Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. febrúar 2025 11:31 Martha Hermannsdóttir upplifði drauminn undir lok ferilsins sem var að vinna Íslands- og bikarmeistaratitil með KA/Þór. Vísir/Daníel Þór Það verður stór dagur í KA-heimilinu í dag þegar stelpurnar í KA/Þór taka á móti deildarmeistaratitlinum í Grill 66 deild kvenna í handbolta. Norðanmenn ætla nefnilega líka að heiðra mikla hetju í leiðinni. KA/Þór mætir Víkingum í dag en Akureyrarliðið er búið að tryggja sig upp í Olís deildina þótt að enn séu þrjár umferðir eftir. Liðið hefur ekki tapað leik og er með þrettán sigra í fimmtán leikjum. HSÍ er ekkert að bíða með að afhenta KA/Þór stelpunum bikarinn því þær eiga annan heimaleik eftir. Bikarinn fer á loft í dag. Það verður vissulega fagnað þegar bikarinn fer á loft en örugglega líka þegar Martha Hermannsdóttir verður tekin inn í goðsagnarhöll handknattleiksdeildar KA. Hún er sú fyrsta í sögu KA/Þórs að vera tekin þar inn. KA hefur tekið karla inn í höllina en nú verður Martha fyrsta konan. Í höllinni eru meðal annars þeir Guðjón Valur Sigurðsson, Patrekur Jóhannsson, Valdimar Grímsson, Arnór Atlason, Jóhannes Gunnar Bjarnason og Sverre Andreas Jakobsson. Stærsta stund hennar Mörthu er án efa árið 2021 þegar hún varð Íslandsmeistari með KA/Þór, tók við bikarnum sem fyrirliði liðsins og var síðan valin valin mikilvægasti leikmaður úrslitakeppninnar. Martha var frábær þennan betur þar sem KA/Þór vann alla titlana í boði þar á meðal bikarinn sem var spilaður um haustið vegna kórónuveirunnar. Martha var þarna orðin 38 ára gömul en leiddi ungt lið til frábærs árangurs. Hún spilaði eitt ár í viðbót og tók þá þátt í Evrópukeppni með KA/Þór í fyrsta sinn. Forráðamenn og leikmenn KA/Þórs vonast eftir góðri mætingu í KA-Heimilið en leikurinn hefst klukkan 15.00. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnufélag Akureyrar (@kaakureyri) Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Fleiri fréttir „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Sjá meira
KA/Þór mætir Víkingum í dag en Akureyrarliðið er búið að tryggja sig upp í Olís deildina þótt að enn séu þrjár umferðir eftir. Liðið hefur ekki tapað leik og er með þrettán sigra í fimmtán leikjum. HSÍ er ekkert að bíða með að afhenta KA/Þór stelpunum bikarinn því þær eiga annan heimaleik eftir. Bikarinn fer á loft í dag. Það verður vissulega fagnað þegar bikarinn fer á loft en örugglega líka þegar Martha Hermannsdóttir verður tekin inn í goðsagnarhöll handknattleiksdeildar KA. Hún er sú fyrsta í sögu KA/Þórs að vera tekin þar inn. KA hefur tekið karla inn í höllina en nú verður Martha fyrsta konan. Í höllinni eru meðal annars þeir Guðjón Valur Sigurðsson, Patrekur Jóhannsson, Valdimar Grímsson, Arnór Atlason, Jóhannes Gunnar Bjarnason og Sverre Andreas Jakobsson. Stærsta stund hennar Mörthu er án efa árið 2021 þegar hún varð Íslandsmeistari með KA/Þór, tók við bikarnum sem fyrirliði liðsins og var síðan valin valin mikilvægasti leikmaður úrslitakeppninnar. Martha var frábær þennan betur þar sem KA/Þór vann alla titlana í boði þar á meðal bikarinn sem var spilaður um haustið vegna kórónuveirunnar. Martha var þarna orðin 38 ára gömul en leiddi ungt lið til frábærs árangurs. Hún spilaði eitt ár í viðbót og tók þá þátt í Evrópukeppni með KA/Þór í fyrsta sinn. Forráðamenn og leikmenn KA/Þórs vonast eftir góðri mætingu í KA-Heimilið en leikurinn hefst klukkan 15.00. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnufélag Akureyrar (@kaakureyri)
Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Fleiri fréttir „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Sjá meira