ræða frumvarp sem var unnið í dómsmálaráðuneytinu á sínum tíma. Ný ríkisstjórn ætlar að klára málið Í þingmálaskrá ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins segir að Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra muni leggja fram frumvarp til laga um sýslumann í mars. Með frumvarpinu verði lagt til að sýslumannsembættin níu verði sameinuð í eitt, með það að meginmarkmiði að bæta þjónustu hins opinbera á öllu landinu. Markmiðinu verði náð með hagræðingu, einfaldari stjórnsýslu og jöfnu aðgengi að opinberri þjónustu, óháð búsetu. „Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá þér sem starfsmanni hjá sýslumannsembætti að ríkisstjórnin ætlar að sameina sýslumannsembættin úr níu í eitt í byrjun ársins 2026. Ég mun leggja fram frumvarp þess efnis á Alþingi,“ segir í tölvubréfi frá Þorbjörgu Sigríði til starfsmanna sýslumannsembættanna, sem Vísir hefur undir höndum. Starfsmenn haldi stöðum sínum Þar sem hún hafi ekki hitt alla starfsmenn augliti til auglits vilji hún með bréfinu fara stuttlega yfir verkefnið og vonandi svara þeim spurningum sem starfsmenn kynnu að hafa. „Ég geri mér grein fyrir að þessi áform geta vakið upp óvissu og jafnvel óöryggi. Það er skiljanlegt, en ekkert ber að óttast. Almennt starfsfólk mun halda störfum sínum við sameininguna. Starfsfólk eldri embætta færist sjálfkrafa yfir í hið nýja embætti sýslumanns. Ekki er gert ráð fyrir að sameining embættanna leiði til fækkunar starfsstöðva eða afgreiðslustaða.“ Mikið framfaramál Þá segir að sameiningin sé mikið framfaramál þar sem þjónusta við landsmenn verði efld með betri, skilvirkari og hagkvæmari stjórnsýslu. „Embættið mun verða öflugra og betur í stakk búið til að takast á við áskoranir eins og mannauðsmál, stafræna vegferð, réttindagæslu og stefnumótun auk þess sem tækifæri til starfsþróunar verða fleiri. Þá verður einfaldara að flytja verkefni úr stjórnsýslunni yfir til hins nýja embættis sem mun efla það og um leið landsbyggðir með verðmætum störfum um land allt.“ Loks segir að dómsmálaráðherra hvetji starfsmenn til að ræða málið á sínum starfsstöðvum „og líta á þetta verkefni sem tækifæri en ekki ógn.“
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Stjórnsýsla Viðreisn Rekstur hins opinbera Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Fleiri fréttir Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Sjá meira