Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar 24. febrúar 2025 10:31 Ég kom fyrst inn í starf Sjálfstæðisflokksins þegar ég tók sæti á lista flokksins fyrir þingkosningar 2016. Á fyrsta viðburði í Valhöll tók Áslaug Arna á móti mér og bauð mig velkomna. Ég hafði fylgst með henni og hennar baráttu í gegnum tíðina, en þekkti hana ekki. Hún leiddi mig í gegnum starfið, kynnti mig fyrir fólki og menningunni og hefur verið góð vinkona síðan. Þegar ég varð borgarfulltrúi flokksins þá sátum við marga fundi saman. Það er unun að fylgjast með henni vinna. Hún er skipulögð, eldklár og með skýra framtíðarsýn og markmið fyrir Sjálfstæðisflokkinn og Ísland. Hún vill Sjálfstæðisflokk sem stendur traustur á sínum grunngildum: Frelsi einstaklingsins, minna ríkisvald og öflugt atvinnulíf. Þessi skýra framtíðarsýn skilar sér líka í mörgum verkefnum hennar sem þingmaður og ráðherra. Hún nefnilega lætur verkin tala. Ég hef aldrei séð aðra eins hamhleypu til verka enda virðist hún hafa fleiri tíma í sólarhringnum en við hin. Hún hefur komið í gegn fjölda breytinga til að einfalda líf fólks og rekstarumhverfi fyrirtækja. Hún hefur verið í fararbroddi í stafrænum lausnum, nýsköpun og gervigreind. Áslaug Arna gaf út rit um verklag HVÍN sem veitti mér og fleirum mikinn innblástur. Þar sýndi hún að hún þorir að brjóta upp kerfið og nútímavæða stjórnsýsluna. Ánægjumælingar sýna mestu ánægju starfsfólks í HVÍN af öllum ráðuneytum. Það er einmitt verkefnið sem Sjálfstæðisflokkurinn stendur frammi fyrir, að velja sér leiðtoga sem þorir að breyta og stjórna, hefur kraft til þess að leiða flokkinn inn í nýja tíma og fá fólk með sér í verkefnið. Ef það er einhver sem ég treysti til að hafa kraft og kjark til að leiða Sjálfstæðisflokkinn inn í framtíðina þá er það Áslaug Arna. Höfundur er stjórnandi og fyrrverandi borgarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Atladóttir Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Sjá meira
Ég kom fyrst inn í starf Sjálfstæðisflokksins þegar ég tók sæti á lista flokksins fyrir þingkosningar 2016. Á fyrsta viðburði í Valhöll tók Áslaug Arna á móti mér og bauð mig velkomna. Ég hafði fylgst með henni og hennar baráttu í gegnum tíðina, en þekkti hana ekki. Hún leiddi mig í gegnum starfið, kynnti mig fyrir fólki og menningunni og hefur verið góð vinkona síðan. Þegar ég varð borgarfulltrúi flokksins þá sátum við marga fundi saman. Það er unun að fylgjast með henni vinna. Hún er skipulögð, eldklár og með skýra framtíðarsýn og markmið fyrir Sjálfstæðisflokkinn og Ísland. Hún vill Sjálfstæðisflokk sem stendur traustur á sínum grunngildum: Frelsi einstaklingsins, minna ríkisvald og öflugt atvinnulíf. Þessi skýra framtíðarsýn skilar sér líka í mörgum verkefnum hennar sem þingmaður og ráðherra. Hún nefnilega lætur verkin tala. Ég hef aldrei séð aðra eins hamhleypu til verka enda virðist hún hafa fleiri tíma í sólarhringnum en við hin. Hún hefur komið í gegn fjölda breytinga til að einfalda líf fólks og rekstarumhverfi fyrirtækja. Hún hefur verið í fararbroddi í stafrænum lausnum, nýsköpun og gervigreind. Áslaug Arna gaf út rit um verklag HVÍN sem veitti mér og fleirum mikinn innblástur. Þar sýndi hún að hún þorir að brjóta upp kerfið og nútímavæða stjórnsýsluna. Ánægjumælingar sýna mestu ánægju starfsfólks í HVÍN af öllum ráðuneytum. Það er einmitt verkefnið sem Sjálfstæðisflokkurinn stendur frammi fyrir, að velja sér leiðtoga sem þorir að breyta og stjórna, hefur kraft til þess að leiða flokkinn inn í nýja tíma og fá fólk með sér í verkefnið. Ef það er einhver sem ég treysti til að hafa kraft og kjark til að leiða Sjálfstæðisflokkinn inn í framtíðina þá er það Áslaug Arna. Höfundur er stjórnandi og fyrrverandi borgarfulltrúi.
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar