Kennarar samþykkja innanhússtillögu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. febrúar 2025 16:13 Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari ásamt Magnúsi Þór Jónssyni formanni Kennarasambandsins. Vísir/Vilhelm Ríkissáttasemjari lagði fram innanhússtillögu í deilu kennara við sveitarstjórnir og ríkið síðdegis í dag. Kennarar hafa þegar samþykkt tillöguna en hið opinbera hefur frest til 22 í kvöld til að svara kalli sáttasemjara. Þetta kom fram í máli Ástráðar Haraldssonar ríkissáttasemjara sem ræddi við fjölmiðla í húsakynnum embættisins á fimmta tímanum. Hann hafði þá augnablikum áður lagt fram tillögu sína. Ástráður segir í samtali við fréttastofu að tillagan nái til allra þeirra kjarasamninga sem séu undir í deilunni, þ.e. allra skólastiga og hvort sem eru samningar við sveitastjórnir eða ríkið. Hann hafi fengið samþykki deiluaðila að leggja fram tillögu sem hann hafi gert klukkan fjögur síðdegis. „Ef aðilarnir fallast á tillöguna þá aflýsast allar boðaðar vinnustöðvanir,“ segir Ástráður. Hún byggi í öllum meginatriðum á sömu hugmyndum og fyrri tillögur, sé framhald af þeim, og á þeim atriðum sem aðilar hafi orðið sammála um. Það sem skilji deiluaðila séu tillögur sáttasemjara. Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir í samtali við fréttastofu að kennarar hafi þegar samþykkt tillöguna. Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að stjórn sambandsins hittist á fundi klukkan átta í kvöld. Þar muni samninganefndin kynna miðlunartillöguna fyrir stjórninni. Ríkissáttasemjara verði svarað um leið og þeim fundi lýkur og fyrir tilskilin frest klukkan 22 í kvöld. Einar Mar Þórðarson hjá samninganefnd ríkisins vildi ekki tjá sig um tillöguna að svo stöddu. Leik- og grunnskólar eru reknir af sveitarfélögunum en framhaldsskólarnir heyra undir ríkið. Samninganefndir kennara og Samband íslenskra sveitarfélaga hafa fundað bæði í gær og í dag í deilunni. Verkföll eru fyrirhuguð í fimm framhaldsskólum og einum tónlistarskóla á morgun. Þá hafa verkföll leikskólakennara verið samþykkt í öllum leikskólum Kópavogs sem hefjast þann 3. mars. Verkföll á leikskólum Hafnarfjarðar og Fjarðabyggðar hefjast 17. og 24. mars að óbreyttu. Þá hefur félagsfólk FL, sem starfar í Leikskóla Snæfellsbæjar, verið í verkfalli síðan 1. febrúar síðastliðinn. Fréttin hefur verið uppfærð. Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Skóla- og menntamál Grunnskólar Leikskólar Framhaldsskólar Mest lesið Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Fleiri fréttir Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Sjá meira
Þetta kom fram í máli Ástráðar Haraldssonar ríkissáttasemjara sem ræddi við fjölmiðla í húsakynnum embættisins á fimmta tímanum. Hann hafði þá augnablikum áður lagt fram tillögu sína. Ástráður segir í samtali við fréttastofu að tillagan nái til allra þeirra kjarasamninga sem séu undir í deilunni, þ.e. allra skólastiga og hvort sem eru samningar við sveitastjórnir eða ríkið. Hann hafi fengið samþykki deiluaðila að leggja fram tillögu sem hann hafi gert klukkan fjögur síðdegis. „Ef aðilarnir fallast á tillöguna þá aflýsast allar boðaðar vinnustöðvanir,“ segir Ástráður. Hún byggi í öllum meginatriðum á sömu hugmyndum og fyrri tillögur, sé framhald af þeim, og á þeim atriðum sem aðilar hafi orðið sammála um. Það sem skilji deiluaðila séu tillögur sáttasemjara. Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir í samtali við fréttastofu að kennarar hafi þegar samþykkt tillöguna. Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að stjórn sambandsins hittist á fundi klukkan átta í kvöld. Þar muni samninganefndin kynna miðlunartillöguna fyrir stjórninni. Ríkissáttasemjara verði svarað um leið og þeim fundi lýkur og fyrir tilskilin frest klukkan 22 í kvöld. Einar Mar Þórðarson hjá samninganefnd ríkisins vildi ekki tjá sig um tillöguna að svo stöddu. Leik- og grunnskólar eru reknir af sveitarfélögunum en framhaldsskólarnir heyra undir ríkið. Samninganefndir kennara og Samband íslenskra sveitarfélaga hafa fundað bæði í gær og í dag í deilunni. Verkföll eru fyrirhuguð í fimm framhaldsskólum og einum tónlistarskóla á morgun. Þá hafa verkföll leikskólakennara verið samþykkt í öllum leikskólum Kópavogs sem hefjast þann 3. mars. Verkföll á leikskólum Hafnarfjarðar og Fjarðabyggðar hefjast 17. og 24. mars að óbreyttu. Þá hefur félagsfólk FL, sem starfar í Leikskóla Snæfellsbæjar, verið í verkfalli síðan 1. febrúar síðastliðinn. Fréttin hefur verið uppfærð.
Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Skóla- og menntamál Grunnskólar Leikskólar Framhaldsskólar Mest lesið Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Fleiri fréttir Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels