Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 21. febrúar 2025 23:57 Baldwin-hjónin hafa opnað sig um erfiðleika fjölskyldunnar og geðheilbrigði Alecs eftir að hann varð áhættuleikara óvart að bana árið 2021. Getty Alec Baldwin greindist með áfallastreituröskun eftir að hafa óvart orðið kvikmyndatökustjóri Halynu Hutchins að bana við tökur á myndinni Rust árið 2021. Baldwin var ákærður fyrir manndráp af gáleysi en málinu var vísað frá. Alec Baldwin og eiginkona hans, Hilaria Baldwin, opnuðu sig um áhrif slyssins og réttarhaldanna á fjölskyldu þeirra í sýnishorni úr nýju raunveruleikaþáttunum The Baldwins sem hefja göngu sína á TLC þann 23. febrúar. „Síðasta ár var alveg hræðilegt. Á tímabili lá ég í rúminu og sagði, ,Vá, krakkar. Ég get ekki farið á fætur.' Það er ekkert líkt mér. Ég er alls ekki þannig, ekki á neinn hátt, aldrei,“ sagði hann í sýnishorninu sem People fjallar um. Þá sagði Hilaria að það væri öllum ljóst hvernig geðheilsu leikarans hefði hrakað eftir slysið. Ekki nóg með að áráttu- og þráhyggjuröskun (e. OCD) hans hafi versnað til muna heldur greindist einnig með áfallastreituröskun að hennar sögn. Á hans myrkustu stundum hafi hann sagt: „Af hverju er ég enn hérna ef að slys þurfti að eiga sér stað þennan dag? Af hverju gat það ekki verið ég?“Þá hafi hann einnig sagt: „Ég er glaðari þegar ég sef en þegar ég vaki.“ Hélt ætíð fram sakleysi sínu Slysið átti sér stað þann 27. október 2021 þegar skot hljóp úr leikmunabyssu sem Baldwin hélt á og hæfði kvikmyndatökustjórann Halynu Hutchins. Hún lést af sárum sínum. Baldwin hélt alla tíð fram sakleysi sínu, sagðist hvorki hafa tekið í gikkinn né vitað af því að byssan væri hlaðin alvöru byssukúlum en ekki púðurskotum. Baldwin var sakaður um manndráp af gáleysi en málinu var vísað frá dómi þegar dómari í Nýju-Mexíkó komst að þeirri niðurstöðu að ákæruvaldið og lögreglan hefðu haldið aftur af sönnunargögnum. Vopnavörðurinn Hannah Gutierrez-Reed, sem átti að sinna eftirliti með vopnunum á kvikmyndasettinu, var hins vegar dæmd fyrir manndráp af gáleysi og hlaut átján mánaða fangelsisdóm. Hún hafði hlaðið byssuna og ruglast á gerviskotfærum og raunverulegum skotum. Þá var hún einnig timbruð daginn sem slysið átti sér stað. Uppfært: Í fyrri útgáfa fréttar stóð að Halyna Hutchins væri áhættuleikkona en ekki kvikmyndatökumaður. Hollywood Bandaríkin Byssuskot Alecs Baldwin Tengdar fréttir Framleiðendur Rust sektaðir um rúmlega 17 milljónir króna Framleiðendur kvikmyndarinnar Rust hafa verið sektaðir um tæplega 137 þúsund dali í tengslum við dauða kvikmyndatökustjórans Halyna Hutchins í október í fyrra. Umhverfisdeild Nýju Mexíkó sagði framleiðendur hafa sýnt fram skeytingarleysi um hættur skotvopna á tökustað. 21. apríl 2022 00:04 Alec Baldwin varð konu að bana við tökur á nýrri mynd Leikarinn Alec Baldwin er sagður hafa orðið konu að bana við tökur á kvikmynd í Nýju-Mexíkó. Samkvæmt erlendum miðlum hleypti Baldwin af skotvopni sem var einn af leikmunum myndarinnar, með þeim afleiðingum að kona dó og maður særðist. 22. október 2021 06:27 Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Fleiri fréttir Setja upp söngleik um Luigi Mangione „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Sjá meira
Alec Baldwin og eiginkona hans, Hilaria Baldwin, opnuðu sig um áhrif slyssins og réttarhaldanna á fjölskyldu þeirra í sýnishorni úr nýju raunveruleikaþáttunum The Baldwins sem hefja göngu sína á TLC þann 23. febrúar. „Síðasta ár var alveg hræðilegt. Á tímabili lá ég í rúminu og sagði, ,Vá, krakkar. Ég get ekki farið á fætur.' Það er ekkert líkt mér. Ég er alls ekki þannig, ekki á neinn hátt, aldrei,“ sagði hann í sýnishorninu sem People fjallar um. Þá sagði Hilaria að það væri öllum ljóst hvernig geðheilsu leikarans hefði hrakað eftir slysið. Ekki nóg með að áráttu- og þráhyggjuröskun (e. OCD) hans hafi versnað til muna heldur greindist einnig með áfallastreituröskun að hennar sögn. Á hans myrkustu stundum hafi hann sagt: „Af hverju er ég enn hérna ef að slys þurfti að eiga sér stað þennan dag? Af hverju gat það ekki verið ég?“Þá hafi hann einnig sagt: „Ég er glaðari þegar ég sef en þegar ég vaki.“ Hélt ætíð fram sakleysi sínu Slysið átti sér stað þann 27. október 2021 þegar skot hljóp úr leikmunabyssu sem Baldwin hélt á og hæfði kvikmyndatökustjórann Halynu Hutchins. Hún lést af sárum sínum. Baldwin hélt alla tíð fram sakleysi sínu, sagðist hvorki hafa tekið í gikkinn né vitað af því að byssan væri hlaðin alvöru byssukúlum en ekki púðurskotum. Baldwin var sakaður um manndráp af gáleysi en málinu var vísað frá dómi þegar dómari í Nýju-Mexíkó komst að þeirri niðurstöðu að ákæruvaldið og lögreglan hefðu haldið aftur af sönnunargögnum. Vopnavörðurinn Hannah Gutierrez-Reed, sem átti að sinna eftirliti með vopnunum á kvikmyndasettinu, var hins vegar dæmd fyrir manndráp af gáleysi og hlaut átján mánaða fangelsisdóm. Hún hafði hlaðið byssuna og ruglast á gerviskotfærum og raunverulegum skotum. Þá var hún einnig timbruð daginn sem slysið átti sér stað. Uppfært: Í fyrri útgáfa fréttar stóð að Halyna Hutchins væri áhættuleikkona en ekki kvikmyndatökumaður.
Hollywood Bandaríkin Byssuskot Alecs Baldwin Tengdar fréttir Framleiðendur Rust sektaðir um rúmlega 17 milljónir króna Framleiðendur kvikmyndarinnar Rust hafa verið sektaðir um tæplega 137 þúsund dali í tengslum við dauða kvikmyndatökustjórans Halyna Hutchins í október í fyrra. Umhverfisdeild Nýju Mexíkó sagði framleiðendur hafa sýnt fram skeytingarleysi um hættur skotvopna á tökustað. 21. apríl 2022 00:04 Alec Baldwin varð konu að bana við tökur á nýrri mynd Leikarinn Alec Baldwin er sagður hafa orðið konu að bana við tökur á kvikmynd í Nýju-Mexíkó. Samkvæmt erlendum miðlum hleypti Baldwin af skotvopni sem var einn af leikmunum myndarinnar, með þeim afleiðingum að kona dó og maður særðist. 22. október 2021 06:27 Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Fleiri fréttir Setja upp söngleik um Luigi Mangione „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Sjá meira
Framleiðendur Rust sektaðir um rúmlega 17 milljónir króna Framleiðendur kvikmyndarinnar Rust hafa verið sektaðir um tæplega 137 þúsund dali í tengslum við dauða kvikmyndatökustjórans Halyna Hutchins í október í fyrra. Umhverfisdeild Nýju Mexíkó sagði framleiðendur hafa sýnt fram skeytingarleysi um hættur skotvopna á tökustað. 21. apríl 2022 00:04
Alec Baldwin varð konu að bana við tökur á nýrri mynd Leikarinn Alec Baldwin er sagður hafa orðið konu að bana við tökur á kvikmynd í Nýju-Mexíkó. Samkvæmt erlendum miðlum hleypti Baldwin af skotvopni sem var einn af leikmunum myndarinnar, með þeim afleiðingum að kona dó og maður særðist. 22. október 2021 06:27