„Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Smári Jökull Jónsson skrifar 25. febrúar 2025 22:47 Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari Íslands. Vísir/EPA Þorsteinn Halldórsson sagði íslenska liðið hafi gert franska liðinu erfitt fyrir oft á tíðum í 3-2 tapinu í Le Mans í kvöld. Hann kallaði eftir stuðningi áhorfenda í heimaleikjunum sem framundan eru í apríl. „Mér fannst oft vera vinnsla í liðinu. Við vorum að allan tímann og auðvitað voru þær meira með boltann eins og við vissum fyrir fram. Heilt yfir fannst mér við spila varnarleikinn þokkalega vel. Við þorðum hlutum en síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur,“ sagði Þorsteinn í viðtali á RÚV eftir leik. Þrátt fyrir að umræddur síðasti þriðjungur vallarins hafi reynst íslenska liðinu erfiður var Þorsteinn ánægður með mörkin tvö sem Ísland skoraði. „Við skorum tvö mörk á útivelli á móti Frökkum sem er ákveðinn styrkur. Við lendum undir 2-0 og það leit illa út en komum til baka og minnkum muninn. Lendum aftur tveimur mörkum yfir en minnkum muninn aftur.“ „Við gerðum þetta heilt yfir erfitt hjá þeim en auðvitað hefði maður viljað fá einhver augnablik eftir að við minnkuðum muninn en þau komu fá. Þær náðu að drepa leikinn og fengu að tefja ógeðslega mikið og taka allt tempó úr leiknum í föstum leikatriðum. Þær náðu að drepa leikinn síðustu 10-15 mínúturnar.“ „Okkur er refsað illilega“ Íslenska liðið lenti oft á tíðum í vandræðum að koma boltanum upp völlinn og byggja upp spil. Þorsteinn sagði að íslenska liðinu hefði verið refsað fyrir mistök. „Auðvitað leggur maður upp ákveðnar leiðir og ákveðnar hugmyndir. Svo taka leikmenn ákvörðun sem þeim líður best með, það er það sem við leggjum upp með. Ef þér líður vel með sendingu þá tekur þú hana og stundum misheppnast það. Auðvitað langar engan að gera svona mistök og það vill engin sjá þau. Þetta er partur af fótboltanum og auðvitað var okkur refsað fyrir það illilega. Þetta getur gerst.“ Undir lokin töfðu Frakkar leikinn og tóku meðal annars hornspyrnu þar sem þær ætluðu að halda boltanum við hornfánann. „Þær vildu halda okkur frá markinu og voru orðnar hræddar við það ef við fengjum fast leikatriði. Þær voru smeykar ef við kæmum upp völlinn að við myndum refsa fyrir það. Þetta var gott leikplan hjá þeim að drepa leikinn svona niður.“ Vill gera heimavöllinn að grýlu Í apríl leikur íslenska liðið heimaleiki við Sviss og Noreg sem eru afar mikilvægir varðandi framhald Íslands í Þjóðadeildinni. „Auðvitað eru þetta allt úrslitaleikir og skipta gríðarlega miklu máli. Það er vont að byrja á tveimur útileikjum því þú vilt fá heimaleikina líka og við vitum öll ástæðuna fyrir því.“ „Nú eigum við tvo heimaleiki og þurfum stuðning áhorfenda, mikið af fólki til að styðja við okkur og gera heimavöllinn að ákveðinni grýlu. Ég vona að fólk mæti á þá leiki og styðji við okkur. Ef fólk gerir það þá munum við sýna tvo góða leiki.“ Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Í beinni: FH - Valur | Botnliðið fær taplausa gesti Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Fleiri fréttir Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Í beinni: FH - Valur | Botnliðið fær taplausa gesti Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Sjá meira
„Mér fannst oft vera vinnsla í liðinu. Við vorum að allan tímann og auðvitað voru þær meira með boltann eins og við vissum fyrir fram. Heilt yfir fannst mér við spila varnarleikinn þokkalega vel. Við þorðum hlutum en síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur,“ sagði Þorsteinn í viðtali á RÚV eftir leik. Þrátt fyrir að umræddur síðasti þriðjungur vallarins hafi reynst íslenska liðinu erfiður var Þorsteinn ánægður með mörkin tvö sem Ísland skoraði. „Við skorum tvö mörk á útivelli á móti Frökkum sem er ákveðinn styrkur. Við lendum undir 2-0 og það leit illa út en komum til baka og minnkum muninn. Lendum aftur tveimur mörkum yfir en minnkum muninn aftur.“ „Við gerðum þetta heilt yfir erfitt hjá þeim en auðvitað hefði maður viljað fá einhver augnablik eftir að við minnkuðum muninn en þau komu fá. Þær náðu að drepa leikinn og fengu að tefja ógeðslega mikið og taka allt tempó úr leiknum í föstum leikatriðum. Þær náðu að drepa leikinn síðustu 10-15 mínúturnar.“ „Okkur er refsað illilega“ Íslenska liðið lenti oft á tíðum í vandræðum að koma boltanum upp völlinn og byggja upp spil. Þorsteinn sagði að íslenska liðinu hefði verið refsað fyrir mistök. „Auðvitað leggur maður upp ákveðnar leiðir og ákveðnar hugmyndir. Svo taka leikmenn ákvörðun sem þeim líður best með, það er það sem við leggjum upp með. Ef þér líður vel með sendingu þá tekur þú hana og stundum misheppnast það. Auðvitað langar engan að gera svona mistök og það vill engin sjá þau. Þetta er partur af fótboltanum og auðvitað var okkur refsað fyrir það illilega. Þetta getur gerst.“ Undir lokin töfðu Frakkar leikinn og tóku meðal annars hornspyrnu þar sem þær ætluðu að halda boltanum við hornfánann. „Þær vildu halda okkur frá markinu og voru orðnar hræddar við það ef við fengjum fast leikatriði. Þær voru smeykar ef við kæmum upp völlinn að við myndum refsa fyrir það. Þetta var gott leikplan hjá þeim að drepa leikinn svona niður.“ Vill gera heimavöllinn að grýlu Í apríl leikur íslenska liðið heimaleiki við Sviss og Noreg sem eru afar mikilvægir varðandi framhald Íslands í Þjóðadeildinni. „Auðvitað eru þetta allt úrslitaleikir og skipta gríðarlega miklu máli. Það er vont að byrja á tveimur útileikjum því þú vilt fá heimaleikina líka og við vitum öll ástæðuna fyrir því.“ „Nú eigum við tvo heimaleiki og þurfum stuðning áhorfenda, mikið af fólki til að styðja við okkur og gera heimavöllinn að ákveðinni grýlu. Ég vona að fólk mæti á þá leiki og styðji við okkur. Ef fólk gerir það þá munum við sýna tvo góða leiki.“
Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Í beinni: FH - Valur | Botnliðið fær taplausa gesti Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Fleiri fréttir Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Í beinni: FH - Valur | Botnliðið fær taplausa gesti Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Sjá meira