Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Jón Þór Stefánsson skrifar 21. febrúar 2025 16:52 Gísli Rafn, Þórhildur Sunna og Birgir sóttu um. Vísir/Vilhelm/Arnar Fjórmenningarnir Elín Rósa Sigurðardóttir, Jónas G. Allansson, María Mjöll Jónsdóttir og Ragnar G. Kristjánsson hafa verið skipuð í embætti sendiherra, en án staðarákvörðunar. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. Það var Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, sem skipaði fjórmenningana, en skipun hennar er sögð hafa enga kostnaðaraukningu í för með sér fyrir ríkissjóð. Vísir greindi frá þeim sem sóttu um embættið í lok síðast árs, en þá kom fram að þrír fyrrverandi þingmenn hefðu sótt um. Þau eru Birgir Þórarinsson, Gísli Rafn Ólafsson og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir. Þeim fjórum, sem hafa verið skipuð, er lýst nokkuð ítarlega í tilkynningu stjórnarráðssins. Lýsingin er eftirfarandi: „Elín Rósa Sigurðardóttir, skrifstofustjóri þróunarsamvinnuskrifstofu, hefur starfað innan utanríkisþjónustunnar frá 2006 og hjá þáverandi undirstofnun ráðuneytisins, Þróunarsamvinnustofnun Íslands (ÞSSÍ) frá 2001. Hún hefur lokið grunnnámi í alþjóðasamskiptum og hagfræði frá Schiller alþjóðaháskólanum í Þýskalandi og er með meistaragráðu í alþjóðasamskiptum frá Boston háskóla. Hjá ÞSSÍ starfaði Elín fyrst sem skrifstofustjóri í Reykjavík og síðar sem umdæmisstjóri í Mósambík. Elín Rósa hóf störf í ráðuneytinu sem sérfræðingur á alþjóða- og öryggissviði. Frá 2013 var hún staðgengill sendiherra í sendiráði Íslands í Osló og svo staðgengill sendiherra í sendiráði Íslands í Berlín. Elín hefur starfað sem skrifstofustjóri þróunarsamvinnuskrifstofu utanríkisráðuneytisins frá árinu 2022. Jónas G. Allansson, skrifstofustjóri varnarmálaskrifstofu, hefur starfað hjá utanríkisráðuneytinu í um 20 ár. Hann er með BA próf í mannfræði frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í mannfræði frá sama skóla. Þá stundaði hann doktorsnám í mannfræði við háskólana í Aberdeen og Kaupmannahöfn á árunum 2001-2005. Jónas var stjórnandi í eftirlits- og upplýsingateymi NATO í Afganistan árin 2005-2007 og framkvæmdastjóri norrænu vopnahléssveitanna í Srí Lanka 2007-2008. Jónas var umsjónarmaður borgaraþjónustu árið 2009 og starfaði í norðurslóðamálum árin 2010-2013. Árin 2013-2014 var hann deildarstjóri öryggis- og varnarmáladeildar. Hann var varafastafulltrúi í fastanefnd Íslands í NATO í Brussel og varafastafulltrúi í fastanefnd Íslands gagnvart Sameinuðu þjóðunum í New York. Frá árinu 2022 hefur Jónas starfað sem skrifstofustjóri varnarmálaskrifstofu í utanríkisráðuneytinu. María Mjöll Jónsdóttir, skrifstofustjóri skrifstofu alþjóðapólitískra málefna og stefnumótunar, hefur starfað innan utanríkisþjónustunnar frá árinu 2001. Hún er með BA próf í spænsku með stjórnmálafræði sem aukagrein frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í alþjóðastjórnmálahagfræði frá Colombia-háskóla í New York. Á árunum 2007-2015 starfaði María í fastanefnd Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum í New York. Árið 2016 varð hún deildarstjóri málefna Sameinuðu þjóðanna á alþjóða- og öryggisskrifstofu utanríkisráðuneytisins og deildarstjóri upplýsinga- og greiningardeildar frá árinu 2018. Árið 2020 varð María Mjöll skrifstofustjóri alþjóða- og þróunarsamvinnuskrifstofu og frá árinu 2022 skrifstofustjóri alþjóðapólitískra málefna og stefnumótunar. Ragnar G. Kristjánsson, skrifstofustjóri viðskiptaskrifstofu, hefur starfað innan utanríkisþjónustunnar frá árinu 1998. Ragnar er með BA próf í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands, meistaragráðu í Evrópufræðum frá Háskólanum í Hull, Bretlandi og diplómu í alþjóðlegum viðskiptarétti frá Háskólanum í Turku, Finnlandi. Hann hóf störf á varnarmálaskrifstofu árið 1998. Árin 2001-2007 starfaði hann hjá fastanefnd Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum í New York. Þá varð hann varafastafulltrúi fastanefndar Íslands í Genf árið 2007. Frá 2011-2014 var hann deildarstjóri á viðskiptasviði utanríkisráðuneytisins. Ragnar var staðgengill sendiherra í sendiráði Íslands í Brussel árin 2014-2018 og varafastafulltrúi í fastanefnd Íslands hjá Atlantshafsbandalaginu í Brussel árin 2018-2021. Frá ágúst 2021 hefur Ragnar starfað sem skrifstofustjóri viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins.“ Umsækjendur voru eftirfarandi: Aðalheiður Inga Þorsteinsdóttir, sendifulltrúi og fastafulltrúi Andri Lúthersson, sendifulltrúi og alþjóðafulltrúi Anna Hjartardóttir, sendifulltrúi og varaskrifstofustjóri Anna Katrín Vilhjálmsdóttir, sendifulltrúi og ráðgjafi Anna Pála Sverrisdóttir, sendiráðunautur og yfirmaður mannúðarmála Arnljótur Bjarki Bergsson, ráðgjafi Auðbjörg Halldórsdóttir, sendifulltrúi og fastafulltrúi Auður Edda Jökulsdóttir, sendifulltrúi og sérstakur erindreki Ásgeir Sigfússon, framkvæmdarstjóri Benedikt Höskuldsson, settur sendiherra Birgir Þórarinsson, fv. alþingismaður Bjarni Vestmann, sendifulltrúi og varnarmálafulltrúi Bryndís Kjartansdóttir, settur sendiherra Davíð Logi Sigurðsson, sendifulltrúi og deildarstjóri Elín Rósa Sigurðardóttir, sendifulltrúi og skrifstofustjóri Emil Breki Hreggviðsson, sendifulltrúi og deildarstjóri Eyjólfur Vilberg Gunnarsson, framkvæmdarstjóri Eyrún Ýr Hildar Þorleifsdóttir, starfsmannastjóri Finnur Þór Birgisson, sendifulltrúi og varamaður sendiherra Friðrik Jónsson, settur sendiherra Geir Oddsson, sendifulltrúi og fastafulltrúi Gísli Rafn Ólafsson, fv. alþingismaður Gunnlaug Guðmundsdóttir, sendifulltrúi og varamaður sendiherra Hlynur Guðjónsson, settur sendiherra Hreinn Pálsson, sendifulltrúi og mannauðsstjóri Hrund Hafsteinsdóttir, sendifulltrúi og lögfræðingur Hugi Ólafsson, skrifstofustjóri Höskuldur Þór Þórhallsson, lögfræðingur Ingólfur Friðriksson, sendifulltrúi og varaskrifstofustjóri Ingólfur Pálsson, yfirmaður tæknimála Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir, sendifulltrúi og deildarstjóri Jón Erlingur Jónasson, sendifulltrúi og sérstakur erindreki Jónas Gunnar Allansson, sendifulltrúi og skrifstofustjóri Katrín Einarsdóttir, sendifulltrúi og prótókollsstjóri Kristján Guy Burgess, ráðgjafi María Mjöll Jónsdóttir, sendifulltrúi og skrifstofustjóri Matthías Geir Pálsson, sendifulltrúi og lögfræðingur Nína Björk Jónsdóttir, sendifulltrúi og skrifstofustjóri Ólöf Ragnarsdóttir, fréttamaður Pétur Gunnar Thorsteinsson, sendifulltrúi og aðalsamningamaður Ragnar Gísli Kristjánsson, sendifulltrúi og skrifstofustjóri Sesselja Sigurðardóttir, sendifulltrúi og skrifstofustjóri Sóley Kaldal, sérfræðingur Stefán Ingi Stefánsson, ráðgjafi Tómas Orri Ragnarsson, sendifulltrúi og deildarstjóri Veturliði Þór Stefánsson, sendifulltrúi og skrifstofustjóri Þórarinna Söebech, sendifulltrúi og varaskrifstofustjóri Þórður Sigtryggsson, varaframkvæmdarstjóri Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, fv. alþingismaður Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Stjórnsýsla Sendiráð Íslands Vistaskipti Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Fleiri fréttir Óttast að stóru verkfræðistofunnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. Það var Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, sem skipaði fjórmenningana, en skipun hennar er sögð hafa enga kostnaðaraukningu í för með sér fyrir ríkissjóð. Vísir greindi frá þeim sem sóttu um embættið í lok síðast árs, en þá kom fram að þrír fyrrverandi þingmenn hefðu sótt um. Þau eru Birgir Þórarinsson, Gísli Rafn Ólafsson og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir. Þeim fjórum, sem hafa verið skipuð, er lýst nokkuð ítarlega í tilkynningu stjórnarráðssins. Lýsingin er eftirfarandi: „Elín Rósa Sigurðardóttir, skrifstofustjóri þróunarsamvinnuskrifstofu, hefur starfað innan utanríkisþjónustunnar frá 2006 og hjá þáverandi undirstofnun ráðuneytisins, Þróunarsamvinnustofnun Íslands (ÞSSÍ) frá 2001. Hún hefur lokið grunnnámi í alþjóðasamskiptum og hagfræði frá Schiller alþjóðaháskólanum í Þýskalandi og er með meistaragráðu í alþjóðasamskiptum frá Boston háskóla. Hjá ÞSSÍ starfaði Elín fyrst sem skrifstofustjóri í Reykjavík og síðar sem umdæmisstjóri í Mósambík. Elín Rósa hóf störf í ráðuneytinu sem sérfræðingur á alþjóða- og öryggissviði. Frá 2013 var hún staðgengill sendiherra í sendiráði Íslands í Osló og svo staðgengill sendiherra í sendiráði Íslands í Berlín. Elín hefur starfað sem skrifstofustjóri þróunarsamvinnuskrifstofu utanríkisráðuneytisins frá árinu 2022. Jónas G. Allansson, skrifstofustjóri varnarmálaskrifstofu, hefur starfað hjá utanríkisráðuneytinu í um 20 ár. Hann er með BA próf í mannfræði frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í mannfræði frá sama skóla. Þá stundaði hann doktorsnám í mannfræði við háskólana í Aberdeen og Kaupmannahöfn á árunum 2001-2005. Jónas var stjórnandi í eftirlits- og upplýsingateymi NATO í Afganistan árin 2005-2007 og framkvæmdastjóri norrænu vopnahléssveitanna í Srí Lanka 2007-2008. Jónas var umsjónarmaður borgaraþjónustu árið 2009 og starfaði í norðurslóðamálum árin 2010-2013. Árin 2013-2014 var hann deildarstjóri öryggis- og varnarmáladeildar. Hann var varafastafulltrúi í fastanefnd Íslands í NATO í Brussel og varafastafulltrúi í fastanefnd Íslands gagnvart Sameinuðu þjóðunum í New York. Frá árinu 2022 hefur Jónas starfað sem skrifstofustjóri varnarmálaskrifstofu í utanríkisráðuneytinu. María Mjöll Jónsdóttir, skrifstofustjóri skrifstofu alþjóðapólitískra málefna og stefnumótunar, hefur starfað innan utanríkisþjónustunnar frá árinu 2001. Hún er með BA próf í spænsku með stjórnmálafræði sem aukagrein frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í alþjóðastjórnmálahagfræði frá Colombia-háskóla í New York. Á árunum 2007-2015 starfaði María í fastanefnd Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum í New York. Árið 2016 varð hún deildarstjóri málefna Sameinuðu þjóðanna á alþjóða- og öryggisskrifstofu utanríkisráðuneytisins og deildarstjóri upplýsinga- og greiningardeildar frá árinu 2018. Árið 2020 varð María Mjöll skrifstofustjóri alþjóða- og þróunarsamvinnuskrifstofu og frá árinu 2022 skrifstofustjóri alþjóðapólitískra málefna og stefnumótunar. Ragnar G. Kristjánsson, skrifstofustjóri viðskiptaskrifstofu, hefur starfað innan utanríkisþjónustunnar frá árinu 1998. Ragnar er með BA próf í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands, meistaragráðu í Evrópufræðum frá Háskólanum í Hull, Bretlandi og diplómu í alþjóðlegum viðskiptarétti frá Háskólanum í Turku, Finnlandi. Hann hóf störf á varnarmálaskrifstofu árið 1998. Árin 2001-2007 starfaði hann hjá fastanefnd Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum í New York. Þá varð hann varafastafulltrúi fastanefndar Íslands í Genf árið 2007. Frá 2011-2014 var hann deildarstjóri á viðskiptasviði utanríkisráðuneytisins. Ragnar var staðgengill sendiherra í sendiráði Íslands í Brussel árin 2014-2018 og varafastafulltrúi í fastanefnd Íslands hjá Atlantshafsbandalaginu í Brussel árin 2018-2021. Frá ágúst 2021 hefur Ragnar starfað sem skrifstofustjóri viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins.“ Umsækjendur voru eftirfarandi: Aðalheiður Inga Þorsteinsdóttir, sendifulltrúi og fastafulltrúi Andri Lúthersson, sendifulltrúi og alþjóðafulltrúi Anna Hjartardóttir, sendifulltrúi og varaskrifstofustjóri Anna Katrín Vilhjálmsdóttir, sendifulltrúi og ráðgjafi Anna Pála Sverrisdóttir, sendiráðunautur og yfirmaður mannúðarmála Arnljótur Bjarki Bergsson, ráðgjafi Auðbjörg Halldórsdóttir, sendifulltrúi og fastafulltrúi Auður Edda Jökulsdóttir, sendifulltrúi og sérstakur erindreki Ásgeir Sigfússon, framkvæmdarstjóri Benedikt Höskuldsson, settur sendiherra Birgir Þórarinsson, fv. alþingismaður Bjarni Vestmann, sendifulltrúi og varnarmálafulltrúi Bryndís Kjartansdóttir, settur sendiherra Davíð Logi Sigurðsson, sendifulltrúi og deildarstjóri Elín Rósa Sigurðardóttir, sendifulltrúi og skrifstofustjóri Emil Breki Hreggviðsson, sendifulltrúi og deildarstjóri Eyjólfur Vilberg Gunnarsson, framkvæmdarstjóri Eyrún Ýr Hildar Þorleifsdóttir, starfsmannastjóri Finnur Þór Birgisson, sendifulltrúi og varamaður sendiherra Friðrik Jónsson, settur sendiherra Geir Oddsson, sendifulltrúi og fastafulltrúi Gísli Rafn Ólafsson, fv. alþingismaður Gunnlaug Guðmundsdóttir, sendifulltrúi og varamaður sendiherra Hlynur Guðjónsson, settur sendiherra Hreinn Pálsson, sendifulltrúi og mannauðsstjóri Hrund Hafsteinsdóttir, sendifulltrúi og lögfræðingur Hugi Ólafsson, skrifstofustjóri Höskuldur Þór Þórhallsson, lögfræðingur Ingólfur Friðriksson, sendifulltrúi og varaskrifstofustjóri Ingólfur Pálsson, yfirmaður tæknimála Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir, sendifulltrúi og deildarstjóri Jón Erlingur Jónasson, sendifulltrúi og sérstakur erindreki Jónas Gunnar Allansson, sendifulltrúi og skrifstofustjóri Katrín Einarsdóttir, sendifulltrúi og prótókollsstjóri Kristján Guy Burgess, ráðgjafi María Mjöll Jónsdóttir, sendifulltrúi og skrifstofustjóri Matthías Geir Pálsson, sendifulltrúi og lögfræðingur Nína Björk Jónsdóttir, sendifulltrúi og skrifstofustjóri Ólöf Ragnarsdóttir, fréttamaður Pétur Gunnar Thorsteinsson, sendifulltrúi og aðalsamningamaður Ragnar Gísli Kristjánsson, sendifulltrúi og skrifstofustjóri Sesselja Sigurðardóttir, sendifulltrúi og skrifstofustjóri Sóley Kaldal, sérfræðingur Stefán Ingi Stefánsson, ráðgjafi Tómas Orri Ragnarsson, sendifulltrúi og deildarstjóri Veturliði Þór Stefánsson, sendifulltrúi og skrifstofustjóri Þórarinna Söebech, sendifulltrúi og varaskrifstofustjóri Þórður Sigtryggsson, varaframkvæmdarstjóri Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, fv. alþingismaður
Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Stjórnsýsla Sendiráð Íslands Vistaskipti Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Fleiri fréttir Óttast að stóru verkfræðistofunnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Sjá meira
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent