Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. febrúar 2025 20:04 Sigrún Ágústsdóttir, forstöðumaður Náttúruverndarstofnunar á Hvolsvelli, ásamt Ísólfi Gylfa Pálmasyni, sem var fundarstjóri í Hvolnum. Náttúruverndarstofnun er ný stofnun innan Umhverfis-, orku-, og loftslagsráðuneytis, sem tók til starfa þann 1. janúar síðastliðinn. Magnús Hlynur Hreiðarsson Íbúar á Hvolsvelli hafa sjaldan eða aldrei verið eins kátir og þessa dagana því þeir voru að fá höfuðstöðvar nýrrar ríkisstofnunar á staðinn eða Náttúruverndarstofnun. Um eitt hundrað starfsmenn vinna hjá stofnuninni á starfsstöðvum út um allt land. Það var mikil hátíð í félagsheimilinu Hvolnum á Hvolsvelli í gær þegar opnunarhátíð nýju stofnunarinnar, sem tók formlega til starfa um áramótin fór fram með söng, ræðum og veitingum. Einnig var nýtt merki stofnunarinnar kynnt en Náttúrufræðistofnun fer með stjórnsýslu, eftirlit og önnur verkefni á sviði náttúruverndar og sjálfbærrar þróunar og á sviði friðlýstra svæða, vernd villtra fugla og spendýra og veiðistjórnunar. En af hverju Hvolsvöllur? „Hér er nálægðin við náttúruna gríðarlega mikil og það er stutt í bæði friðland á Fjallabaki og Surtsey, sem er náttúrulega einstök hérna suður af. Síðan er í rauninni mjög stutt í Skógafoss, Dyrhólaey og Vatnajökulsþjóðgarð en Vatnajökulsþjóðgarður þekur um 15 þúsund ferkílómetra af landinu, sem er auðvitað magnað,“ segir Sigrún Ágústsdóttir, forstöðumaður Náttúruverndarstofnunar. Fjöldi fólks mætti í Hvolinn til að fagna því að Náttúrverndarstofnun hefur tekið til starfa á Hvolsvelli. Þó aðsetur stofnunarinnar sé á Hvolsvelli þá dreifist starfsemin og starfsstöðvarnar um allt land.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og nýr ráðherra náttúruverndar mætti að sjálfsögðu á Hvolsvöll. „Ég held að það munu fara rosalega vel um stofnunina hérna á þessum góða stað. Ríkisstjórnin er auðvitað með metnaðarfull markmið um náttúruvernd, vernd líffræðilegs breytileika,“ segir Jóhann Páll Jóhannsson, Umhverfis- orku og loftslagsráðherra. Hvað með sjálfan þig, ertu mikill náttúruverndar karl? „Já, ég myndi segja það,“ segir ráðherrann. Jóhann Páll Jóhannsson, Umhverfis- orku og loftslagsráðherra flutti ávarp í Hvolunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þó að föstu stöðugildin á Hvolsvelli séu ekki nema fjögur þá hefur það mikla þýðingu fyrir staðinn eins og fram kom hjá sveitarstjóra Rangárþings eystra. „Samsvarar það miðað við íbúafjölda að stofnunin með 268 starfsmenn tæki til starfa í Reykjavík. Já, þá er ég bara að tala um Reykjavík, ekki höfuðborgarsvæðið,“ sagði Anton Kári Halldórsson sveitarstjóri Rangárþings eystra í ræðustól. Og þetta í viðbót frá sveitarstjóranum. „Við erum auðvitað alsæl með þetta og bjóðum Náttúruverndarstofnun hjartanlega velkomna heim á Hvolsvöll.“ Á ríkið að gera meira af þessu að flytja stofnanir út á land? „Tvímælalaust, færa stofnanir nær verkefnunum sínum, já ég bara hvet ríkið til þess og taka einmitt þennan gjörning til fyrirmyndar, hann lukkaðist vel í alla staði,“ segir Anton Kári. Sigrún Ágústsdóttir, Guðlaugur Þór, alþingismaður og Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða stofnunarinnar Rangárþing eystra Umhverfismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Þjóðgarðar Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Það var mikil hátíð í félagsheimilinu Hvolnum á Hvolsvelli í gær þegar opnunarhátíð nýju stofnunarinnar, sem tók formlega til starfa um áramótin fór fram með söng, ræðum og veitingum. Einnig var nýtt merki stofnunarinnar kynnt en Náttúrufræðistofnun fer með stjórnsýslu, eftirlit og önnur verkefni á sviði náttúruverndar og sjálfbærrar þróunar og á sviði friðlýstra svæða, vernd villtra fugla og spendýra og veiðistjórnunar. En af hverju Hvolsvöllur? „Hér er nálægðin við náttúruna gríðarlega mikil og það er stutt í bæði friðland á Fjallabaki og Surtsey, sem er náttúrulega einstök hérna suður af. Síðan er í rauninni mjög stutt í Skógafoss, Dyrhólaey og Vatnajökulsþjóðgarð en Vatnajökulsþjóðgarður þekur um 15 þúsund ferkílómetra af landinu, sem er auðvitað magnað,“ segir Sigrún Ágústsdóttir, forstöðumaður Náttúruverndarstofnunar. Fjöldi fólks mætti í Hvolinn til að fagna því að Náttúrverndarstofnun hefur tekið til starfa á Hvolsvelli. Þó aðsetur stofnunarinnar sé á Hvolsvelli þá dreifist starfsemin og starfsstöðvarnar um allt land.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og nýr ráðherra náttúruverndar mætti að sjálfsögðu á Hvolsvöll. „Ég held að það munu fara rosalega vel um stofnunina hérna á þessum góða stað. Ríkisstjórnin er auðvitað með metnaðarfull markmið um náttúruvernd, vernd líffræðilegs breytileika,“ segir Jóhann Páll Jóhannsson, Umhverfis- orku og loftslagsráðherra. Hvað með sjálfan þig, ertu mikill náttúruverndar karl? „Já, ég myndi segja það,“ segir ráðherrann. Jóhann Páll Jóhannsson, Umhverfis- orku og loftslagsráðherra flutti ávarp í Hvolunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þó að föstu stöðugildin á Hvolsvelli séu ekki nema fjögur þá hefur það mikla þýðingu fyrir staðinn eins og fram kom hjá sveitarstjóra Rangárþings eystra. „Samsvarar það miðað við íbúafjölda að stofnunin með 268 starfsmenn tæki til starfa í Reykjavík. Já, þá er ég bara að tala um Reykjavík, ekki höfuðborgarsvæðið,“ sagði Anton Kári Halldórsson sveitarstjóri Rangárþings eystra í ræðustól. Og þetta í viðbót frá sveitarstjóranum. „Við erum auðvitað alsæl með þetta og bjóðum Náttúruverndarstofnun hjartanlega velkomna heim á Hvolsvöll.“ Á ríkið að gera meira af þessu að flytja stofnanir út á land? „Tvímælalaust, færa stofnanir nær verkefnunum sínum, já ég bara hvet ríkið til þess og taka einmitt þennan gjörning til fyrirmyndar, hann lukkaðist vel í alla staði,“ segir Anton Kári. Sigrún Ágústsdóttir, Guðlaugur Þór, alþingismaður og Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða stofnunarinnar
Rangárþing eystra Umhverfismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Þjóðgarðar Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels