Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. febrúar 2025 07:32 Imogen Simmonds er fædd í Hong Kong en keppir fyrir Sviss. Hún er í hópi bestu þríþrautarkvenna heims. Getty/Pablo Blazquez Dominguez Svissneska þríþrautarkonan Imogen Simmonds féll á lyfjaprófi á dögunum en kennir karli sínum um það hvernig fór. Simmonds er sjöunda á heimslistanum og því í hópi bestu þríþrautarkvenna heims. Hún hefur fagnað sigri á tíu stórum mótum og komist á verðlaunapall mörgum sinnum en hefur ekki keppt síðan hún féll á prófinu enda strax sett í bann. Simmonds hefur nú sagt frá sinni hlið á samfélagsmiðlum og það er óhætt að segja að afsökunin sé sérstök. Simmonds segir þar að hún hafi í desember síðastliðnum fengið óvænta heimsókn frá lyfjaeftirlitinu í aðdraganda heimsmeistaramótsins í Járnmanni sem fór fram í Nýja Sjálandi. „Ég var í áfalli og algjörlega niðurbrotin þegar niðurstöðurnar komu til baka um að efnið ligandrol hafi fundist í píkógramm magni í sýni mínu. Magnið var eins og að finna eitt saltkorn í heilli ólympískri sundlaug og ég hefði aldrei grætt eitthvað á slíku,“ skrifaði Imogen Simmonds. „Þegar ég fékk fréttirnar þá hafði ég strax samband við reyndan ráðgjafa. Eftir að hafa rannsakað þetta betur þá komust við að því að kærastinn minn hafði notað efnið ligandrol til að auka sinn styrk. Eitthvað sem ég vissi ekkert um,“ skrifaði Simmonds. Simmonds segist hafa lagt inn sönnunargögn sem sanna sakleysi hennar. „Eftir að hár mitt var rannsakað þá var það staðfest að ég hafi aldrei notað efnið ligandrol en um leið kom sýni kærastans jákvætt til baka sem sýndi að hann hefði neitt ligandrol,“ skrifaði Simmonds. Skýringin á falli hennar á lyfjaprófinu hljóti því að liggja í svefnherberginu. „Ég og kærastinn stunduðum kynlíf, bæði á þessum sama degi en einnig daginn áður en ég var prófuð. Ég og lögfræðiteymi mitt höfðum því ályktað sem svo að efnið hafi komst í mig í gegnum líkamsvessa okkar, skrifaði Simmonds en allan pistil hennar má finna hér fyrir neðan. Hún hefur rétt til að áfrýja dómnum en má ekki keppa aftur á meðan rannsóknin stendur yfir. View this post on Instagram A post shared by Imogen Simmonds (@imosimmonds) Þríþraut Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Enski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Sjá meira
Simmonds er sjöunda á heimslistanum og því í hópi bestu þríþrautarkvenna heims. Hún hefur fagnað sigri á tíu stórum mótum og komist á verðlaunapall mörgum sinnum en hefur ekki keppt síðan hún féll á prófinu enda strax sett í bann. Simmonds hefur nú sagt frá sinni hlið á samfélagsmiðlum og það er óhætt að segja að afsökunin sé sérstök. Simmonds segir þar að hún hafi í desember síðastliðnum fengið óvænta heimsókn frá lyfjaeftirlitinu í aðdraganda heimsmeistaramótsins í Járnmanni sem fór fram í Nýja Sjálandi. „Ég var í áfalli og algjörlega niðurbrotin þegar niðurstöðurnar komu til baka um að efnið ligandrol hafi fundist í píkógramm magni í sýni mínu. Magnið var eins og að finna eitt saltkorn í heilli ólympískri sundlaug og ég hefði aldrei grætt eitthvað á slíku,“ skrifaði Imogen Simmonds. „Þegar ég fékk fréttirnar þá hafði ég strax samband við reyndan ráðgjafa. Eftir að hafa rannsakað þetta betur þá komust við að því að kærastinn minn hafði notað efnið ligandrol til að auka sinn styrk. Eitthvað sem ég vissi ekkert um,“ skrifaði Simmonds. Simmonds segist hafa lagt inn sönnunargögn sem sanna sakleysi hennar. „Eftir að hár mitt var rannsakað þá var það staðfest að ég hafi aldrei notað efnið ligandrol en um leið kom sýni kærastans jákvætt til baka sem sýndi að hann hefði neitt ligandrol,“ skrifaði Simmonds. Skýringin á falli hennar á lyfjaprófinu hljóti því að liggja í svefnherberginu. „Ég og kærastinn stunduðum kynlíf, bæði á þessum sama degi en einnig daginn áður en ég var prófuð. Ég og lögfræðiteymi mitt höfðum því ályktað sem svo að efnið hafi komst í mig í gegnum líkamsvessa okkar, skrifaði Simmonds en allan pistil hennar má finna hér fyrir neðan. Hún hefur rétt til að áfrýja dómnum en má ekki keppa aftur á meðan rannsóknin stendur yfir. View this post on Instagram A post shared by Imogen Simmonds (@imosimmonds)
Þríþraut Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Enski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Sjá meira