Vönduð vinnubrögð í umhverfismálum Edda Sif Pind Aradóttir og Sævar Freyr Þráinsson skrifa 1. mars 2025 11:31 Carbfix hefur í nokkur ár verið að vinna að Coda Terminal í Hafnarfirði og framkvæmt ítarlegt umhverfismat sem sérfræðingar óháðra stofnana hafa farið yfir. Álit Skipulagsstofnunar er að umhverfismatið uppfylli skilyrði laganna og stofnunin leggst ekki gegn framkvæmdinni. Í áliti sínu setur Skipulagsstofnun fram skilyrði sem eru þau sömu og Carbfix hafði þegar lagt til ásamt góðum ábendingum sem Carbfix tekur undir. Það er ekki sjálfgefið að niðurstaða umhverfismats sé eins jákvæð og hér um ræðir og þekkt að Skipulagsstofnun leggist gegn áformum. Það er einmitt merki um vönduð vinnubrögð að greina áhætturnar mjög vandlega, eins og Carbfix hefur gert í umhverfismati, og útlista hvernig á að bregðast við ólíkum aðstæðum skapist áhætta og þar með standa betur að rekstrinum en ella. Þetta eru lögbundnir starfshættir og reglur, sem eiga við um allan rekstur, sem tryggja öryggi eins og best verður á kosið. Óvissa Það að greina óvissu í verkefni sem er í mótun er ekki merki um að því sé ábótavant heldur akkúrat öfugt, að verið sé að skoða það í þaula. Að gera sér vel grein fyrir því sem þarf að kanna betur og leggja fram áætlun um að eyða óvissu er einmitt það sem á að gerast í umhverfismati og í uppbyggingu verkefna almennt. Orkuveitan, Carbfix og önnur dótturfélög taka þessa ábyrgð mjög alvarlega og vilja eyða tortryggni sem sett er fram um starfshættina. Væri áhættan meiri en hægt væri að eyða henni með rannsóknum, væri verkefnið aðlagað þar til áhættan væri sem allra minnst. Þess vegna er ráðgert að byggja upp starfsemina á hverjum stað í áföngum, læra af hverjum og einum áfanga og ekki halda áfram með sömu starfshætti ef það hefur neikvæð áhrif á umhverfi. Með því er óvissu eytt jafnt og þétt. Það að telja hversu oft orðið „óvissa“ kemur fram í áliti Skipulagsstofnunarán þess að skoða samhengi er minna en hálf saga sögð. Þegar talað er um óvissu í álitinu er farið yfir hvernig henni verður eytt með frekari gagnaöflun og rannsóknum til að skapa öruggt og áreiðanlegt verkefni. Í framkvæmdum Hafnarfjarðarbæjar tengdum íþróttahúsi Hauka árið 2022 kom orðið „neikvætt“ t.a.m. fyrir 21. sinni í margfalt umfangsminna áliti Skipulagsstofnunar, hefði ekki átt að byggja upp svæðið? Slíkur mælikvarði er gagnslaus ef ekki er litið til samhengis niðurstöðu Skipulagsstofnunar. Samfélagið Í upphaflegum áætlunum sem voru lagðar fram í matsáætlun (sem er undanfari umhverfismats) var ráðgert að hafa verkefnið í heild nær Straumsvík. Þá bárust ábendingar frá náttúruverndarsamtökum um að það myndi raska of miklu hrauni og átti það stóran þátt í að færa verkefnið inn á iðnaðarsvæðið. Þar var hlustað á samfélagið og hagsmunasamtök. Það var síðan birt ný útgáfa í umhverfismatsskýrslu þar sem nýtt svæði er teiknað upp sem hefur fengið nokkurn mótbyr. Þá eru næstu skref að skoða það og athuga hvort aðlögun sé möguleg og jafnframt hvort eigi að horfa til hægari uppbyggingar. Það er ekki nýtt að þurfa breyta áætlunum og breyta um stefnu til að ná árangri og fyrir Carbfix er það hluti af kjarna fyrirtækisins að aðlagast. Nýsköpun og rannsóknir haldast í hendur og niðurstöður úr einum fasa vísa veginn í þeim næsta. Niðurstaða Coda Terminal verkefnið í Straumsvík hefur farið gegnum alla rétta ferla og fengið metfjölda umsagna í umhverfismati. Gerðar hafa verið breytingar í samræmi við faglegar ábendingar. Farnar hafa verið vettvangsferðir á mögulegt uppbyggingarsvæði með fulltrúum Heilbrigðiseftirlitsins, Umhverfis- og orkustofnunar og mörgum fleirum til að kynna útlit og aðstæður. Skipulagsstofnun hefur lagt til vöktunaratriði sem á að fylgjast með sem Carbfix tekur undir. Þetta eru staðreyndir málsins þegar kemur að öryggi og umgjörð. Það verður að treysta á þær stofnanir sem best henta til að meta gæði og öryggi. Staðreyndir málsins eru líka að nokkrum hluta íbúa í nágrenni iðnaðarsvæðisins í Hafnarfirði hugnast ekki verkefnið vegna ýmissa ástæðna og því er verkefnið enn í mótun. Höfundar eru forstjóri Orkuveitunnar og framkvæmdastýra Carbfix. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Coda Terminal Orkumál Hafnarfjörður Mest lesið Halldór 03.05.2025 Halldór Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Carbfix hefur í nokkur ár verið að vinna að Coda Terminal í Hafnarfirði og framkvæmt ítarlegt umhverfismat sem sérfræðingar óháðra stofnana hafa farið yfir. Álit Skipulagsstofnunar er að umhverfismatið uppfylli skilyrði laganna og stofnunin leggst ekki gegn framkvæmdinni. Í áliti sínu setur Skipulagsstofnun fram skilyrði sem eru þau sömu og Carbfix hafði þegar lagt til ásamt góðum ábendingum sem Carbfix tekur undir. Það er ekki sjálfgefið að niðurstaða umhverfismats sé eins jákvæð og hér um ræðir og þekkt að Skipulagsstofnun leggist gegn áformum. Það er einmitt merki um vönduð vinnubrögð að greina áhætturnar mjög vandlega, eins og Carbfix hefur gert í umhverfismati, og útlista hvernig á að bregðast við ólíkum aðstæðum skapist áhætta og þar með standa betur að rekstrinum en ella. Þetta eru lögbundnir starfshættir og reglur, sem eiga við um allan rekstur, sem tryggja öryggi eins og best verður á kosið. Óvissa Það að greina óvissu í verkefni sem er í mótun er ekki merki um að því sé ábótavant heldur akkúrat öfugt, að verið sé að skoða það í þaula. Að gera sér vel grein fyrir því sem þarf að kanna betur og leggja fram áætlun um að eyða óvissu er einmitt það sem á að gerast í umhverfismati og í uppbyggingu verkefna almennt. Orkuveitan, Carbfix og önnur dótturfélög taka þessa ábyrgð mjög alvarlega og vilja eyða tortryggni sem sett er fram um starfshættina. Væri áhættan meiri en hægt væri að eyða henni með rannsóknum, væri verkefnið aðlagað þar til áhættan væri sem allra minnst. Þess vegna er ráðgert að byggja upp starfsemina á hverjum stað í áföngum, læra af hverjum og einum áfanga og ekki halda áfram með sömu starfshætti ef það hefur neikvæð áhrif á umhverfi. Með því er óvissu eytt jafnt og þétt. Það að telja hversu oft orðið „óvissa“ kemur fram í áliti Skipulagsstofnunarán þess að skoða samhengi er minna en hálf saga sögð. Þegar talað er um óvissu í álitinu er farið yfir hvernig henni verður eytt með frekari gagnaöflun og rannsóknum til að skapa öruggt og áreiðanlegt verkefni. Í framkvæmdum Hafnarfjarðarbæjar tengdum íþróttahúsi Hauka árið 2022 kom orðið „neikvætt“ t.a.m. fyrir 21. sinni í margfalt umfangsminna áliti Skipulagsstofnunar, hefði ekki átt að byggja upp svæðið? Slíkur mælikvarði er gagnslaus ef ekki er litið til samhengis niðurstöðu Skipulagsstofnunar. Samfélagið Í upphaflegum áætlunum sem voru lagðar fram í matsáætlun (sem er undanfari umhverfismats) var ráðgert að hafa verkefnið í heild nær Straumsvík. Þá bárust ábendingar frá náttúruverndarsamtökum um að það myndi raska of miklu hrauni og átti það stóran þátt í að færa verkefnið inn á iðnaðarsvæðið. Þar var hlustað á samfélagið og hagsmunasamtök. Það var síðan birt ný útgáfa í umhverfismatsskýrslu þar sem nýtt svæði er teiknað upp sem hefur fengið nokkurn mótbyr. Þá eru næstu skref að skoða það og athuga hvort aðlögun sé möguleg og jafnframt hvort eigi að horfa til hægari uppbyggingar. Það er ekki nýtt að þurfa breyta áætlunum og breyta um stefnu til að ná árangri og fyrir Carbfix er það hluti af kjarna fyrirtækisins að aðlagast. Nýsköpun og rannsóknir haldast í hendur og niðurstöður úr einum fasa vísa veginn í þeim næsta. Niðurstaða Coda Terminal verkefnið í Straumsvík hefur farið gegnum alla rétta ferla og fengið metfjölda umsagna í umhverfismati. Gerðar hafa verið breytingar í samræmi við faglegar ábendingar. Farnar hafa verið vettvangsferðir á mögulegt uppbyggingarsvæði með fulltrúum Heilbrigðiseftirlitsins, Umhverfis- og orkustofnunar og mörgum fleirum til að kynna útlit og aðstæður. Skipulagsstofnun hefur lagt til vöktunaratriði sem á að fylgjast með sem Carbfix tekur undir. Þetta eru staðreyndir málsins þegar kemur að öryggi og umgjörð. Það verður að treysta á þær stofnanir sem best henta til að meta gæði og öryggi. Staðreyndir málsins eru líka að nokkrum hluta íbúa í nágrenni iðnaðarsvæðisins í Hafnarfirði hugnast ekki verkefnið vegna ýmissa ástæðna og því er verkefnið enn í mótun. Höfundar eru forstjóri Orkuveitunnar og framkvæmdastýra Carbfix.
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun