Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Árni Sæberg skrifar 28. febrúar 2025 16:50 Arnþór vill ekki sjá Höllu í starfi fram að formannskjöri í VR. Vísir Arnþór Sigurðsson, stjórnarmaður í VR hefur lýst því yfir að hann sé farinn í verkfall frá störfum stjórnar. Hann segir vargöld ríkja í stjórninni og telur að Halla Gunnarsdóttir, formaður VR, eigi að taka sér leyfi frá störfum á meðan stjórnarkjör gengur yfir. Þetta tilkynnti Arnþór í tölvubréfi til framkvæmdastjóra VR á dögunum. Hann birtir bréfið í heild í niðurlagi aðsendrar greinar sem hann fékk birta hér á Vísi í gær. Tilefnið er umfjöllun um biðlaun Ragnars Þórs Ingólfssonar, alþingismanns og fyrrverandi formanns VR, og yfirlýsing hluta stjórnar félagsins vegna málsins. Líkt og ítarlega hefur verið fjallað um í vikunni þáði Ragnar Þór rúmlega tíu milljóna króna eingreiðslu frá VR þegar hann lét af störfum eftir hafa verið kjörinn á Alþingi. Um var að ræða uppgjör á sex mánaða biðlaunum og uppsöfnuðu orlofi. Afkomutrygging Ragnar Þór hefur sagst hafa þegið greiðsluna vegna þess að verkalýðsforkólfar geti átt erfitt með að komast inn á vinnumarkað að baráttunni lokinni. Hann líti á biðlaunin sem „tímabundna afkomutryggingu“. Ragnar Þór fær 1,6 milljónir króna greiddar á mánuði sem þingmaður og mun fá að óbreyttu næstu fjögur árin. Hafi viljað fá málið fram í aðdraganda stjórnarkjörs Í greininni rekur Arnþór að Halla hafi ásamt hluta stjórnarinnar náð að koma biðlaunamálinu fram með því að boða til neyðarfundar stjórnarinnar. Það hafi verið gert með ólögmætum hætti. „Halla Gunnardóttir hefur náð fram því sem hún vildi á þeim tíma sem hún vildi fá biðlaunamálið fram. En það er mér hulin ráðgáta hvers vegna góða fólkið í stjórn VR sendi út sérstaka yfirlýsingu í fjölmiðla um það hversu dugleg þau eru að hafa náð að koma málinu fram í svona mikilli andstöðu vonda fólkið í stjórn VR.“ Þar vísar Arnþór til yfirlýsingar hluta stjórnar VR, þar sem tekið var undir gagnrýni á biðlaunagreiðsluna. Sennilega fyrstur til að fara í verkfall Í bréfi sínu til framkvæmdastjórans segir Arnþór að hann sé verulega ósáttur við framgang fomanns VR Höllu Gunnarsdóttir. „Ítekað hefur formaðurinn farið á svig við lög og reglur félagsins þennan stutta tíma í formannsstóli. Hjartað í félaginu og leiðarstef eru þær reglur og lög sem félagar hafa sett og samþykkt. Sé ekki farið að lögum félagsins þá má segja að félagið sé rekið áfram með ólögum og annarlegum hvötum. Lýðræði og réttur stjórnarmanna eru fótum troðin sem er alvarlegt mál.“ Halla sé settur formaður en ekki kjörinn og muni starfa í nokkrar vikur fram að aðalfundi. Umboð hennar sé því frekar lítið til athafna en hún eins og aðrir eigi að fylgja lögum og reglum félagsins. Halla eigi að taka sér leyfi „Af því að ég virði félagið mikið og þau góðu störf sem unnin eru innan félagsins tel ég að mér sé ekki stætt á því að taka þátt í ólöglegum gjörningum stjórnar sem virðast engan endi ætla að taka.“ Eitt sé að deila um málefni og leiðir en það sé algerlega óþolandi að lög og reglur félagsins séu svívirtar. Það sé skoðun hans að Halla ætti að taka leyfi frá störfum sínum á meðan stjórnarkjör gengur yfir. Þannig mætti koma í veg fyrir að hún misnoti aðstöðu sína við störf stjórnar frekar. „Ég tilkynni því hér með að ég er farinn í verkfall frá störfum stjórnar á meðan að það er óbreytt ástand og þessi vargöld stendur yfir. Sjálfsagt hefur það aldrei gerst áður að stjórnarmaður fari í verkfall vegna starfa sinna innan stjórnar en það er ekki nokkur önnur leið að bregðast við því ófremdarástandi sem er nú í verklagi innan stjórnar VR.“ Stéttarfélög Flokkur fólksins Alþingi Formannskjör í VR 2025 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Þetta tilkynnti Arnþór í tölvubréfi til framkvæmdastjóra VR á dögunum. Hann birtir bréfið í heild í niðurlagi aðsendrar greinar sem hann fékk birta hér á Vísi í gær. Tilefnið er umfjöllun um biðlaun Ragnars Þórs Ingólfssonar, alþingismanns og fyrrverandi formanns VR, og yfirlýsing hluta stjórnar félagsins vegna málsins. Líkt og ítarlega hefur verið fjallað um í vikunni þáði Ragnar Þór rúmlega tíu milljóna króna eingreiðslu frá VR þegar hann lét af störfum eftir hafa verið kjörinn á Alþingi. Um var að ræða uppgjör á sex mánaða biðlaunum og uppsöfnuðu orlofi. Afkomutrygging Ragnar Þór hefur sagst hafa þegið greiðsluna vegna þess að verkalýðsforkólfar geti átt erfitt með að komast inn á vinnumarkað að baráttunni lokinni. Hann líti á biðlaunin sem „tímabundna afkomutryggingu“. Ragnar Þór fær 1,6 milljónir króna greiddar á mánuði sem þingmaður og mun fá að óbreyttu næstu fjögur árin. Hafi viljað fá málið fram í aðdraganda stjórnarkjörs Í greininni rekur Arnþór að Halla hafi ásamt hluta stjórnarinnar náð að koma biðlaunamálinu fram með því að boða til neyðarfundar stjórnarinnar. Það hafi verið gert með ólögmætum hætti. „Halla Gunnardóttir hefur náð fram því sem hún vildi á þeim tíma sem hún vildi fá biðlaunamálið fram. En það er mér hulin ráðgáta hvers vegna góða fólkið í stjórn VR sendi út sérstaka yfirlýsingu í fjölmiðla um það hversu dugleg þau eru að hafa náð að koma málinu fram í svona mikilli andstöðu vonda fólkið í stjórn VR.“ Þar vísar Arnþór til yfirlýsingar hluta stjórnar VR, þar sem tekið var undir gagnrýni á biðlaunagreiðsluna. Sennilega fyrstur til að fara í verkfall Í bréfi sínu til framkvæmdastjórans segir Arnþór að hann sé verulega ósáttur við framgang fomanns VR Höllu Gunnarsdóttir. „Ítekað hefur formaðurinn farið á svig við lög og reglur félagsins þennan stutta tíma í formannsstóli. Hjartað í félaginu og leiðarstef eru þær reglur og lög sem félagar hafa sett og samþykkt. Sé ekki farið að lögum félagsins þá má segja að félagið sé rekið áfram með ólögum og annarlegum hvötum. Lýðræði og réttur stjórnarmanna eru fótum troðin sem er alvarlegt mál.“ Halla sé settur formaður en ekki kjörinn og muni starfa í nokkrar vikur fram að aðalfundi. Umboð hennar sé því frekar lítið til athafna en hún eins og aðrir eigi að fylgja lögum og reglum félagsins. Halla eigi að taka sér leyfi „Af því að ég virði félagið mikið og þau góðu störf sem unnin eru innan félagsins tel ég að mér sé ekki stætt á því að taka þátt í ólöglegum gjörningum stjórnar sem virðast engan endi ætla að taka.“ Eitt sé að deila um málefni og leiðir en það sé algerlega óþolandi að lög og reglur félagsins séu svívirtar. Það sé skoðun hans að Halla ætti að taka leyfi frá störfum sínum á meðan stjórnarkjör gengur yfir. Þannig mætti koma í veg fyrir að hún misnoti aðstöðu sína við störf stjórnar frekar. „Ég tilkynni því hér með að ég er farinn í verkfall frá störfum stjórnar á meðan að það er óbreytt ástand og þessi vargöld stendur yfir. Sjálfsagt hefur það aldrei gerst áður að stjórnarmaður fari í verkfall vegna starfa sinna innan stjórnar en það er ekki nokkur önnur leið að bregðast við því ófremdarástandi sem er nú í verklagi innan stjórnar VR.“
Stéttarfélög Flokkur fólksins Alþingi Formannskjör í VR 2025 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels