Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Árni Sæberg skrifar 20. febrúar 2025 15:04 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir er dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra mun leggja fram frumvarp um að sameina öll níu sýslumannsembætti landsins í eitt. „Ég geri mér grein fyrir að þessi áform geta vakið upp óvissu og jafnvel óöryggi. Það er skiljanlegt, en ekkert ber að óttast,“ segir ráðherra í tölvubréfi til starfsfólks. Til hefur staðið um nokkurt skeið að sameina embættin í eitt. Jón Gunnarsson, þáverandi dómsmálaráðherra tilkynnti árið 2022 að embættin yrðu sameinuð og Sýslumaður Íslands yrði staðsett á Húsavík. Guðrún hætti við Eftirmaður hans í stól dómsmálaráðherra, Guðrún Hafsteinsdóttir, tilkynnti svo ári seinna að fallið hefði verið frá áformunum. Það tilkynnti hún á fundi sýslumannsembættanna, við mikinn fögnuð viðstaddra. Jón hefur þó ekki látið deigan síga og lagði fram þingmannafrumvarp um sameiningu sýslumannsembættanna í fyrradag. Um er að ræða frumvarp sem var unnið í dómsmálaráðuneytinu á sínum tíma. Ný ríkisstjórn ætlar að klára málið Í þingmálaskrá ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins segir að Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra muni leggja fram frumvarp til laga um sýslumann í mars. Með frumvarpinu verði lagt til að sýslumannsembættin níu verði sameinuð í eitt, með það að meginmarkmiði að bæta þjónustu hins opinbera á öllu landinu. Markmiðinu verði náð með hagræðingu, einfaldari stjórnsýslu og jöfnu aðgengi að opinberri þjónustu, óháð búsetu. „Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá þér sem starfsmanni hjá sýslumannsembætti að ríkisstjórnin ætlar að sameina sýslumannsembættin úr níu í eitt í byrjun ársins 2026. Ég mun leggja fram frumvarp þess efnis á Alþingi,“ segir í tölvubréfi frá Þorbjörgu Sigríði til starfsmanna sýslumannsembættanna, sem Vísir hefur undir höndum. Starfsmenn haldi stöðum sínum Þar sem hún hafi ekki hitt alla starfsmenn augliti til auglits vilji hún með bréfinu fara stuttlega yfir verkefnið og vonandi svara þeim spurningum sem starfsmenn kynnu að hafa. „Ég geri mér grein fyrir að þessi áform geta vakið upp óvissu og jafnvel óöryggi. Það er skiljanlegt, en ekkert ber að óttast. Almennt starfsfólk mun halda störfum sínum við sameininguna. Starfsfólk eldri embætta færist sjálfkrafa yfir í hið nýja embætti sýslumanns. Ekki er gert ráð fyrir að sameining embættanna leiði til fækkunar starfsstöðva eða afgreiðslustaða.“ Mikið framfaramál Þá segir að sameiningin sé mikið framfaramál þar sem þjónusta við landsmenn verði efld með betri, skilvirkari og hagkvæmari stjórnsýslu. „Embættið mun verða öflugra og betur í stakk búið til að takast á við áskoranir eins og mannauðsmál, stafræna vegferð, réttindagæslu og stefnumótun auk þess sem tækifæri til starfsþróunar verða fleiri. Þá verður einfaldara að flytja verkefni úr stjórnsýslunni yfir til hins nýja embættis sem mun efla það og um leið landsbyggðir með verðmætum störfum um land allt.“ Loks segir að dómsmálaráðherra hvetji starfsmenn til að ræða málið á sínum starfsstöðvum „og líta á þetta verkefni sem tækifæri en ekki ógn.“ Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Stjórnsýsla Viðreisn Rekstur hins opinbera Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Til hefur staðið um nokkurt skeið að sameina embættin í eitt. Jón Gunnarsson, þáverandi dómsmálaráðherra tilkynnti árið 2022 að embættin yrðu sameinuð og Sýslumaður Íslands yrði staðsett á Húsavík. Guðrún hætti við Eftirmaður hans í stól dómsmálaráðherra, Guðrún Hafsteinsdóttir, tilkynnti svo ári seinna að fallið hefði verið frá áformunum. Það tilkynnti hún á fundi sýslumannsembættanna, við mikinn fögnuð viðstaddra. Jón hefur þó ekki látið deigan síga og lagði fram þingmannafrumvarp um sameiningu sýslumannsembættanna í fyrradag. Um er að ræða frumvarp sem var unnið í dómsmálaráðuneytinu á sínum tíma. Ný ríkisstjórn ætlar að klára málið Í þingmálaskrá ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins segir að Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra muni leggja fram frumvarp til laga um sýslumann í mars. Með frumvarpinu verði lagt til að sýslumannsembættin níu verði sameinuð í eitt, með það að meginmarkmiði að bæta þjónustu hins opinbera á öllu landinu. Markmiðinu verði náð með hagræðingu, einfaldari stjórnsýslu og jöfnu aðgengi að opinberri þjónustu, óháð búsetu. „Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá þér sem starfsmanni hjá sýslumannsembætti að ríkisstjórnin ætlar að sameina sýslumannsembættin úr níu í eitt í byrjun ársins 2026. Ég mun leggja fram frumvarp þess efnis á Alþingi,“ segir í tölvubréfi frá Þorbjörgu Sigríði til starfsmanna sýslumannsembættanna, sem Vísir hefur undir höndum. Starfsmenn haldi stöðum sínum Þar sem hún hafi ekki hitt alla starfsmenn augliti til auglits vilji hún með bréfinu fara stuttlega yfir verkefnið og vonandi svara þeim spurningum sem starfsmenn kynnu að hafa. „Ég geri mér grein fyrir að þessi áform geta vakið upp óvissu og jafnvel óöryggi. Það er skiljanlegt, en ekkert ber að óttast. Almennt starfsfólk mun halda störfum sínum við sameininguna. Starfsfólk eldri embætta færist sjálfkrafa yfir í hið nýja embætti sýslumanns. Ekki er gert ráð fyrir að sameining embættanna leiði til fækkunar starfsstöðva eða afgreiðslustaða.“ Mikið framfaramál Þá segir að sameiningin sé mikið framfaramál þar sem þjónusta við landsmenn verði efld með betri, skilvirkari og hagkvæmari stjórnsýslu. „Embættið mun verða öflugra og betur í stakk búið til að takast á við áskoranir eins og mannauðsmál, stafræna vegferð, réttindagæslu og stefnumótun auk þess sem tækifæri til starfsþróunar verða fleiri. Þá verður einfaldara að flytja verkefni úr stjórnsýslunni yfir til hins nýja embættis sem mun efla það og um leið landsbyggðir með verðmætum störfum um land allt.“ Loks segir að dómsmálaráðherra hvetji starfsmenn til að ræða málið á sínum starfsstöðvum „og líta á þetta verkefni sem tækifæri en ekki ógn.“
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Stjórnsýsla Viðreisn Rekstur hins opinbera Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira