„Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 3. mars 2025 10:28 Grímur Gíslason segist telja að stuðningur í Eyjum við Áslaugu Örnu hafa verið svipaðan og á landsvísu, rétt eins og stuðningur við Guðrúnu Hafsteinsdóttur. Vísir Formaður Sjálfstæðisfélagsins í Eyjum segir það gefa augaleið að það hafi haft áhrif á formannskjör í flokknum að helmingur fulltrúa úr Eyjum hafi setið eftir heima vegna veðurs. Hann segir málið sýna svart á hvítu við hvaða veruleika Eyjamenn búi á veturna. Þrettán manns frá Vestmannaeyjum afboðuðu komu sína á landsfund Sjálfstæðisflokksins um helgina vegna veðurs. Þar var Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður en einungis örfáum atkvæðum munaði á milli hennar og Áslaugar Örnu eða nítján talsins. Guðrún hlaut 932 atkvæði en Áslaug 912. Hefði Guðrún orðið af tveimur atkvæðum hefði þurft að kjósa upp á nýtt þar eð hún hefði þá ekki náð 50 prósenta þröskuldnum. Stuðningur á báða bóga „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið, hvort sem það hefði þýtt að kjör Guðrúnar hefði orðið afdráttarlausara eða þá í hina áttina, auðvitað veit maður það ekki,“ segir Grímur Gíslason formaður Sjálfstæðisfélagsins í Eyjum í samtali við Vísi. Hann segist telja að stuðningi við Guðrúnu og Áslaugu hafi verið nokkuð jafnt skipt í hópi Eyjamanna, rétt eins og á landsfundinum. Hann segir báða frambjóðendur hafa átt sína stuðningsmenn í hans hópi. Rétt rúmlega helmingur Eyjamanna komst þrátt fyrir allt á fundinn. „Og maður veit ekki hvernig það hefði skipst á milli þeirra hjá þeim sem ekki komust en auðvitað gefur það augaleið að þessi hópur hefði getað haft áhrif á úrslitin. Þetta eru þær áhyggjur sem ýmsir höfðu á sínum tíma og þess vegna var rætt um frestun fundarins, sem einhverjum þótti mikil fásinna á sínum tíma.“ Grímur segir þetta sýna vel við hvað Eyjamenn búi í dag. „Það er stóri punkturinn. Eyjamenn búa við þetta allan veturinn að þurfa að eiga von á því að komast ekki um þjóðveginn sinn marga daga í röð, það er náttúrulega algjörlega ótækt.“ Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Guðrún Hafsteinsdóttir, nýr formaður Sjálfstæðisflokksins, segir nauðsynlegt að nýta tímann í stjórnarandstöðu til að líta inn á við. Sjálfstæðisflokkurinn eigi að vera stærri og breiðari fylking. Hún vill koma flokknum „aftur í bílstjórasæti íslenskra stjórnmála“. Ný forysta fái það hlutverk að endurhugsa starf flokksins 3. mars 2025 09:12 „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Óhætt er að segja að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hafi tapað formannskjöri Sjálfstæðisflokksins með reisn. Eftir þakkarræðu Guðrúnar steig Áslaug upp í pontu, þakkaði fyrir sig og grínaðist. 2. mars 2025 13:54 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
Þrettán manns frá Vestmannaeyjum afboðuðu komu sína á landsfund Sjálfstæðisflokksins um helgina vegna veðurs. Þar var Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður en einungis örfáum atkvæðum munaði á milli hennar og Áslaugar Örnu eða nítján talsins. Guðrún hlaut 932 atkvæði en Áslaug 912. Hefði Guðrún orðið af tveimur atkvæðum hefði þurft að kjósa upp á nýtt þar eð hún hefði þá ekki náð 50 prósenta þröskuldnum. Stuðningur á báða bóga „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið, hvort sem það hefði þýtt að kjör Guðrúnar hefði orðið afdráttarlausara eða þá í hina áttina, auðvitað veit maður það ekki,“ segir Grímur Gíslason formaður Sjálfstæðisfélagsins í Eyjum í samtali við Vísi. Hann segist telja að stuðningi við Guðrúnu og Áslaugu hafi verið nokkuð jafnt skipt í hópi Eyjamanna, rétt eins og á landsfundinum. Hann segir báða frambjóðendur hafa átt sína stuðningsmenn í hans hópi. Rétt rúmlega helmingur Eyjamanna komst þrátt fyrir allt á fundinn. „Og maður veit ekki hvernig það hefði skipst á milli þeirra hjá þeim sem ekki komust en auðvitað gefur það augaleið að þessi hópur hefði getað haft áhrif á úrslitin. Þetta eru þær áhyggjur sem ýmsir höfðu á sínum tíma og þess vegna var rætt um frestun fundarins, sem einhverjum þótti mikil fásinna á sínum tíma.“ Grímur segir þetta sýna vel við hvað Eyjamenn búi í dag. „Það er stóri punkturinn. Eyjamenn búa við þetta allan veturinn að þurfa að eiga von á því að komast ekki um þjóðveginn sinn marga daga í röð, það er náttúrulega algjörlega ótækt.“
Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Guðrún Hafsteinsdóttir, nýr formaður Sjálfstæðisflokksins, segir nauðsynlegt að nýta tímann í stjórnarandstöðu til að líta inn á við. Sjálfstæðisflokkurinn eigi að vera stærri og breiðari fylking. Hún vill koma flokknum „aftur í bílstjórasæti íslenskra stjórnmála“. Ný forysta fái það hlutverk að endurhugsa starf flokksins 3. mars 2025 09:12 „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Óhætt er að segja að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hafi tapað formannskjöri Sjálfstæðisflokksins með reisn. Eftir þakkarræðu Guðrúnar steig Áslaug upp í pontu, þakkaði fyrir sig og grínaðist. 2. mars 2025 13:54 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Guðrún Hafsteinsdóttir, nýr formaður Sjálfstæðisflokksins, segir nauðsynlegt að nýta tímann í stjórnarandstöðu til að líta inn á við. Sjálfstæðisflokkurinn eigi að vera stærri og breiðari fylking. Hún vill koma flokknum „aftur í bílstjórasæti íslenskra stjórnmála“. Ný forysta fái það hlutverk að endurhugsa starf flokksins 3. mars 2025 09:12
„Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Óhætt er að segja að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hafi tapað formannskjöri Sjálfstæðisflokksins með reisn. Eftir þakkarræðu Guðrúnar steig Áslaug upp í pontu, þakkaði fyrir sig og grínaðist. 2. mars 2025 13:54