„Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Jakob Bjarnar skrifar 25. febrúar 2025 15:33 Sigríður ríkissaksóknari staðfestir að hún sé enn með mál á sínu borði sem snertir „like“ Helga Magnúsar. Hann veit hins vegar ekki hvaðan á sig stendur veðrið. vísir/vilhelm/Arnar Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari er enn og aftur kominn undir nálarauga Sigríðar Friðjónsdóttur ríkissaksóknara eftir að henni barst ábending um „like“ sem Helgi Magnús setti á Facebook. Helgi Magnús skilur ekki hvaða frétt þetta er. Sigríður Friðjónsdóttir staðfestir þetta í skriflegri fyrirspurn fréttastofu Ríkisútvarpsins. Það sem um ræðir eru tvö „like-merki“ sem Helgi Magnús setti við færslu Stefáns Einars Stefánssonar fjölmiðlamanns um hryðjuverkasamtökin Hamas. Stefán Einar furðar sig á látæði Hamasliða þegar þeir skiluðu líkum þriggja gísla sem þeir námu á brott 7. október 2023. Svívirðileg meðferð Hamas á líkum gísla „Hér má sjá hryðjuverkamennina í Hamas, sem íslensk stjórnvöld styrkja með mánaðarlegum fjárframlögum. Að þessu sinni eru þeir að skila rotnandi líkum þriggja gísla sem þeir námu á brott þann 7. október 2023. Yngsti slíkur og í hópi hinna látnu er 9 mánaða drengur. Þetta eru mennirnir sem Ísraelar hafa farið á eftir en ekki getað náð til vegna þess að þeir stilla eigin fjölskyldum upp á milli sín og Gyðinganna. Þegar fólk horfist í augu við illskuna holdi klædda þá eru auknar líkur á því að það skilji að heimurinn er ekki bara bjartur og góður. Að stríð eiga sér stað, þar sem átök góðs og ills eiga sér stað,“ segir Stefán meðal annars. Helgi Magnús setti læk við þetta sem og athugasemd þar undir sem Kristján Johannessen fréttastjóri Morgunblaðsins skrifaði: „Þetta eru ekki menn, þetta eru einhvers konar dýr. Skepnur.“ Helgi Magnús var í ræktinni þegar Vísir náði í hann. „Eitthvað verður maður að gera,“ sagði Helgi Magnús en hann hefur frá því að hann kom aftur til starfa úr leyfi skömmu fyrir jól verið úti í kuldanum hjá Sigríði Friðjónsdóttur, sem fær honum engin verkefni. Furðuleg röksemdafærsla Helgi Magnús telur frétt RÚV vera misvísandi þar sem segir að ákvörðun Guðrúnar Hafsteinsdóttur þá dómsmálaráðherra hafi verið til að flækja málið. „Það er einkennileg túlkun. Ákvörðun Guðrúnar var að ljúka málinu. Það sem flækir málið er að Sigríður sættir sig ekki við það. Það er vandamálið.“ Síðan hefur Helgi verið að drepa tímann. Hann segir að „like“ sé auðvitað túlkun undirorpin, hann geti verið að „like-a“ það að einhver hafi verið að tjá sig. Ekki sé um undirskriftarlista að ræða. „Ég skil ekki hvaða frétt þetta er?“ segir Helgi Magnús. Honum þykja það engin tíðindi að Hamas-liðar séu sagðir skepnur og það sé afar vafasamt að grauta saman þeim og fólkinu á Gaza; en Hamas-liðar séu einmitt að vinna því fólki ógagn. „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina? Nei, varla.“ Samfélagsmiðlar Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Tjáningarfrelsi Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Sjá meira
Sigríður Friðjónsdóttir staðfestir þetta í skriflegri fyrirspurn fréttastofu Ríkisútvarpsins. Það sem um ræðir eru tvö „like-merki“ sem Helgi Magnús setti við færslu Stefáns Einars Stefánssonar fjölmiðlamanns um hryðjuverkasamtökin Hamas. Stefán Einar furðar sig á látæði Hamasliða þegar þeir skiluðu líkum þriggja gísla sem þeir námu á brott 7. október 2023. Svívirðileg meðferð Hamas á líkum gísla „Hér má sjá hryðjuverkamennina í Hamas, sem íslensk stjórnvöld styrkja með mánaðarlegum fjárframlögum. Að þessu sinni eru þeir að skila rotnandi líkum þriggja gísla sem þeir námu á brott þann 7. október 2023. Yngsti slíkur og í hópi hinna látnu er 9 mánaða drengur. Þetta eru mennirnir sem Ísraelar hafa farið á eftir en ekki getað náð til vegna þess að þeir stilla eigin fjölskyldum upp á milli sín og Gyðinganna. Þegar fólk horfist í augu við illskuna holdi klædda þá eru auknar líkur á því að það skilji að heimurinn er ekki bara bjartur og góður. Að stríð eiga sér stað, þar sem átök góðs og ills eiga sér stað,“ segir Stefán meðal annars. Helgi Magnús setti læk við þetta sem og athugasemd þar undir sem Kristján Johannessen fréttastjóri Morgunblaðsins skrifaði: „Þetta eru ekki menn, þetta eru einhvers konar dýr. Skepnur.“ Helgi Magnús var í ræktinni þegar Vísir náði í hann. „Eitthvað verður maður að gera,“ sagði Helgi Magnús en hann hefur frá því að hann kom aftur til starfa úr leyfi skömmu fyrir jól verið úti í kuldanum hjá Sigríði Friðjónsdóttur, sem fær honum engin verkefni. Furðuleg röksemdafærsla Helgi Magnús telur frétt RÚV vera misvísandi þar sem segir að ákvörðun Guðrúnar Hafsteinsdóttur þá dómsmálaráðherra hafi verið til að flækja málið. „Það er einkennileg túlkun. Ákvörðun Guðrúnar var að ljúka málinu. Það sem flækir málið er að Sigríður sættir sig ekki við það. Það er vandamálið.“ Síðan hefur Helgi verið að drepa tímann. Hann segir að „like“ sé auðvitað túlkun undirorpin, hann geti verið að „like-a“ það að einhver hafi verið að tjá sig. Ekki sé um undirskriftarlista að ræða. „Ég skil ekki hvaða frétt þetta er?“ segir Helgi Magnús. Honum þykja það engin tíðindi að Hamas-liðar séu sagðir skepnur og það sé afar vafasamt að grauta saman þeim og fólkinu á Gaza; en Hamas-liðar séu einmitt að vinna því fólki ógagn. „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina? Nei, varla.“
Samfélagsmiðlar Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Tjáningarfrelsi Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Sjá meira