Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar 3. mars 2025 07:30 Hitler hóf heimsstyrjöldina til að auka lífsrými Þjóðverja. Í ágúst 1939 hittust fulltrúar Hitlers og Stalíns, tveggja helstu glæpamanna heimsins. Tilgangur fundarins var gagnkvæmt samþykki um að innlima sjálstæð ríki í Evrópu. Skiptingin var þannig tilgreind í samningi þeirra, að Hitler fékk hálft Pólland og Rússar hálft. Hersveitir þeirra réðust svo saman inn í Pólland og mættust þar í sigurgleði - og skáluðu. Stalín og hans fólk fékk Eistland, Lettland og Litháen. Stalín fékk að auki Finnland og gerði strax innrás þar. Sú innrás er kölluð vetrarstríðið. Þessu til viðbótar mátti svo hvor þeirra sem nennti fá Bessarabíu, sem að hluta til er núverandi Moldavía. Þessi svívirða er kölluð griðasáttmáli Hitlers og Stalíns, Kommúnistar á Íslandi sögðu samninginn sýna snilli Stalíns, hann hefði gert sáttmálann við Hitler til að fá aukið svigrúm til að efla rússneska herinn. Stalín kollvarpaði sjálfur þeirri kenningu þegar hann réðist án tafa inn í Finnland og eyddi dýrmætum vopnum og tíma í árás á friðsama þjóð sem engum stóð ógn af. Er sagan að endurtaka sig? Forseti Bandaríkjanna tönnlast nú á því, að hann ætli að gera Ameríku mikla aftur. Hann boðar að hann ætli að innlima Panama. Hann heldur því fram að Kanada eigi að tilheyra Bandaríkjunum. Hann ógnar Grænlendingum og fullyrðir að land þeirra tilheyri Ameríku. Bandaríkjamenn reistu herstöð í Grænlandi til að bæta hernaðarstöðu sína ganvart Rússlandi. Því er eðlilegt að spyrja: Hafa Trump og Pútin samið? Td. „Ef þú sættir þig við að ég taki Grænland þá skal ég sætta mig við að þú takir Úkraínu og önnur fyrrum Sovét-lýðveldi.“ Trump hefur lýst yfir að vilja eignast Gasaströndina. Með því geta Bandaríkjamenn tryggt sér sjálfir nægan hernaðarstyrk til að gæta olíuhagsmuna í Mið-Austurlöndum. Þá losna þeir við að hervæða barnadráp og ákærða stríðsglæpamenn síonista í Ísrael. Eftir að sjónvarp sýndi samtal forseta og varaforseta Bandaríkjanna við forseta Úkraínu þá er eðlilegt að spyrja: Dreymir Pútín og Trump eins og Hitler og Stalín, að skipta ríkjum á milli sín? Þetta ætti að vera galin spurning, en þegar hún varðar þessa veruleikafirrtu menn er hún því miður ekki galin. Höfundur er rafiðnaðarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birgir Dýrfjörð Mest lesið „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Hitler hóf heimsstyrjöldina til að auka lífsrými Þjóðverja. Í ágúst 1939 hittust fulltrúar Hitlers og Stalíns, tveggja helstu glæpamanna heimsins. Tilgangur fundarins var gagnkvæmt samþykki um að innlima sjálstæð ríki í Evrópu. Skiptingin var þannig tilgreind í samningi þeirra, að Hitler fékk hálft Pólland og Rússar hálft. Hersveitir þeirra réðust svo saman inn í Pólland og mættust þar í sigurgleði - og skáluðu. Stalín og hans fólk fékk Eistland, Lettland og Litháen. Stalín fékk að auki Finnland og gerði strax innrás þar. Sú innrás er kölluð vetrarstríðið. Þessu til viðbótar mátti svo hvor þeirra sem nennti fá Bessarabíu, sem að hluta til er núverandi Moldavía. Þessi svívirða er kölluð griðasáttmáli Hitlers og Stalíns, Kommúnistar á Íslandi sögðu samninginn sýna snilli Stalíns, hann hefði gert sáttmálann við Hitler til að fá aukið svigrúm til að efla rússneska herinn. Stalín kollvarpaði sjálfur þeirri kenningu þegar hann réðist án tafa inn í Finnland og eyddi dýrmætum vopnum og tíma í árás á friðsama þjóð sem engum stóð ógn af. Er sagan að endurtaka sig? Forseti Bandaríkjanna tönnlast nú á því, að hann ætli að gera Ameríku mikla aftur. Hann boðar að hann ætli að innlima Panama. Hann heldur því fram að Kanada eigi að tilheyra Bandaríkjunum. Hann ógnar Grænlendingum og fullyrðir að land þeirra tilheyri Ameríku. Bandaríkjamenn reistu herstöð í Grænlandi til að bæta hernaðarstöðu sína ganvart Rússlandi. Því er eðlilegt að spyrja: Hafa Trump og Pútin samið? Td. „Ef þú sættir þig við að ég taki Grænland þá skal ég sætta mig við að þú takir Úkraínu og önnur fyrrum Sovét-lýðveldi.“ Trump hefur lýst yfir að vilja eignast Gasaströndina. Með því geta Bandaríkjamenn tryggt sér sjálfir nægan hernaðarstyrk til að gæta olíuhagsmuna í Mið-Austurlöndum. Þá losna þeir við að hervæða barnadráp og ákærða stríðsglæpamenn síonista í Ísrael. Eftir að sjónvarp sýndi samtal forseta og varaforseta Bandaríkjanna við forseta Úkraínu þá er eðlilegt að spyrja: Dreymir Pútín og Trump eins og Hitler og Stalín, að skipta ríkjum á milli sín? Þetta ætti að vera galin spurning, en þegar hún varðar þessa veruleikafirrtu menn er hún því miður ekki galin. Höfundur er rafiðnaðarmaður.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun