Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson, Ingvar Sverrisson og Hrafnkell Marínósson skrifa 22. febrúar 2025 14:00 Öflugt íþróttastarf og traustur rekstur Nýlega bárust íþróttafélögum bréf frá Skattinum varðandi fyrirkomulag skattgreiðslna og ráðningasambanda við þjálfara og leikmenn hjá félögunum. Þar leggur Skatturinn áherslu á að ráðningarsamband íþróttafélaganna við starfsmenn sína megi ekki vera í verktöku eins og tíðkast um meirihluta þeirra sem um ræðir. Þá er einnig athyglisvert að Skatturinn segir í bréfinu að þeir aðilar sem veljist til stjórnarsetu í aðalstjórnum félaganna beri fulla ábyrgð á skattskilum allra verktaka og starfsmanna og minna í því samhengi á refsiábyrgð. ÍBH, ÍBR og UMSK boðuðu til opins fundar með forsvarsmönnum sinna aðildarfélaga til að ræða þessa stöðu og hvaða viðbrögð eða aðgerðir hún kallar á frá íþróttahreyfingunni. Þar kom fram skýrt ákall um að héröðin á höfuðborgarsvæðinu taki frumkvæði í því að kynna hvernig þessu er raunverulega fyrirkomið í rekstri félaganna. Enda er það þannig að allir starfsmenn íþróttafélaga greiða skatta af sínum launum, hvort sem þeir eiga í verktaka- eða launasambandi við félögin. Auk þess verður að halda til haga að stjórnarfólk í félögunum velst þangað sem sjálfboðaliðar til að halda úti því samfélagslega mikilvæga starfi sem íþróttafélögin sinna. En um hvað snýst málið? Íþróttafélögin hafa mikinn fjölda starfsmanna á sínum snærum og við íþróttastarf á Íslandi vinna 2,3% af starfsfólki í landinu. Því er þannig háttað að þessi störf eru margskonar. Til einföldunar má segja að starfsfólk íþróttafélaga við rekstur, húsnæðisumsjón og þess háttar er svo til allt hefðbundnir launþegar með þeim réttindum og skyldum sem því fylgja. Það sama á við um þjálfara, t.d. meistaraflokka, sem sinna þjálfun í fullu starfi og engu öðru. Þjálfarar barna og ungmenna eru langoftast að sinna þjálfuninni með annarri vinnu eða námi. Þeir eru í því í hlutastarfi sem þeir sinna þegar þeir geta samræmt það með annarri vinnu og fá eðlilega greitt eftir innsendum reikningum sem verktakar. Leikmenn fá í einhverjum mæli greitt sem launþegar en stór hluti sem verktakar. Það helgast af tvennu, annars vegar að vinnutími, orlof o.s.frv. passar afar illa inn í hefðbundið launasamband og hins vegar er stærstur hluti leikmanna í annarri vinnu og þátttaka í keppnisíþrótt er viðbótar- eða aukavinna. Auðvitað eiga allir þeir sem hafa tekjur sem verktakar að gera grein fyrir þeim í samræmi við lög og reglur, en svo virðist sem Skatturinn telji að það hafi verið einhver misbrestur á því hjá einstaklingum. Það eru skrýtin viðbrögð að færa ábyrgðina á því yfir á félögin í landinu með þeim miklu fjárhagslegu og félagslegu áhrifum sem slíkt myndi hafa. Ef kostnaður við þjálfun yngri flokka hækkar umtalsvert eiga félögin engan annan kost en að hækka æfingagjöld sem mun hafa þau áhrif að ákveðnir hópar geta ekki staðið undir þeim kostnaði og þannig ekki boðið sínum börnum upp á þátttöku í íþróttastarfi. Hin leiðin er að auka stuðning umtalsvert frá sveitarfélögum en vandséð er að þau hafi bolmagn til þess. Íþrótta- og æskulýðsstarf á Íslandi er gríðarlega umfangsmikið og öflugt þar sem grunnáherslan er á að bjóða börnum og ungmennum að æfa og keppa í íþróttum og hljóta þjálfun og leiðbeiningar frá faglærðu fólki. Ábyrgð á starfinu, skipulagning og fjármögnun að langmestum hluta, hvílir á sjálfboðaliðum sem bera uppi félögin í landinu. Án þeirra væri ekkert starf fyrir einn eða neinn. Sjálfboðaliðar taka á sig mikla ábyrgð varðandi heilindi og gæði í allri starfsemi. Börn og ungmenni búa við öryggi og hafa jafna möguleika til að eflast og dafna. Forvarnargildið er ótvírætt og þar með samfélagslegi ávinningurinn. Bréf Skattsins er ekki til þess fallið að fjölga þeim sem tilbúnir eru að taka að sér þessi verkefni. Við óskum eftir að stjórnvöld efni til víðtæks samtals við íþróttafélögin í landinu þar sem lögð verður áhersla á að tryggja öflugt íþrótta- og æskulýðsstarf fyrir öll börn og ungmenni og gerðar verði lagfæringar á skattareglum þannig að þær endurspegli eðli starfseminnar og mikilvægi. Við fulltrúar íþróttabandalaganna þriggja erum reiðubúin að koma í það samtal og nota jafnframt tækifærið og kortleggja og greina það mikla skattaspor sem íþróttirnar skilja eftir sig og skila til samfélagsins til viðbótar þeim fjölda barna og ungmenna sem koma sem betri einstaklingar út í samfélagið. Íþróttir eiga skilið einfalt og skýrt regluumhverfi sem hjálpar þeim að sinna sínu mikilvæga samfélagsverkefni, að þroska og efla börn og ungmenni, þeim og landinu öllu til heilla. Hrafnkell Marínósson er formaður Íþróttabandalags Hafnarfjarðar Ingvar Sverrisson er formaður Íþróttabandalags Reykjavíkur Guðmundur Sigurbergsson er formaður Ungmennasambands Kjalarnesþings Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íþróttir barna Mest lesið Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Sjá meira
Öflugt íþróttastarf og traustur rekstur Nýlega bárust íþróttafélögum bréf frá Skattinum varðandi fyrirkomulag skattgreiðslna og ráðningasambanda við þjálfara og leikmenn hjá félögunum. Þar leggur Skatturinn áherslu á að ráðningarsamband íþróttafélaganna við starfsmenn sína megi ekki vera í verktöku eins og tíðkast um meirihluta þeirra sem um ræðir. Þá er einnig athyglisvert að Skatturinn segir í bréfinu að þeir aðilar sem veljist til stjórnarsetu í aðalstjórnum félaganna beri fulla ábyrgð á skattskilum allra verktaka og starfsmanna og minna í því samhengi á refsiábyrgð. ÍBH, ÍBR og UMSK boðuðu til opins fundar með forsvarsmönnum sinna aðildarfélaga til að ræða þessa stöðu og hvaða viðbrögð eða aðgerðir hún kallar á frá íþróttahreyfingunni. Þar kom fram skýrt ákall um að héröðin á höfuðborgarsvæðinu taki frumkvæði í því að kynna hvernig þessu er raunverulega fyrirkomið í rekstri félaganna. Enda er það þannig að allir starfsmenn íþróttafélaga greiða skatta af sínum launum, hvort sem þeir eiga í verktaka- eða launasambandi við félögin. Auk þess verður að halda til haga að stjórnarfólk í félögunum velst þangað sem sjálfboðaliðar til að halda úti því samfélagslega mikilvæga starfi sem íþróttafélögin sinna. En um hvað snýst málið? Íþróttafélögin hafa mikinn fjölda starfsmanna á sínum snærum og við íþróttastarf á Íslandi vinna 2,3% af starfsfólki í landinu. Því er þannig háttað að þessi störf eru margskonar. Til einföldunar má segja að starfsfólk íþróttafélaga við rekstur, húsnæðisumsjón og þess háttar er svo til allt hefðbundnir launþegar með þeim réttindum og skyldum sem því fylgja. Það sama á við um þjálfara, t.d. meistaraflokka, sem sinna þjálfun í fullu starfi og engu öðru. Þjálfarar barna og ungmenna eru langoftast að sinna þjálfuninni með annarri vinnu eða námi. Þeir eru í því í hlutastarfi sem þeir sinna þegar þeir geta samræmt það með annarri vinnu og fá eðlilega greitt eftir innsendum reikningum sem verktakar. Leikmenn fá í einhverjum mæli greitt sem launþegar en stór hluti sem verktakar. Það helgast af tvennu, annars vegar að vinnutími, orlof o.s.frv. passar afar illa inn í hefðbundið launasamband og hins vegar er stærstur hluti leikmanna í annarri vinnu og þátttaka í keppnisíþrótt er viðbótar- eða aukavinna. Auðvitað eiga allir þeir sem hafa tekjur sem verktakar að gera grein fyrir þeim í samræmi við lög og reglur, en svo virðist sem Skatturinn telji að það hafi verið einhver misbrestur á því hjá einstaklingum. Það eru skrýtin viðbrögð að færa ábyrgðina á því yfir á félögin í landinu með þeim miklu fjárhagslegu og félagslegu áhrifum sem slíkt myndi hafa. Ef kostnaður við þjálfun yngri flokka hækkar umtalsvert eiga félögin engan annan kost en að hækka æfingagjöld sem mun hafa þau áhrif að ákveðnir hópar geta ekki staðið undir þeim kostnaði og þannig ekki boðið sínum börnum upp á þátttöku í íþróttastarfi. Hin leiðin er að auka stuðning umtalsvert frá sveitarfélögum en vandséð er að þau hafi bolmagn til þess. Íþrótta- og æskulýðsstarf á Íslandi er gríðarlega umfangsmikið og öflugt þar sem grunnáherslan er á að bjóða börnum og ungmennum að æfa og keppa í íþróttum og hljóta þjálfun og leiðbeiningar frá faglærðu fólki. Ábyrgð á starfinu, skipulagning og fjármögnun að langmestum hluta, hvílir á sjálfboðaliðum sem bera uppi félögin í landinu. Án þeirra væri ekkert starf fyrir einn eða neinn. Sjálfboðaliðar taka á sig mikla ábyrgð varðandi heilindi og gæði í allri starfsemi. Börn og ungmenni búa við öryggi og hafa jafna möguleika til að eflast og dafna. Forvarnargildið er ótvírætt og þar með samfélagslegi ávinningurinn. Bréf Skattsins er ekki til þess fallið að fjölga þeim sem tilbúnir eru að taka að sér þessi verkefni. Við óskum eftir að stjórnvöld efni til víðtæks samtals við íþróttafélögin í landinu þar sem lögð verður áhersla á að tryggja öflugt íþrótta- og æskulýðsstarf fyrir öll börn og ungmenni og gerðar verði lagfæringar á skattareglum þannig að þær endurspegli eðli starfseminnar og mikilvægi. Við fulltrúar íþróttabandalaganna þriggja erum reiðubúin að koma í það samtal og nota jafnframt tækifærið og kortleggja og greina það mikla skattaspor sem íþróttirnar skilja eftir sig og skila til samfélagsins til viðbótar þeim fjölda barna og ungmenna sem koma sem betri einstaklingar út í samfélagið. Íþróttir eiga skilið einfalt og skýrt regluumhverfi sem hjálpar þeim að sinna sínu mikilvæga samfélagsverkefni, að þroska og efla börn og ungmenni, þeim og landinu öllu til heilla. Hrafnkell Marínósson er formaður Íþróttabandalags Hafnarfjarðar Ingvar Sverrisson er formaður Íþróttabandalags Reykjavíkur Guðmundur Sigurbergsson er formaður Ungmennasambands Kjalarnesþings
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun