Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand, Johanna Franke og Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifa 3. mars 2025 13:02 Við stöndum frammi fyrir plastkrísu af mannavöldum. Plast mengar bæði land og sjó og eyðileggur lífriki sjávars. Hvalir, höfrungar og sjófuglar eru meðal þeirra sem svelta vegna gleypts plasts, og jafnvel refir á Hornströndum hafa fundist éta það. Samkvæmt Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNEP) berast árlega um 11 milljónir tonna af plastúrgangi í heimshöfin. Ef ekkert er gert gæti sú tala þrefaldast fyrir árið 2040. Við finnum þegar plastmengun við strendur Íslands. Hafrannsóknastofnun hefur við rannsóknir fundið allt að 5.000 plasteiningar á hvern ferkílómetra af hafsbotni við landið. Hafið hefur engin landamæri – plast sem fer í sjóinn hér getur borist um allan heim. MS-jógúrtdósir og íslensk fiskikör hafa til dæmis fundist á fjörum Svalbarða, eins og rannsóknir MARP (Marine Plastic Pollution in the Arctic) hafa leitt í ljós. Plast er mjög skaðlegt fyrir hafið, sjávarlífverur og okkur sjálf. Árið 2022 sáust fyrst rispuhöfrungar (Risso’s Dolphins) við Ísland, en fundargleðin var skammvinn því höfrungarnir dóu stuttu seinna. Við krufningu kom í ljós að annar þeirra hafði soltið til dauða; maginn var fullur af mjúku plasti sem líktist ruslapokum. Þetta er ekki einsdæmi. Samkvæmt rannsóknum Náttúrustofu Norðausturlands var plast að finna í meira en 70% fýla sem skoðaðir voru á íslenskum ströndum á árunum 2018-2023. Plast getur tekið allt að 500 ár að brotna niður í náttúrunni. Þegar sjávaröldur og sólargeislar brjóta stóra plastbúta niður brotna þeir ekki niður á lífrænan máta heldur í sífellt smærri agnir sem kallast örplast og nanóplast. Þessar agnir hafa fundist í þorski, kræklingi, drykkjarvatni, brjóstamjólk og jafnvel í jöklum. Samkvæmt þróunaráætlun Sameinuðu þjóðanna geta efnin í plasti haft alvarleg áhrif á heilsu okkar – þau geta truflað innkirtlastarfsemi, aukið insúlínviðnám, valdið þyngdaraukningu, minnkað frjósemi og aukið líkur á krabbameini. Þetta er ekki tæmandi listi þar sem vísindamenn eru enn að reyna að komast að því hversu mikinn skaða örplast og nanóplast valda líkama okkar. Um 85% af öllu rusli sem finnst á íslenskum ströndum er plast. Algengustu hlutirnir eru fiskinet, veiðarfæri, plastflöskur og umbúðir. Myndritið hér að neðan byggir á niðurstöðum strandhreinsana frá Ocean Missions á norðurlandi og sýnir hlutföll þeirra hluta sem finnast í rusli í fjörum landsins. Ruslið kemur m.a. frá sjávarútvegi, heimilissorpi og skipaflutningum. Hvernig getum við breytt þessu? Breytingar eru nauðsynlegar en hvað getum við sem fólk, samtök og fyrirtæki gert til að stöðva plastflóðið? Við getum öll lagt okkar af mörkum með því að m.a.: Nota endurnýtanlega og sjálfbæra valkosti, flokka úrgang rétt og þekkja þær reglur sem gilda um sorphirðu, hætta að henda rusli í klósettið sem á ekki að fara þangað, hreinsa strandir og umhverfið eftir okkur og aðra, og, fyrirtæki og stofnanir geta lækkað plastnotkun og frætt viðskiptavini og samstarfsaðila um umhverfisvænni valkosti Það er þó mikilvægt að gera sér grein fyrir því að almenningur á ekki að bera allan þungann. Vandinn stafar af skorti á lagasetningu og á stuðningi stjórnvalda við aðra valkosti, viðeigandi innviðum úrgangsstjórnunar og fráveitu og ábyrgð sjávarútvegs sem og annarra atvinnugreina. Hlutverk stjórnvalda Stjórnvöld bera ábyrgð á að taka stóru skrefin. Þau þurfa að setja fleiri lög og reglugerðir, efla plastlausar lausnir og styðja rannsóknir og aðrar ráðstafanir sem draga úr plastnotkun. Plastmengun í hafinu er ekki einungis umhverfisvandi heldur einnig lýðheilsuvandi. Plast er mjög sýnileg birtingarmynd þess hvernig við förum illa með jörðina en til að takast á við plastmengun í hafinu og ofneyslu, sem er rót vandans, þarf djarfar aðgerðir frá okkar helstu leiðtogum. Gerum sjávarútveginn ábyrgann, framfylgjum tilkynningarskyldu um týndan veiðibúnað, og stefnum í átt að sjálfbærum og ábyrgari lausnum. Drögum úr framleiðslu á óþarfa plasti þar sem betri valkostir eru til staðar. Af hverju þurfa sem dæmi gúrkurnar okkar að vera vafðar inn í plast? Ungir umhverfissinnar báðu Guðlaug Þór Þórðarson, fyrrv. umhverfis-, orku-, og loftslagsráðherra síðastliðið vor að íhuga kerfi til að styðja við valkosti gegn slíkri sóun á plasti í íslenskri grænmetisframleiðslu en ráðuneytið tók málið ekki lengra. Víða eru notaðar endurnýtanlegar pappa- eða plastumbúðir fyrir m.a. ber, gúrkur og tómata. Af hverju gæti ekki verið skilakerfi fyrir þess konar ílát eða aðra pakkningu sem augljóslega væri hægt að nota aftur og aftur, og ekki bara úr plasti heldur einnig öðrum efnum? Og að lokum, af hverju erum við enn að senda næstum allan úrganginn okkar úr landi? Förum að endurvinna hérna á Íslandi! Plast mengar sjóinn, skaðar sjávarlíf og ýtir undir loftslagsbreytingar. Plast er búið til úr jarðefnaeldsneyti, og þegar það er brennt til orkuvinnslu – oft kallað „endurvinnsla“ – getur það verið verra en að brenna kol. Ef ekkert er að gert, mun vandinn einungis aukast. "Lengi tekur sjórinn við," en ekki að eilífu. Við þurfum aðgerðir – og við þurfum þær strax. Höfundar eru: Emily Jaimes Richey-Stavrand, Verkefna- og viðburðastjóri SOA Iceland Johanna Franke, Umsjónamaður strandhreinsanna hjá Ocean Missions Laura Sólveig Lefort Scheefer, hringrásafulltrúi Ungra Umhverfissinna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Mest lesið Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Við stöndum frammi fyrir plastkrísu af mannavöldum. Plast mengar bæði land og sjó og eyðileggur lífriki sjávars. Hvalir, höfrungar og sjófuglar eru meðal þeirra sem svelta vegna gleypts plasts, og jafnvel refir á Hornströndum hafa fundist éta það. Samkvæmt Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNEP) berast árlega um 11 milljónir tonna af plastúrgangi í heimshöfin. Ef ekkert er gert gæti sú tala þrefaldast fyrir árið 2040. Við finnum þegar plastmengun við strendur Íslands. Hafrannsóknastofnun hefur við rannsóknir fundið allt að 5.000 plasteiningar á hvern ferkílómetra af hafsbotni við landið. Hafið hefur engin landamæri – plast sem fer í sjóinn hér getur borist um allan heim. MS-jógúrtdósir og íslensk fiskikör hafa til dæmis fundist á fjörum Svalbarða, eins og rannsóknir MARP (Marine Plastic Pollution in the Arctic) hafa leitt í ljós. Plast er mjög skaðlegt fyrir hafið, sjávarlífverur og okkur sjálf. Árið 2022 sáust fyrst rispuhöfrungar (Risso’s Dolphins) við Ísland, en fundargleðin var skammvinn því höfrungarnir dóu stuttu seinna. Við krufningu kom í ljós að annar þeirra hafði soltið til dauða; maginn var fullur af mjúku plasti sem líktist ruslapokum. Þetta er ekki einsdæmi. Samkvæmt rannsóknum Náttúrustofu Norðausturlands var plast að finna í meira en 70% fýla sem skoðaðir voru á íslenskum ströndum á árunum 2018-2023. Plast getur tekið allt að 500 ár að brotna niður í náttúrunni. Þegar sjávaröldur og sólargeislar brjóta stóra plastbúta niður brotna þeir ekki niður á lífrænan máta heldur í sífellt smærri agnir sem kallast örplast og nanóplast. Þessar agnir hafa fundist í þorski, kræklingi, drykkjarvatni, brjóstamjólk og jafnvel í jöklum. Samkvæmt þróunaráætlun Sameinuðu þjóðanna geta efnin í plasti haft alvarleg áhrif á heilsu okkar – þau geta truflað innkirtlastarfsemi, aukið insúlínviðnám, valdið þyngdaraukningu, minnkað frjósemi og aukið líkur á krabbameini. Þetta er ekki tæmandi listi þar sem vísindamenn eru enn að reyna að komast að því hversu mikinn skaða örplast og nanóplast valda líkama okkar. Um 85% af öllu rusli sem finnst á íslenskum ströndum er plast. Algengustu hlutirnir eru fiskinet, veiðarfæri, plastflöskur og umbúðir. Myndritið hér að neðan byggir á niðurstöðum strandhreinsana frá Ocean Missions á norðurlandi og sýnir hlutföll þeirra hluta sem finnast í rusli í fjörum landsins. Ruslið kemur m.a. frá sjávarútvegi, heimilissorpi og skipaflutningum. Hvernig getum við breytt þessu? Breytingar eru nauðsynlegar en hvað getum við sem fólk, samtök og fyrirtæki gert til að stöðva plastflóðið? Við getum öll lagt okkar af mörkum með því að m.a.: Nota endurnýtanlega og sjálfbæra valkosti, flokka úrgang rétt og þekkja þær reglur sem gilda um sorphirðu, hætta að henda rusli í klósettið sem á ekki að fara þangað, hreinsa strandir og umhverfið eftir okkur og aðra, og, fyrirtæki og stofnanir geta lækkað plastnotkun og frætt viðskiptavini og samstarfsaðila um umhverfisvænni valkosti Það er þó mikilvægt að gera sér grein fyrir því að almenningur á ekki að bera allan þungann. Vandinn stafar af skorti á lagasetningu og á stuðningi stjórnvalda við aðra valkosti, viðeigandi innviðum úrgangsstjórnunar og fráveitu og ábyrgð sjávarútvegs sem og annarra atvinnugreina. Hlutverk stjórnvalda Stjórnvöld bera ábyrgð á að taka stóru skrefin. Þau þurfa að setja fleiri lög og reglugerðir, efla plastlausar lausnir og styðja rannsóknir og aðrar ráðstafanir sem draga úr plastnotkun. Plastmengun í hafinu er ekki einungis umhverfisvandi heldur einnig lýðheilsuvandi. Plast er mjög sýnileg birtingarmynd þess hvernig við förum illa með jörðina en til að takast á við plastmengun í hafinu og ofneyslu, sem er rót vandans, þarf djarfar aðgerðir frá okkar helstu leiðtogum. Gerum sjávarútveginn ábyrgann, framfylgjum tilkynningarskyldu um týndan veiðibúnað, og stefnum í átt að sjálfbærum og ábyrgari lausnum. Drögum úr framleiðslu á óþarfa plasti þar sem betri valkostir eru til staðar. Af hverju þurfa sem dæmi gúrkurnar okkar að vera vafðar inn í plast? Ungir umhverfissinnar báðu Guðlaug Þór Þórðarson, fyrrv. umhverfis-, orku-, og loftslagsráðherra síðastliðið vor að íhuga kerfi til að styðja við valkosti gegn slíkri sóun á plasti í íslenskri grænmetisframleiðslu en ráðuneytið tók málið ekki lengra. Víða eru notaðar endurnýtanlegar pappa- eða plastumbúðir fyrir m.a. ber, gúrkur og tómata. Af hverju gæti ekki verið skilakerfi fyrir þess konar ílát eða aðra pakkningu sem augljóslega væri hægt að nota aftur og aftur, og ekki bara úr plasti heldur einnig öðrum efnum? Og að lokum, af hverju erum við enn að senda næstum allan úrganginn okkar úr landi? Förum að endurvinna hérna á Íslandi! Plast mengar sjóinn, skaðar sjávarlíf og ýtir undir loftslagsbreytingar. Plast er búið til úr jarðefnaeldsneyti, og þegar það er brennt til orkuvinnslu – oft kallað „endurvinnsla“ – getur það verið verra en að brenna kol. Ef ekkert er að gert, mun vandinn einungis aukast. "Lengi tekur sjórinn við," en ekki að eilífu. Við þurfum aðgerðir – og við þurfum þær strax. Höfundar eru: Emily Jaimes Richey-Stavrand, Verkefna- og viðburðastjóri SOA Iceland Johanna Franke, Umsjónamaður strandhreinsanna hjá Ocean Missions Laura Sólveig Lefort Scheefer, hringrásafulltrúi Ungra Umhverfissinna
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun