„Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Jakob Bjarnar skrifar 25. febrúar 2025 10:13 Sigríður Dögg, formaður BÍ, segir orðræðu Ingu Sæland í garð Morgunblaðsins komna út yfir allan þjófabálk. vísir/vilhelm Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, gagnrýnir Ingu Sæland, formann Flokks fólksins og ráðherra harðlega og segir hana hvergi svara gagnrýni málefnalega. Formaður BÍ segir Ingu feta í vafasöm fótspor Trump Bandaríkjaforseta. „Það er dapurlegt að sjá stjórnmálamann í valdastöðu ráðast gegn blaðamönnum fjölmiðils sem fjallað hefur á gagnrýninn hátt um opinbera styrki til flokks hennar,“ segir Sigríður Dögg í samtali við Vísi. Blaðamaður Morgunblaðsins upplýsti nýlega um bresti í umsýslu flokksins, sem hefur þegið á þriðja hundruð milljóna króna úr sjóðum skattgreiðenda á undanförnum árum. Vísir spurði Ingu út í málið á Landsfundi Flokks fólksins um helgina og þá svaraði Inga fullum hálsi sem fyrr. Svo virðist sem hún sé búin að lýsa yfir heilögu stríði á hendur Morgunblaðinu. Að sögn Sigríðar Daggar gerði blaðamaður Morgunblaðsins það sem blaðamönnum beri að gera í störfum sínum: varpaði ljósi á upplýsingar sem almenningur hefur fullan rétt á að fá og veitti þannig valdhöfum nauðsynlegt aðhald. Upplýsingarnar urðu til þess að flokkurinn mun nú leiðrétta hina röngu skráningu - líkt og aðrir flokkar hafa þegar gert og fjallað hefur verið um. Hvort sem málinu er þá þar með lokið, líkt og talsmenn Flokks fólksins hafa gefið út, eða ekki. Enginn pólitíkus gengið eins langt í fúkyrðaflaumi og Inga „Enginn annar stjórnmálaflokkur hefur hins vegar brugðist við fréttaflutningnum af jafnmiklu offorsi og formaður Flokks fólksins. Hún hefur sakað blaðamenn Morgunblaðsins, sem hún kallar „málgagn auðmanna“, um „óhróður og illmælgi“, „dylgjur“, „útúrsnúninga og hálfsannleik“ í garð flokksins. Hún segir að blaðamenn hafi sakað flokkinn um „þjófnað og óheiðarleika og vísvitandi blekkingar,“ segir Sigríður Dögg forviða. Sigríður Dögg Auðunsdóttir formaður Blaðamannafélags Íslands segir að Inga Sæland verði að láta af illmælgi sinni í garð Morgunblaðsins, hún sé að feta nákvæmlega sömu braut og Trump.vísir/vilhelm Hún bendir á að sannarlega hafi valdafólk, rétt eins og allir aðrir, fullan rétt á að gagnrýna blaðamenn eða fjölmiðla. Reyndar sé gagnrýni nauðsynlegt aðhald fyrir blaðamenn og fjölmiðla sem tryggir að þeir ræki hlutverk sitt með fullnægjandi hætti. „Það má hins vegar gera eðlilega kröfu á að gagnrýnin sé að minnsta kosti málefnaleg, sem erfitt er að sjá að eigi við í þessu tilfelli. Hvergi hefur Inga Sæland bent á rangindi, rangfærslur eða staðreyndavillur í fréttaflutningi blaðsins um styrkjamálið heldur hefur hún gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi.“ Ráðist að fjölmiðlafólki með tilhæfulausum ásökunum Sigríður Dögg heldur áfram, en Blaðamannafélag Íslands hefur efnt til sérstaks átaks sem miðar að því að leiðrétta ýmsar ranghugmyndir um fjölmiðla. Hún segir þetta því miður ekkert einsdæmi, að stjórnmálamenn ráðist gegn fjölmiðlum sem þeim eru ekki þóknanlegir. „Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur um árabil markvisst grafið undan fjölmiðlum sem honum mislíkar. Afleiðingarnar eru grafalvarlegar fyrir fjölmiðlafrelsi og lýðræðið, ekki einungis í Bandaríkjunum, heldur heiminum öllum, því valdamenn í öðrum löndum hafa, bæði meðvitað og ómeðvitað, tekið upp orðræðu Trump heima fyrir með misalvarlegum afleiðingum.“ Með því að kalla ákveðna blaðamenn „óvini fólksins“ hefur Trump gefið valdamönnum skotleyfi sem vilja þagga niður í fjölmiðlum sem þóknast þeim ekki. Þrátlátt tal Trumps og um falsfréttamiðla hefur grafið undan trausti á fjölmiðlum.vísir/getty „Orðræðan, fyrirlitningin og árásirnar sem heimurinn hefur orðið vitni að af hálfu Trump í garð tiltekinna fjölmiðla hafa orðið til þess að stjórnmálamenn, og fleiri, leyfa sér í mun meira mæli en áður að ráðast að fjölmiðlafólki með tilhæfulausum ásökunum. Mörkin hafa færst til. Blaðamönnum eru gerðar upp sakir um hlutdrægni, að baki fréttum þeirra séu annarlegar hvatir, það sé handbendi eigenda fjölmiðlafyrirtækjanna, stjórnmálafla, hagsmuna og þar fram eftir götunum.“ Grafa markvisst undan fjölmiðlafrelsinu Og þessar árásir virka að sögn formanns BÍ: „Eftir því sem almenningur heyrir oftar í kjörnum fulltrúum sem úthúða blaðamönnum og fjölmiðlum, því líklegra er að fólk missi trú á fjölmiðlum og blaðamennsku. Sérstaklega í ljósi þess að árásirnar eru einhliða. Fjölmiðlar og blaðamenn geta alla jafna ekki með góðu móti varið sig gegn tilteknum stjórnmálamönnum, þótt verið sé jafnvel að ráðast á þá beint.“ Sigríður Dögg segir Ingu sjálfa hafa, í viðtali við Vísi, bent á að fjölmiðar eigi að spyrja gagnrýnna spurninga. „Þá er hún varla að meina að þeir eigi eingöngu að spyrja gagnrýnna spurninga sem henni eru þóknanlegar? Er hún þá ekki um leið að grafa undan fjölmiðlafrelsinu - sem er nú þegar mun lakara á Íslandi en hinum Norðurlöndunum?“ spyr Sigríður Dögg. Fjölmiðlar Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Inga Sæland, formaður Flokks fólksins og félags og húsnæðismálaráðherra, brást ókvæða við fyrirspurn Hildar Sverrisdóttur þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins um styrki til flokksins, en talsverður styr hefur staðið um þau mál. 20. febrúar 2025 11:08 Styrkjamálið hefur engin áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið Formaður Flokks fólksins segir það ekki hafa nokkur áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið að fjármálaráðherra samstarfsflokksins þurfi að skera úr um hvort að endurgreiða þurfi ríkisstyrki. Hann segir að reynt sé að draga fram „tittlingaskít“ til að kasta rýrð á samstarfið. 29. janúar 2025 09:30 Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Skrifstofa Alþingis hefur staðfest að Flokkur fólksins uppfylli ekki skilyrði fyrir úthlutun fjárstyrkja til stjórnmálaflokka. Flokkurinn hefur þegið 240 milljónir króna þrátt fyrir að vera enn skráður sem „félagasamtök“ í fyrirtækjaskrá. 21. janúar 2025 06:27 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Fleiri fréttir Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Sjá meira
„Það er dapurlegt að sjá stjórnmálamann í valdastöðu ráðast gegn blaðamönnum fjölmiðils sem fjallað hefur á gagnrýninn hátt um opinbera styrki til flokks hennar,“ segir Sigríður Dögg í samtali við Vísi. Blaðamaður Morgunblaðsins upplýsti nýlega um bresti í umsýslu flokksins, sem hefur þegið á þriðja hundruð milljóna króna úr sjóðum skattgreiðenda á undanförnum árum. Vísir spurði Ingu út í málið á Landsfundi Flokks fólksins um helgina og þá svaraði Inga fullum hálsi sem fyrr. Svo virðist sem hún sé búin að lýsa yfir heilögu stríði á hendur Morgunblaðinu. Að sögn Sigríðar Daggar gerði blaðamaður Morgunblaðsins það sem blaðamönnum beri að gera í störfum sínum: varpaði ljósi á upplýsingar sem almenningur hefur fullan rétt á að fá og veitti þannig valdhöfum nauðsynlegt aðhald. Upplýsingarnar urðu til þess að flokkurinn mun nú leiðrétta hina röngu skráningu - líkt og aðrir flokkar hafa þegar gert og fjallað hefur verið um. Hvort sem málinu er þá þar með lokið, líkt og talsmenn Flokks fólksins hafa gefið út, eða ekki. Enginn pólitíkus gengið eins langt í fúkyrðaflaumi og Inga „Enginn annar stjórnmálaflokkur hefur hins vegar brugðist við fréttaflutningnum af jafnmiklu offorsi og formaður Flokks fólksins. Hún hefur sakað blaðamenn Morgunblaðsins, sem hún kallar „málgagn auðmanna“, um „óhróður og illmælgi“, „dylgjur“, „útúrsnúninga og hálfsannleik“ í garð flokksins. Hún segir að blaðamenn hafi sakað flokkinn um „þjófnað og óheiðarleika og vísvitandi blekkingar,“ segir Sigríður Dögg forviða. Sigríður Dögg Auðunsdóttir formaður Blaðamannafélags Íslands segir að Inga Sæland verði að láta af illmælgi sinni í garð Morgunblaðsins, hún sé að feta nákvæmlega sömu braut og Trump.vísir/vilhelm Hún bendir á að sannarlega hafi valdafólk, rétt eins og allir aðrir, fullan rétt á að gagnrýna blaðamenn eða fjölmiðla. Reyndar sé gagnrýni nauðsynlegt aðhald fyrir blaðamenn og fjölmiðla sem tryggir að þeir ræki hlutverk sitt með fullnægjandi hætti. „Það má hins vegar gera eðlilega kröfu á að gagnrýnin sé að minnsta kosti málefnaleg, sem erfitt er að sjá að eigi við í þessu tilfelli. Hvergi hefur Inga Sæland bent á rangindi, rangfærslur eða staðreyndavillur í fréttaflutningi blaðsins um styrkjamálið heldur hefur hún gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi.“ Ráðist að fjölmiðlafólki með tilhæfulausum ásökunum Sigríður Dögg heldur áfram, en Blaðamannafélag Íslands hefur efnt til sérstaks átaks sem miðar að því að leiðrétta ýmsar ranghugmyndir um fjölmiðla. Hún segir þetta því miður ekkert einsdæmi, að stjórnmálamenn ráðist gegn fjölmiðlum sem þeim eru ekki þóknanlegir. „Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur um árabil markvisst grafið undan fjölmiðlum sem honum mislíkar. Afleiðingarnar eru grafalvarlegar fyrir fjölmiðlafrelsi og lýðræðið, ekki einungis í Bandaríkjunum, heldur heiminum öllum, því valdamenn í öðrum löndum hafa, bæði meðvitað og ómeðvitað, tekið upp orðræðu Trump heima fyrir með misalvarlegum afleiðingum.“ Með því að kalla ákveðna blaðamenn „óvini fólksins“ hefur Trump gefið valdamönnum skotleyfi sem vilja þagga niður í fjölmiðlum sem þóknast þeim ekki. Þrátlátt tal Trumps og um falsfréttamiðla hefur grafið undan trausti á fjölmiðlum.vísir/getty „Orðræðan, fyrirlitningin og árásirnar sem heimurinn hefur orðið vitni að af hálfu Trump í garð tiltekinna fjölmiðla hafa orðið til þess að stjórnmálamenn, og fleiri, leyfa sér í mun meira mæli en áður að ráðast að fjölmiðlafólki með tilhæfulausum ásökunum. Mörkin hafa færst til. Blaðamönnum eru gerðar upp sakir um hlutdrægni, að baki fréttum þeirra séu annarlegar hvatir, það sé handbendi eigenda fjölmiðlafyrirtækjanna, stjórnmálafla, hagsmuna og þar fram eftir götunum.“ Grafa markvisst undan fjölmiðlafrelsinu Og þessar árásir virka að sögn formanns BÍ: „Eftir því sem almenningur heyrir oftar í kjörnum fulltrúum sem úthúða blaðamönnum og fjölmiðlum, því líklegra er að fólk missi trú á fjölmiðlum og blaðamennsku. Sérstaklega í ljósi þess að árásirnar eru einhliða. Fjölmiðlar og blaðamenn geta alla jafna ekki með góðu móti varið sig gegn tilteknum stjórnmálamönnum, þótt verið sé jafnvel að ráðast á þá beint.“ Sigríður Dögg segir Ingu sjálfa hafa, í viðtali við Vísi, bent á að fjölmiðar eigi að spyrja gagnrýnna spurninga. „Þá er hún varla að meina að þeir eigi eingöngu að spyrja gagnrýnna spurninga sem henni eru þóknanlegar? Er hún þá ekki um leið að grafa undan fjölmiðlafrelsinu - sem er nú þegar mun lakara á Íslandi en hinum Norðurlöndunum?“ spyr Sigríður Dögg.
Fjölmiðlar Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Inga Sæland, formaður Flokks fólksins og félags og húsnæðismálaráðherra, brást ókvæða við fyrirspurn Hildar Sverrisdóttur þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins um styrki til flokksins, en talsverður styr hefur staðið um þau mál. 20. febrúar 2025 11:08 Styrkjamálið hefur engin áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið Formaður Flokks fólksins segir það ekki hafa nokkur áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið að fjármálaráðherra samstarfsflokksins þurfi að skera úr um hvort að endurgreiða þurfi ríkisstyrki. Hann segir að reynt sé að draga fram „tittlingaskít“ til að kasta rýrð á samstarfið. 29. janúar 2025 09:30 Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Skrifstofa Alþingis hefur staðfest að Flokkur fólksins uppfylli ekki skilyrði fyrir úthlutun fjárstyrkja til stjórnmálaflokka. Flokkurinn hefur þegið 240 milljónir króna þrátt fyrir að vera enn skráður sem „félagasamtök“ í fyrirtækjaskrá. 21. janúar 2025 06:27 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Fleiri fréttir Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Sjá meira
Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Inga Sæland, formaður Flokks fólksins og félags og húsnæðismálaráðherra, brást ókvæða við fyrirspurn Hildar Sverrisdóttur þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins um styrki til flokksins, en talsverður styr hefur staðið um þau mál. 20. febrúar 2025 11:08
Styrkjamálið hefur engin áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið Formaður Flokks fólksins segir það ekki hafa nokkur áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið að fjármálaráðherra samstarfsflokksins þurfi að skera úr um hvort að endurgreiða þurfi ríkisstyrki. Hann segir að reynt sé að draga fram „tittlingaskít“ til að kasta rýrð á samstarfið. 29. janúar 2025 09:30
Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Skrifstofa Alþingis hefur staðfest að Flokkur fólksins uppfylli ekki skilyrði fyrir úthlutun fjárstyrkja til stjórnmálaflokka. Flokkurinn hefur þegið 240 milljónir króna þrátt fyrir að vera enn skráður sem „félagasamtök“ í fyrirtækjaskrá. 21. janúar 2025 06:27