„Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. febrúar 2025 20:15 Þorsteinn Halldórsson var hóflega sáttur með leik íslenska kvennalandsliðsins í kvöld. Marco Steinbrenner/DeFodi Images via Getty Images „Mér fannst við spila fínt í fyrri hálfleik og gerðum ágætlega á köflum þar,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu eftir markalaust jafntefli gegn Sviss í Þjóðadeildinni í knattspyrnu í kvöld. Leikur kvöldsins var heldur bragðdaufur og liðin buðu ekki upp á mörg færi. Íslensku stelpurnar voru hættulegri aðilinn í fyrri hálfleik, en leikur liðsins var ekki jafn góður í upphafi þess seinni. „En mér fannst við byrja seinni hálfleikinn mjög illa. Við vorum langt frá mönnum og vorum að tapa honum á vondum stöðum þannig að við gáfum þeim smá sjálfstraust fannst mér og þær gátu þá keyrt á okkur. Þær voru svosem ekki að skapa neitt og ég held að Cecilía hafi ekki þurft að verja eitt einasta skot,“ sagði Þorsteinn enn fremur í viðtali við RÚV eftir leik. Seinni hálfleikur var bara ekki nógu góður og við þurfum aðeins að fara yfir hvað við getum gert betur þar.“ Þrátt fyrir að hafa ekki þótt leikur liðsins nógu góður gerði Þorsteinn ekki skiptingu fyrr en tæpar tuttugu mínútur voru til leiksloka. En hvers vegna gerði hann ekki breytingu fyrr? „Ég bara bjóst við meiru af leikmönnum. Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur.“ Íslenska liðið skapaði sér lítið af færum í leik kvöldsins, en Þorsteini fannst liðið þó geta gert betur úr þeim stöðum sem liðið skapaði. „Við komumst nokkuð oft í einn á einn stöður á risaplássi. Mér fannst vera að slitna á milli hjá þeim í seinni hálfleik og var svona að vonast til að við gætum nýtt okkur það betur því við vorum að fá einn á einn á mjög góðum svæðum og vorum að koma okkur í mjög fínar stöður til að skapa dauðafæri.“ „En við náðum því aldrei og það vantaði svona herslumuninn þar,“ sagði Þorsteinn. Já, gamli góði herslumunurinn leikur lið oft grátt, en Þorsteinn segir að hann hefði tekið því að ná jafntefli úr leik kvöldsins ef honum hefði verið boðið það fyrir leik. „Já algjörlega. Þetta eru allt góð lið sem við erum að spila á móti og auðvitað vill maður vinna þessa leiki. En stig er alls ekki slæmt,“ sagði Þorsteinn að lokum. Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Í beinni: FH - Valur | Botnliðið fær taplausa gesti Íslenski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Bayern varð sófameistari Fótbolti Fleiri fréttir Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Í beinni: FH - Valur | Botnliðið fær taplausa gesti Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Sjá meira
Leikur kvöldsins var heldur bragðdaufur og liðin buðu ekki upp á mörg færi. Íslensku stelpurnar voru hættulegri aðilinn í fyrri hálfleik, en leikur liðsins var ekki jafn góður í upphafi þess seinni. „En mér fannst við byrja seinni hálfleikinn mjög illa. Við vorum langt frá mönnum og vorum að tapa honum á vondum stöðum þannig að við gáfum þeim smá sjálfstraust fannst mér og þær gátu þá keyrt á okkur. Þær voru svosem ekki að skapa neitt og ég held að Cecilía hafi ekki þurft að verja eitt einasta skot,“ sagði Þorsteinn enn fremur í viðtali við RÚV eftir leik. Seinni hálfleikur var bara ekki nógu góður og við þurfum aðeins að fara yfir hvað við getum gert betur þar.“ Þrátt fyrir að hafa ekki þótt leikur liðsins nógu góður gerði Þorsteinn ekki skiptingu fyrr en tæpar tuttugu mínútur voru til leiksloka. En hvers vegna gerði hann ekki breytingu fyrr? „Ég bara bjóst við meiru af leikmönnum. Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur.“ Íslenska liðið skapaði sér lítið af færum í leik kvöldsins, en Þorsteini fannst liðið þó geta gert betur úr þeim stöðum sem liðið skapaði. „Við komumst nokkuð oft í einn á einn stöður á risaplássi. Mér fannst vera að slitna á milli hjá þeim í seinni hálfleik og var svona að vonast til að við gætum nýtt okkur það betur því við vorum að fá einn á einn á mjög góðum svæðum og vorum að koma okkur í mjög fínar stöður til að skapa dauðafæri.“ „En við náðum því aldrei og það vantaði svona herslumuninn þar,“ sagði Þorsteinn. Já, gamli góði herslumunurinn leikur lið oft grátt, en Þorsteinn segir að hann hefði tekið því að ná jafntefli úr leik kvöldsins ef honum hefði verið boðið það fyrir leik. „Já algjörlega. Þetta eru allt góð lið sem við erum að spila á móti og auðvitað vill maður vinna þessa leiki. En stig er alls ekki slæmt,“ sagði Þorsteinn að lokum.
Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Í beinni: FH - Valur | Botnliðið fær taplausa gesti Íslenski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Bayern varð sófameistari Fótbolti Fleiri fréttir Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Í beinni: FH - Valur | Botnliðið fær taplausa gesti Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Sjá meira